— GESTAPÓ —
Bensín - sagan endalausa
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 16:21

Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessum svikum olíurisanna þ.e. ólöglegt samráð... en heldur þetta ekki endalaust áfram? Nú finnst mér samráðið fara fram þannig að menn hlusta á fréttir, ef einn hækkar þá hækka hinir, ef einn lækkar þá lækka hinir... það getur ekki verið að hér sé á ferðinni virk samkeppni... stenst ekki...

Hvernig gengur ykkur að sniðganga stóru olíufélögin?

Ég hef reynt mitt besta en einstaka sinnum neyðist ég til að kaupa Bensín frá þessum svikurum... þá kaupi ég eins lítið og ég get, ekkert aukadót, ekkert nammi, þeir skulu sko ekki græða á mér helvískir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/5/05 16:25

Mér hefur tekið ágætlega að sniðganga olíufélögin. Reyndar mjög vel. Fyrir utan einstaka líter hér og þar til að bjarga mér út í Hafnarfjörð til að ná í bensín hjá Atlantsolíu. Nú er Atlantsolía komin til Reykjavíkur þannig að nú fá bensíneinokunarliðarnir ekki dropa af bensínpeningum mínum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/05 17:20

Það hefur gengið svona þokkalega hjá mér. Verst hvað það er erfitt að sjúga bensín af sumum bílum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 3/5/05 17:22

Ég verð að viðurkenna að ég kaupi mér stundum pulsu í kvöldmatinn (því ég vil ekki pylsu) hjá Select, ef ég er að vinna lengi frameftir. Bensín kaupi ég hins vegar helst hjá Atlantsolíu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/5/05 21:23

Ég kíkti í heimsókn til Íslands í nokkra daga í síðustu viku, notaði tækifærið og fékk lánaðan bíl til að geta tekið bensín hjá AtlantsOlíu. Það þótti mér vel við hæfi.

Annars er gaman að segja ykkur frá því að hér í smábænum mínum kostar bensínlíterinn rétt rúmar 9 krónur danskar, sem myndu vera að gera þetta eitthvað í kringum 91 krónu íslenskar (hér á ég við 95 oktana bensín á sjálfsafgreiðslustöð).

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 3/5/05 21:35

Ég reyni að standa mig eins vel og ég mögulega get. Ég kaupi ekki bensín af stóruu félögunum nema ég sjái ekki fram á að ná til næstu Atlantsolíustöðvar. Þá kaupi ég einungis fyrir nokkur hundruð krónur, einmitt til að kaupa AO bensín.

Verr gengur með snarlið, allavega undanfarið því ég sniðgeng 10-11 og aðrar Baugsbúðir líka af kappi. Ég þarf nefnilega mat sem samanstendur ekki af fitugum hamborgara og frönskum. Sé einhversstaðar hægt að fá sæmilega hollan mat, annað en Subway (sem ég kaupi nokkuð oft) mest allan sólarhringinn og á almennilegu verði þá má hrópa upp nafnið til mín.

Ég fer úr Breiðholti í Krónuna Mosfellsbæ til að útvega mér stríðsvarning í Krónunni ef klukkan er orðin of margt.
Ég reyni aðallega að kaupa stríðsvarning úr Nettó, Krónunni og Kaskó. Bónus læt ég vera nema í algerri neyð en allt sem fæst í Bónus fæst í meira og betra úrvali annarsstaðar.

Að lokum við ég vara sérstaklega við varningi frá framleiðanda sem heitir Náttúra og fæst í Baugsbúðunum. Illa niðursoðið og bragðsnautt "grænmeti".

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/5/05 21:46

Ískaffi á Suðurlandsbraut er frábær staður. Ég borða þar stundum og fæ mér þá líka ís. Borða hvergi annarsstaðar ís.

Annars sniðgeng ég ekki olíufélögin ‹skammast sín› og versla jöfnum höndum hjá OB og EGO. Reyni hinsvegar að forðast það að versla meira frá þeim en ég þarf.

Pizzahut er staður sem ég versla ALDREI aftur við og hef ekki borðað hjá þeim í 4 ár, jafnvel þó mér finnist pizzurnar þeirra góðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/5/05 21:59

Hmm.. ég kaupi yfirleitt bensín hjá Orkunni.. er það inn í þessu olíufélagsdæmi?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/5/05 22:00

Tigra mælti:

Hmm.. ég kaupi yfirleitt bensín hjá Orkunni.. er það inn í þessu olíufélagsdæmi?

Vissulega.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 3/5/05 22:14

Ég fékk mér Ego kort og hef notað það tvisvar.
Í fyrra skipið til að nota 5000 kr. ferðaávísun sem fylgdi með.
Í seinna skipið til að fá ódýrara mánaðarkort í líkamsrækt.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 4/5/05 02:16

Það hefur ekki lagast rassgat ástandið síðan upp komst um þessa glæpamenn. Nú eru þeir farnir að stórhækka bensínverðið rétt áður en vísitalan er reiknuð út. Þegar verðið er komið inn í hana þá lækka þeir verðið aftur. Þetta er gert til að fá vísitöluhækkun á útistandandi skuldir viðskiptavinanna. Hækkunin kemur auðvitað á öll verðtryggð lán landsmanna. Það virðist enginn fylgjast með þessum glæpahundum eftir að þeir voru sektaðir. Ég hef þann háttinn á að ég fylli tankinn og ek síðan burt án þess að borga. Það er annað slagið hringt í mig og ég er spurður hvort ég hafi keypt bensín þennan dag og gleymt að borga.
Ég man að sjálfsögðu ekki eftir því enda get ég ekki munað það sem ég hef gleymt. Síðan spyr ég þá hvernig eigi að hafa þetta.
Ætla þeir að draga þetta frá því sem þeir hafa stolið af mér eða...... Lengra verður spjallið yfirleitt ekki og ég hef aldrei borgað krónu af þessu til baka.
Án gamans þá hef ég gert þetta 4-5 sinnum og komist upp með það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kokkurinn 4/5/05 09:14

B. Ewing: Varðandi hollan mat þá vil ég benda á tvo staði. Annar er í Faxafeni og er þræl góður, sanngjarnt verð og vel útilátið af mjög hollum mat. Málið er að ég get aldrei munað hvað hann heitir en hann er með mexikanskan mat, nafnið byrjar á Q og hann er staðsettur ská á móti Dalíu blómabúð.
Hinn er Red Chillí Laugarvegi í gamla útvarpshúsinu. Mjög góður, verðið sanngjarnt en samt staður af því kaliberi að maður hefur ekki tök á að koma þangað mjög oft.
Ef þú býrð í Breiðholtinu þá er styttra að versla í Krónunni í Húsgagnahöllinni en uppí Mosó.
Svo er það þetta með olíufélögin. Mikið lifandis ósköp vona ég að Flugleiðir fari að flytja inn sitt egið bensín í stað þess að kaupa það af Skeljungi fyrir þrjá miljarða á ári.
Annars bíð ég spenntur eftir að Atlandsolía opni í Hreðavatnsskála þá getur maður komist til Akureyrar og til baka án þess að neiðast til að kaupa af einokunarverðsamanburðsrisaglæpaolíufélögunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/5/05 10:50

Tigra mælti:

Hmm.. ég kaupi yfirleitt bensín hjá Orkunni.. er það inn í þessu olíufélagsdæmi?

Allt nema Atlantsolíustöðvar er í eigu hinna illu olíufélaga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/5/05 14:44

‹syngur bílavísur› Ég versla við þá bensínstöð sem hendi er næst. Ég ætlaði alltaf að versla við Atlantsolíu á þeim forsendum að þeir segjast vera alltaf ódýrari en það er bara ekki satt!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 4/5/05 14:46

Orkan er yfirleitt ódýrust.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/5/05 14:49

Það er þó spurning að versla frekar við þau fyrirtæki sem stuðla að lækkuðu vöruverði, þó þau séu ekki alltaf með lægsta verðið... eins og Atlantsolía (sem ég get reyndar allt of sjaldan verslað við sökum staðsetningar)... hef t.d. ekki verslað við Flugleiðir síðan IcelandExpress kom á markaðinn, þó IcelandExpress sé ekki alltaf með ódýrasta flugið...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/5/05 15:14

Atlantsolía er yfirleitt næst-ódýrust á eftir Orkunni og hefur aldrei þóst vera ódýrust.

Þetta er hins vegar rétt hjá Skabba. Ef Atlantsolía væri ekki á markaðnum þá er fjandanum öruggara að ódýrasta verð Orkunnar væri miklu hærra en lægsta verð Atlantsolíu í dag.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/5/05 15:52

Reyndar. En ég er á því að ef Atlantsolía hefði ekki komið á markaðinn þá hefði einhver annar gert það.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: