— GESTAPÓ —
Halló...
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 29/4/05 02:06

Ég á afmæli í dag(föstudaginn 29. apríl). Í gær(fimmtudaginn 28. apríl) átti Tjernóbyl-slysið afmæli. Við áttum okkur bæði stað sama ár.

Ég held upp á það á laugardaginn. Fylleríið skal endurspegla bæði hörmung og kærleik, líf og dauða.

Ef það er ekki ofarlega á baugi, þá veit ég ekki hvað.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 29/4/05 06:27

Til hamingju með daginn.

Júlíus prófeti • Félagsmálaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 29/4/05 08:34

Skál! xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/05 09:39

Til hamingju með daginn.

Þú setur að sjálfsögðu Geislavirkir með Utangarðsmönnum á fóninn í tilefni dagsins.

Nei, þetta var grimmdarlegur fimmaur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 29/4/05 11:10

Geislavirkir var á sínum tíma eins og talað til þeirrar kynslóðar sem´þá voru unglingar. Manni fannst kjarnorkuógnunin svo raunverulega að mann langaði mest til að skríða undur sæng og bíða þess að sprengjurnar féllu. Nú hins vegar hefur enginn áhyggjur af kjarnorkuvopnum þótt full ástæða sér til. Rússar og Hvítrússar hafa beðið umheiminn um aðstoð við að taka kjarnahleðslur úr eldflaugum og sprengjum, eitthvað hefur verið gert, en meira þarf ef duga skal. Það voru síðasta haust fréttir af kafbátum sem væru í flotastöðvum rússa sem væru það geislavirkir að menn þyrftiu að fara í geislavarnarbúningum ofan í þá til að hreinsa upp og taka úr þeim geislavirk efni. Þegar svo við bætist að kjarnorkuver rússa eru úrelt, vægt til orða tekið, en samt enn í fullri notkun, þá er full ástæða fyrir okkur, jafnvel þótt við séum ekki alveg upp við hliðina á Rússlandi að taka undir með Bubbanum og kyrja: "Þið munuð öll, þið munuð öll, þið munuð öll DEYJA!".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/05 11:28

Já, ég var líka alinn upp við kjarnorkuhræðsluna... ég er enn hræddur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 29/4/05 11:30

Það er líka full ástæða til. Þá var þó einhver að hugsa um viðhald á þessu drasli, nú bara grotnar það niður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/05 11:39

...að ógleymdum þeim fjölmörgu samtökum sem líta á kjarnorkuvopn sem leið til að koma skilaboðum sínum á framfæri... upplagt að notfæra sér upplausn fyrrum Sovétríkjanna til að ná sér í græju til að eyða slatta af lífi...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 29/4/05 11:42

Börnum í Bandaríkjunum er enn kennt að skríða undir borð og halda um hausinn ef ske kynni að það yrði gerð kjarnorkuárás.

Remember kids, duck and cover!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/4/05 11:43

Hefurðu sannanir fyrir því?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/4/05 12:11

Til hamingju með afmælið Rauðbjörn.
Megir þú áfram vera meira hamingjuefni en Tjernobyl.
Rafræn rós handa þér líka... er í rósa góðu skapi í dag ‹flissar að bjánabrandaranum›
---«---@

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 29/4/05 12:51

Isak Dinesen mælti:

Hefurðu sannanir fyrir því?

Tvær frænkur mínar eru í skóla þar úti á mismundandi skólastigum, og þær hafa báðar hlotið fræðslu um viðbrögð við sprengju, eiturgas og kjarnorkuársum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 29/4/05 13:34

Nornin mælti:

Til hamingju með afmælið Rauðbjörn.
Megir þú áfram vera meira hamingjuefni en Tjernobyl.
Rafræn rós handa þér líka... er í rósa góðu skapi í dag ‹flissar að bjánabrandaranum›
---«---@

Æj, takk. ‹Brosir blíðlega›

Ég gleymdi víst að minnast á það á morgun verða 60 ár liðin frá sjálfsmorði Adolfs Hitlers, þ.e.a.s. ef að mér skjátlast ekki illilega þannig að það verður nóg að halda upp á. ‹Glottir af eigin spaugsemi›

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/05 14:10

Það voru of góð örlög fyrir þann vonda mann...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/4/05 14:13

Berserkur mælti:

Isak Dinesen mælti:

Hefurðu sannanir fyrir því?

Tvær frænkur mínar eru í skóla þar úti á mismundandi skólastigum, og þær hafa báðar hlotið fræðslu um viðbrögð við sprengju, eiturgas og kjarnorkuársum.

Athyglisvert. Takk fyrir þetta minn kæri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 29/4/05 14:25

Til hamingju með daginn Rauðbjörn.
Ég sendi kassa af bruggi á Blútinn í tilefni dagsins.

Sauða-Mangi • Húsvörður Baggalúts (bruggar í kjallaranum)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/05 14:27

Já, til hamingju, maður gleymdi sér þarna aðeins í heimsendapælingum... Skál xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 29/4/05 17:12

Nálægt Chernobyl er yfirgefin borg, algjör draugaborg.
Hérna má sjá myndaseríu þaðan (yfir 20 síður):
http://www.kiddofspeed.com/chapter2.html

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: