— GESTAPÓ —
Grúsk
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/5/05 02:03

Merkilegt.

Gestapóar notfæra sér ýmsa eiginleika sem phpBB býður upp á, hvort sem þeir eru eiginleikar kerfisins, eða gallar. Þetta er eitt af því sem gerir Gestapó sérstakt, ásamt ótal öðrum ástæðum.

Ég tel það á hinn bóginn óheillaspor að grúska um of í grunnvirkni Gestapósins, því hver veit hvað gerist þegar/ef við komust of nærri sannleikanum. Resetta þeir kannski öllu heila klabbinu?
Mér þætti voðalega tómlegt að muna ekkert af því sem hefur gerst hér síðan í september 2003.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/5/05 11:32

Júlíus, (ég vona að ég sé ekki að segja frá einhverju sem enginn þekkir), en hægt er að nota aðferðir kenndar við köngulær til að ná í allt eða sumt sem hér hefur verið skrafað. Þó má vera að Vendihnappur yrði ekkert sérlega ánægður með slíkar tilraunir. En þannig gætir þú náð í afrit af Gestapóinu í heild sinni og geymt á eigin vél til þess gerðri að geyma slíkar upplýsingar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/5/05 11:54

Hvað áttu við? Er þetta ekki bara fræðilegt? Til þess að notast við slíka tækni þyrfti maður að sjálfsögðu að búa utan við Gestapóið. Það er svona eins og að hafa vinnutíma sem ekki fellur að línulegum tíma. Neinei, flatrarjarðarkenningin bannar þetta alfarið. Að skoða Gestapóið utanfrá, endemis della.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/5/05 11:57

En fræðilega sjeð ætti að vera unnt að senda könnunartæki út fyrir Gestapóið án þess að fara sömu leið. Annars er Glúmur helsti sjerfræðingurinn á þessu sviði.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 6/5/05 11:58

Hér er þráður meistara.
Smábaggi við vorum nú einusinni vinir.
Má ég horfa á? Lofa að hafa alla putta fyrir aftan bak og lyklaborðið læst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/5/05 11:58

Júlíus prófeti mælti:

Hvað áttu við? Er þetta ekki bara fræðilegt? Til þess að notast við slíka tækni þyrfti maður að sjálfsögðu að búa utan við Gestapóið. Það er svona eins og að hafa vinnutíma sem ekki fellur að línulegum tíma. Neinei, flatrarjarðarkenningin bannar þetta alfarið. Að skoða Gestapóið utanfrá, endemis della.

Útreikningar mínir sýna að þetta sé hægt. Ég geng reyndar út frá þeirri forsendu að hægt sé að ferðast hraðar en ljósið með því að færa tímarúmið í stað þess að ferðast sjálfur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/5/05 12:29

Isak Dinesen mælti:

Útreikningar mínir sýna að þetta sé hægt. Ég geng reyndar út frá þeirri forsendu að hægt sé að ferðast hraðar en ljósið með því að færa tímarúmið í stað þess að ferðast sjálfur.

Nú held ég að við verðum, eins og Vladimir bendir réttilega á, að kalla til Glúm Angan. Að unnt sé að skoða Gestapóið utanfrá, þetta hefði þótt ótrúlegt fyrir ekki svo löngu. Eruð við virkilega komin svona langt í tækni og vísindum? Hvernig væri best að standa að svona rannsókn?

Ég legg hérmeð til að við prófum kenninguna með vísindalegri tilraun.
Í tilrauninni felst að smíða tæki sem ferðast gæti út fyrir Gestapóið. Tækið myndi teikna myndir af því sem þar er að sjá, snúa svo aftur og þá gætum við lagt þessar myndir og annað tilfallandi fyrir Akademíuna.

Tækið myndi að sjálfsögðu vera knúið af Kóbalthreyfli, til þess að það gæti ferðast þegar út er komið.

Þá er það bara spurning hvernig við rjúfum Gestapóið, til þess að tækið góða komist nú út. Dugir til að ferðast hraðar en ljósið?

P.S. Ég legg hér með til að tækið verði nefnt Sn0rkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/5/05 13:18

Fáum Smábagga til að stýra því, ég myndi ekki treysta neinum öðrum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/5/05 14:49

Já! Þó svo að maður þurfi ekki að fara sjálfur út fyrir Gestapóið getur maður að sjálfsögðu sent einhvern annan. Spurningin er bara hvort Smábaggi muni þola þann ógnarþrýsting sem myndast þegar Gestapóið er rofið. Ég hef nefnilega verið að hugleiða að notast við kvarkatætara til þess að opna gat á Gestapóið, og troða síðan Snorknum (með Smábagga innanborðs) út um gatið.

Það er samt spurning hvort Smábaggi sé tilbúinn að leggja í slíka hættuför? Er það?

Annars er ekki eftir neinu að bíða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/5/05 14:51

Vjer teljum betra að hafa umrætt könnunartæki ómannað og fjarstýrt, a.m.k. í fyrstu útgáfu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/5/05 14:52

Vladimir Fuckov mælti:

Vjer teljum betra að hafa umrætt könnunartæki ómannað og fjarstýrt, a.m.k. í fyrstu útgáfu.

Huxaðu málið aðeins betur... hættuför, óvíst með heimkomu... kveikir þú ekki á neinu ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/5/05 14:54

‹Dæsir mæðulega og horfir niðurlútur á gólfið›
Það er rétt, það er margt sem gæti farið úrskeiðis, og kannski betra að sleppa knapanum, í fyrstu tilraun þ.e.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/5/05 14:55

Júlíus prófeti mælti:

‹Dæsir mæðulega og horfir niðurlútur á gólfið›
Það er rétt, það er margt sem gæti farið úrskeiðis, og kannski betra að sleppa knapanum, í fyrstu tilraun þ.e.

‹Fyllist gremju›

Eruð þið ekki að sjá möguleikana ?

‹Krotar eitthvað á blað og stingur blaðinu svo í munninn, japlar, kyngir›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/5/05 14:55

Limbri mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Vjer teljum betra að hafa umrætt könnunartæki ómannað og fjarstýrt, a.m.k. í fyrstu útgáfu.

Huxaðu málið aðeins betur... hættuför, óvíst með heimkomu... kveikir þú ekki á neinu ?

-

Jú en vjer óttumst að könnunarfarinu yrði e.t.v. stolið af ónefndum aðila.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/5/05 15:03

Þegar maður skoðar málið í víðara samhengi, þá kemur í ljós að stæli einhver könnunarfarinu, gerði gat á Gestapóið og kæmist út fyrir það, væri Gestapóið eftilvill í hættu frá þessum utanaðkomandi aðila.

Það er engin leið að vita hvað aðilinn gæti tekið sér fyrir hendur þarna úti. Slíkur aðili væri vel líklegur til þess að afla sér óvinsælda þarna fyrir utan, sem gæti svo aftur bitnað á Gestapóum.

Mannlaust skal það vera.

Limbri: Þú finnur aðra leið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 6/5/05 15:21

Limbri mælti:

Fáum Smábagga til að stýra því, ég myndi ekki treysta neinum öðrum.

-

Þú segir nokkuð, smíða apparat sem flytur Smábagga "út fyrir Gestapóið" ‹Ljómar upp›
‹Teiknar frumgerð af apparati sem er grunsamlega líkt fallbyssu, kastar svo teningum í "Ásar vinna"›

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/5/05 15:25

Mér tókst að brjótast út fyrir Gestapó og horfa á það utan frá. Það sem ég sá olli mér ótta. Ég mæli ekki með því að aðrir taki þetta upp eftir mér - þessi reynsla varð til þess að nú efast ég um bókstaflega allt.

En hinum hugrökku vil ég hins vegar benda hingað. Ekki samt koma kvartandi til mín ef ykkur verður meint af þessu. Ég er búinn að vara ykkur við.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 6/5/05 15:30

Þarna á Ég sjálfur enn rafmæli?! Þetta mun vera einhvers konar tímavél! VLAD!!

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: