— GESTAPÓ —
Köngulær í hári
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/9/03 16:54

Ég varð fyrir þeirri furðulegu lífsreynslu að könguló seig niður úr hári mínu um hádegisbilið í gær. Þetta var lítið kvikindi, hangandi á ósýnilegum þráð fyrir framan augun á mér. Ég drap hana. Síðar um kvöldið á veitingastaðnum Djúpsteiktur Kjúklingur frá Kentucky seig önnur könguló niður fyrir augu mín. Nú tek ég fram að ég bý ekki í fjósi og hef lítið samband haft við móður náttúru svo mánuðum skiptir.

Hvað er á seyði? Er ég að verða að einhvers konar kjörshíbýlavæði fyrir köngulær? Og þá af hverju?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Myglar 25/9/03 18:12

Þetta hafa verið dordinglar.

Annað nafn á dordinglum er einmitt baggalútar, svo þetta hefur augljóslega verið fyrirboði um fæðingu erfingja Baggalútssamsteypunnar.

Í ljósi þess að dordinglarnir voru tveir, ætli geti verið að annar erfingi sé á leiðinni?

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: