— GESTAPÓ —
Klósett
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 16:26

Hér er smá pæling fyrir ykkur vísindamennina... sem ég varpaði á Ritstjórn fyrir skemmstu og hefur valdið mér hugarangri:

Ef maður gefur sér að gamli Gústafsberg sé samhverfur, þ.e. hægri hlið hans sé eins og sú vinstri og svo tekur maður eftir því að vatnsflöturinn ofan í honum myndar ekki samhverfu, er þá ekki hægt að gefa sér það að klósettið halli? Þarf ég að hafa áhyggjur af því?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 3/5/05 16:56

Þetta bendir til þess að vatnið sé að reyna að skríða upp úr klósettinu.

Í guðanna bænum sturtaðu niður af og til!

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 3/5/05 16:59

Það þarf engar áhyggjur að hafa, hallir þú þér einfaldlega í mótfasa við Gústafshallann. Ef hallinn er líka ekki meiri en svo að ekki sullist útfyrir þegar gengið er örna eða sturtað að örnum loknum þá er óþarfi að hafa miklar áhyggjur. Hafi hallinn ekki heldur teljandi áhrif á Corioliskraft vatnsins þá er allt í lagi.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/5/05 17:48

Þetta gæti bent til að vatnið í klósettinu sje orðið afar þykkt. Um mögulegar ástæður þess viljum vjer helst ekki hugsa.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/5/05 17:49

Það þarf ekki að vera að klósettið halli. Alls ekki. Hins vegar getur verið að húsið halli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/5/05 17:54

Eða þá að Skabbi er skakkur?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/5/05 21:18

Er tré-seta á þessu eintaki ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 21:49

Þetta er virkilega flókið mál... greinilega... ég hef reyndar áhyggjur af því að húsið sé að hrynja, en ef ekki, þá til vara hef ég áhyggjur af því að klósettið muni gefa eftir... eini skakkleikinn í mér er sá er verður af of mikill Ákavítisdrykkju...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/5/05 21:51

Drekktu meira ákavíti... þá hljóta þessar áhyggjur að hverfa...
Skál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 21:58

‹Drekkur ákavíti og starir stíft á klósettið á meðan, áhyggjur hverfa sem dögg fyrir sólu, sem karlmaður í útsölu, sem bjór á bar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 3/5/05 23:54

Einnig gæti verið vert að athuga hvort húsið sé undir óeðlilega mikilli stöðugri hröðun.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/5/05 06:01

Texi Everto mælti:

Einnig gæti verið vert að athuga hvort húsið sé undir óeðlilega mikilli stöðugri hröðun.

Áttu þá jafnvel við að jörðin hafi tekið upp á því að hraða á sér ? Mjög litla hraðaaukningu þyrfti (í hlutfalli við eðlilegan hraða jarðarinnar) til að við séum að tala um að smápollur í salernisskál gæti tekið upp á að halla örlítið.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/5/05 10:35

Við nánari umhugsun sjáum vjer núna að þetta er stórmerkilegt mál.

Ein möguleg skýring er að aðdráttarkrafturinn sje eigi sá sami allsstaðar á vatnsfletinum. Sje það tilfellið eruð þjer hugsanlega í vondum málum því slíkt getur bent til að þjer sjeuð um það bil að sogast ofan í svarthol.

Alþekkt er að hæð vatnsflatarins breytist sem fall af tíma. Sje hæðin eigi allsstaðar sú sama getur það líka bent til mismunandi tíma á mismunandi stöðum á vatnsfletinum. Finnst oss líklegt að þar sje um að ræða áhrif tímavjela ‹Ljómar upp› og leggjum vjer til að þjer setjið tvær nákvæmar, samstilltar klukkur niður að tveimur mismunandi stöðum á vatsnfletinum og hafið þær þar í smá tíma.

Einnig getur verið um að ræða hröðun - hvað hefur þetta verið lengi svona ? Sje tíminn afar langur kann að vera að þjer sjeuð staddir um borð í hátæknigeimfari (nema það sje breytilegt hvar vatnsflöturinn er hæstur/lægstur því það getur bent til að hröðunin sje ýmist jákvæð eða neikvæð).

Svo getur auðvitað verið að húsið hallist einfaldlega örlítið eins og Hakuchi benti á en það er eiginlega of einföld skýring fyrir smekk vorn.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/5/05 11:31

Ég er farinn að hallast mest að tímavélakenningunni... ég á eitt úr og eina vekjaraklukku og ætla að nota snæri og poka til að láta maskínurnar síga ofan í klósettið, svo það nemi við vatnsröndina... nú er bara að vona að enginn annar þurfi á klósettið... hvað tekur þessi rannsókn langan tíma?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/5/05 12:11

Því lengur því betra (höldum vjer) en líklega duga fáeinir klukkutímar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 4/5/05 13:29

‹Sest í sólstól, með sumardrykk í hendinni› Þetta gæti orðið áhugavert sjóv, ég held ég bíði eftir niðurstöðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/5/05 13:57

Nú er ég farinn að hallast að svartholskenningunni, bæði úrið og vekjaraklukkan eru horfin... einstaklega grunsamlegt...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 4/5/05 17:34

Ég týndi eitt sinn úri og farsíma. En það var ekkert svarthol sem gleypti þau. Ég var bara svona fullur.

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: