— GESTAPÓ —
Bragfræðipælingar
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/6/05 09:11

Skabbi skrumari mælti:

Isak Dinesen mælti:


Svona hefur Nafni líklega hugsað sér hljóðfallið:

Kvæði:

Beljar / mikið / Bölverk/ur (2/2/2/1)
boðskap / sinn ei / hemur (2/2/2)
grípand/i um / klof-klerk/ur (2/2/2/1)
kvæðin / ærin / semur (2/2/2)

En Skabbi hefur e.t.v. hugsað það svona:

Kvæði:

Beljar / mikið / Bölverkur (2/2/3)
boðskap / sinn ei / hemur (2/2/2)
grípand/i um / klof-klerkur (2/2/3)
kvæðin / ærin / semur (2/2/2)

Stuðul vantar í 3. síðustu línuna ef ljóðið er lesið með seinna hljóðfallinu.

Leiðréttið mig endilega ef þetta er ekki rétt greining.

Ég hafði hugsað mér þetta eins og í fyrra eintakinu... þá vantar stuðul... líka... nema ef þetta er svona: klof-kler/kur

Sannleiksleitin heldur áfram... þegar ég byrja að hugsa um eitthvað og er ekki viss um að ég sé kominn með svarið við einhverju, þá reyni ég alltaf að finna lausnina, þetta er galli að vissu leiti... en kannske kostur að öðru leiti...

Fékk þetta frá Gimlé í einkapósti, birt með góðfúslegu leyfi (honum þótti þessi þráður þó vera óttalegt bull og lái honum það hver sem vill):

Gimlé mælti:

Seinna k-ið í klerkur getur aldrei borið stuðul. Þetta er nú bara það vitlausasta sem ég hef heyrt.

Kerfið er svona hjá Nafna:

grípand // i um // klof // klerkur

Þetta er ekkert sérlega hljómþýtt. Önnur kveðan gefur -i endingunni úr orðinu á undan aukaáherzlu og tekur svo 'um' með sér sem áherzlulausan viðlið. Þriðja kveðan er einkvæð.

Þú hefur vafalaust skynjað þetta svona:
grípandi // um klof // klerkur
en það er í ósamræmi við hrynjandi vísunnar.

Frá Barbapabba fékk ég þetta í einkaskilaboðum (birt með góðfúslegu leyfi):

Barbapabbi mælti:

Ég skil vel að þú hafir hnotið umþessa vísu - mér sýndist hún líka í fyrstu gölluð. Ef þú skiptir þessu í bragliði eins og hér fyrir neðan færðu rétta stuðlasetningu - seinni stuðullinn er s.s. fremst í braglið en inni í miðju orði.

Beljar/ mikið/ Bölver/kur
boðskap/ sinn ei/ hemur
grípan/di um/ klof-kler/kur
kvæðin/ ærin/ semur

Þannig að ekki eru öll kurl komin til grafar samanber Isak:

Isak Dinesen mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Ég hafði hugsað mér þetta eins og í fyrra eintakinu... þá vantar stuðul... líka... nema ef þetta er svona: klof-kler/kur

En þannig skiptast ekki atkvæði í íslensku.

Þetta er bara smá innlegg í umræðuna, greinilegt að ekki eru öll kurl komin til grafar... en er einhver með lausnina á þessu vandamáli?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/8/05 14:54

Skabbi skrumari mælti:

Fékk þetta frá Gimlé í einkapósti, birt með góðfúslegu leyfi (honum þótti þessi þráður þó vera óttalegt bull og lái honum það hver sem vill):

Gimlé mælti:

Seinna k-ið í klerkur getur aldrei borið stuðul. Þetta er nú bara það vitlausasta sem ég hef heyrt.

Kerfið er svona hjá Nafna:

grípand // i um // klof // klerkur

Þetta er ekkert sérlega hljómþýtt. Önnur kveðan gefur -i endingunni úr orðinu á undan aukaáherzlu og tekur svo 'um' með sér sem áherzlulausan viðlið. Þriðja kveðan er einkvæð.

Þú hefur vafalaust skynjað þetta svona:
grípandi // um klof // klerkur
en það er í ósamræmi við hrynjandi vísunnar.


[...]
Þetta er bara smá innlegg í umræðuna, greinilegt að ekki eru öll kurl komin til grafar... en er einhver með lausnina á þessu vandamáli?

Ég held nú að Gimlé (hlewagastiR) sé með lausnina. Það er ekkert sem bannar að hafa aðeins eins atkvæðis braglið í miðju vísuorði (klof), þó það sé undantekning. Aðrar leiðir til að lesa þetta eru hins vegar "ekki jafn réttar" í mínum huga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/05 20:17

Bragfræði ferskeytla

Einfaldar bragfræðireglur fyrir ferskeytlur, má yfirfæra á önnur vísnaform. Hér er ég að reyna að koma með þær eins einfalt og hægt er fyrir nýliða í ferskeytlugerð...

1. Stuðlar eru tveir í fyrstu og þriðju línu og einn höfuðstafur í annarri og fjórðu línu.

2. Muna að hafa stuðul í þriðja braglið fyrstu og þriðju línu (feitletrað í dæmi), hinn má vera annars staðar í línunni (skáletrað í dæmi) en þó fremst í braglið (bragliðir eru skiptir í dæminu á eftir með /..../)

3. Höfuðstafur skal vera sá sami og stuðlar línunnar á undan og fyrst í línu tvö og fjögur

4. Allir sérhljóðar stuðla saman... A, E, O o.sv. fr.v.

5. Samhljóði stuðlar bara við eins samhljóða, K stuðlar með K, B stuðlar við B o.sv.fr.v.

6. Sérstakar reglur eru um S: Sk stuðlar við Sk (á einnig við um sl, sm, sn, sp eða st), S stuðlar þó við Sv og Sj

Dæmi:

Ekki /kann að/yrkja /brag
en ég /finn oft /stuðla.
Stuðlar /nir þeir/stýra /lag
standa /ekki /bruðla.

Ég mæli nú með að þeir sem vilja prófa setji inn dæmi hér fyrir neðan og ef það er eitthvað vitlaust við bragfræðina, þá mun ég og jafnvel einhverjir aðrir lagfæra það... Skál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 28/10/05 01:35

Í sambandi við gnýstuðlana (S), hvaða stafir á eftir S-inu mega vera á eftir og á undan sérhljóða? Ég man að það voru Sj... og Sv.... en voru það einhverjir fleiri?

Til útskýra betur:

Stóri klumpar kkva vel
skanna undirdjúpin

Þetta er stranglega bannað, því ef það er notað St í fyrsta
stuðul verður að koma St í öðrum stuðul og í höfuðstað

Stórir eru stauranrnir
standa fast á jörðu

eða

Skæðir eru skúmarnir
skíta út um allt

-----------

Sérhljóðarnir mega vera af sitthvorutagi þó að þá skuli nota snyrtilega eins og Enter gat um fyrr á þessum þræði og að sjáfsögði má nota sama sérhljóðann á eftir S

Sannlega ég segi þér
rheysturnar blífa

Hins vegar má nota 'v' og 'j' á eftir 's' ef sérljóði er þar á eftir og nú þarf einhver að fræða um það, af hverju? Og hvort að það séu einhverjir fleiri en 'v' og 'j'

t.d.

Sjáðu litla seppa minn
svaka er hann flottur

er sem sagt löglegt.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/10/05 02:27

Stafurinn s hefur sérstöðu í stuðlasetningu. Ef s er stuðull, en næsti stafur er k, l, m, n, p eða t, þá verður einnig svo að vera í hinum stuðlunum. Þetta heita gnýstuðlar:

K T P - L M N

Svona er gott að muna þá " ktp-lmn "

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 28/10/05 09:13

Það má líka hugsa þetta svo að ef samhljóði fylgir s, utan v og j, á gnýstuðlun við. Eða svo sýnist mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 28/10/05 09:17

Segið mér piltar, er þá í lagi að hafa aðrar útgáfur af gný-i með gnýstuðlum, sem dæmi:

Skakkur sljór og skældur sá
skætings sveita snáða.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 28/10/05 09:22

Jújú, ætli maður verði ekki bara að leyfa þér það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 28/10/05 09:34

Þakka þér fyrir það. ‹Hlær hrossahlátri›

Svarið sem ég bjóst við var svona: Það er leyfilegt en ekki mælt með því.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 28/10/05 10:02

Jú, ætli það sé ekki smekksatriði. Annars finnst mér það ansi skemmtilegt sjálfum. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 28/10/05 10:08

Það er semsagt fátt sem mælir gegn því annað en smekkur manna?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 28/10/05 10:19

Það er spurning. Ég er með heldur rýrar heimildir þar sem ég er staddur. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 28/10/05 10:43

Heiðglyrnir mælti:

Stafurinn s hefur sérstöðu í stuðlasetningu. Ef s er stuðull, en næsti stafur er k, l, m, n, p eða t, þá verður einnig svo að vera í hinum stuðlunum. Þetta heita gnýstuðlar:

K T P - L M N

Svona er gott að muna þá " ktp-lmn "

Svo skemmtilega vill til að þetta eru sömu stafir og norðlenski hreimurinn byggir að miklu leyti á.

Þegar L, M og N eru á undan P, T, og K Þá eru þeir báðir raddaðir... eða eitthvað álíka, (man þetta ekki nógu vel)
Gef bara dæmi.
Úlpa
Strumpur
Álka
Lunkinn

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
LOKAÐ
        1, 2, 3
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: