— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/5/05 15:58

Það er ekki úr vegi að ræða 2. maí aðeins. Nú er fánadagur í Póllandi (Dzień Flagi Rzeczypospolitej Polskiej.)

Skál allir Pólverjar. xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 2/5/05 15:59

2. Maí: uppgjafardagur verkalýðsins, einnig þekktur sem "Nauðbeygðir til vinnu dagurinn"

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/5/05 16:37

Ætti að heita: Baráttudagur kapítalista.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/5/05 17:58

Mér finnst eigi að halda hátíðlegan dag vinnuveitenda, t.d. 1. október. Þá yrði verkalýðurinn að vinna launalaust í heilan dag. Gott mótvægi við 1. maí.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/5/05 17:09

Það hefur þegar verið tekinn upp slíkur dagur í Frakklandi og nefnist hann 2. í hvítasunnu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/05 17:19

Ekki launalaus þó.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/5/05 17:24

Jú, þó ótrúlegt megi virðast skilst oss að svo sje (þó verður að hafa í huga að eigi eru falsmiðlarnir þekktir fyrir góðan frjettaflutning).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/05 17:26

Fínt. Engin ástæða til að borga þessu liði laun.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/5/05 17:30

Jebb. Það eyðir bara öllum peningunum sínum í rauðvín sem það svolgrar í sig öllum stundum.

Mig grunar að mótmælin séu einmitt út af óttanum við að það renni af þeim ef þau fá ekki borgað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/05 17:33

Reyndar hef ég vissa samúð með því sjónarmiði. Work is the curse of the drinking class.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/5/05 17:37

Kjörið tækifæri fyrir þig til að fara í 'samúðarverkfall' á bæjarknæpunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/05 17:40

Geri það, held ég bara. Lifi byltingin! Eða þannig...

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 21:46

Haraldur Austmann mælti:

Reyndar hef ég vissa samúð með því sjónarmiði. Work is the curse of the drinking class.

‹Skrifar þetta niður› Skál...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/5/05 21:49

Skabbi skrumari mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Reyndar hef ég vissa samúð með því sjónarmiði. Work is the curse of the drinking class.

‹Skrifar þetta niður› Skál...

‹Klappar fyrir því að fleiri þekki þetta fagra spakmæli›
Á einmitt nokkrar bjórkrúsir með þessari áletrun... gaman að drekka úr þeim ‹Ljómar upp›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 3/5/05 22:31

Þið virðist gleyma þeirri merku staðreynd að margir eru mjúkir í vinnunni.Alla daga, allan ársins hring ár eftir ár.
Ég vann eitt sinn með slíkum meistara við akstur og oft mjög vandasama brúkun stórvirkra vinnuvéla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 4/5/05 09:05

Dordingull? Þú hér? Hvar hefurðu haldið þig? Skv. bókhaldinu hefurðu ekki látið sjá þig síðan í hitteðfyrra. Segðu okkur nú hvað þú hefur verið að bardúsa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 10/5/05 14:36

Fyrirgefðu að ég skuli ekki hafa svarað þér Júlíus minn,en eins og þú hefur vafalaust tekið eftir hef ég farið um víðan völl síðan ég kom til mannabyggða á ný. Líkt og kýr sem sleppt er að vori hef ég hendst um allar trissur og skvett upp rassi víða.
Af einhverjum örsökum hef ég þó ekki litið inn á þennan þráð síðan þarna fyrst, og því ekki séð að þú varst að spyrja.
Hvað á daga mína hefur drifið þann tíma sem ég hef verið fjarverandi er svo margt að það kemst ekki fyrir hér.
En ég er allavega feginn að vera kominn heim.

LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: