— GESTAPÓ —
Prófarkalestur
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 11:15

Nú er ég að skrifa á þráð er það ekki?
Hvernig beygist þráður?

þráður
þráð
þráði/þræði
þráðs/þráðar

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 11:23

Skv. mínum upplýsingum er eignarfallið þráðar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/5/05 11:24

Skabbi skrumari mælti:

Hér á Gestapó, nota ég stóra stafi yfir ýmislegt... Kóbalt, Ákavíti, Skál (oftast), Ritstjórn, Gestapó, Baggalút, Efst á baugi, Kveðist á, Almennt spjall (og svo framvegis)... meira að segja Bauv reyni ég oftast að skrifa sem Bauv en ekki bauv... líklega er ég sér á báti hvað þetta allt varðar... þarna var ég að leggja áherslu á Einkaskilaboð en ég nota það sjaldnast held ég með stórum staf... þetta var semsagt viljandi villa...

Ég skrifa nöfn gestapóa ávalt eins og viðkomandi skrifar það sjálfur, t.d. hundinginn en ekki Hundinginn.
Svo vil ég nota tækifærið til að benda á það enn og aftur að nafnið mitt fallbeygist svona:
Ég sjálfur
Ég sjálfur
Ég sjálfur
Ég sjálfur

Þetta er bæði vegna þess að eðli nafnsins er svona og fallbeyist ekki öðruvísi og merkingarlega passar það einungis svona.

Það er svolítið stressvaldandi að skrifa á þennan þráð, ekki vill maður nú skrifa vitlaust á málvöndunarþráð.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 18/5/05 11:26

Mínar upplýsingar eru í samræmi við þínar, Karen Bl... ég meina Isak Dinesen. ‹Laumast út›
Satt er það Ég Sjálfur, stessið er nánast yfirþyrmandi...

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 11:28

En nú hef ég séð tvisvar (bara í dag) orðið leyti skrifað vitlaust og það af mætum mönnum. Leyti þýðir hluti eða tími (að mestu leyti og um hvaða leyti kemur þú?). Leiti merkir hins vegar hæð. Því er rangt að skrifa að mestu/einhverju leiti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 11:36

Goggurinn mælti:

Mínar upplýsingar eru í samræmi við þínar, Karen Bl... ég meina Isak Dinesen.

Eðlilegt óhapp Goggur. Mér finnst þó heldur ókarlmannlegt að vera kallaður Karen. Vona að það komist ekki í tísku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/5/05 13:07

Ætlar enginn að fara að setja út á mín skrif. Nú er ég svo gegnsýrður af dönskum áhrifum að þið hljótið að vera komin með heljarinn lista af atriðum sem þið viljið að ég bæti hjá mér.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/5/05 13:21

Þú ert fullkominn eins og þú ert Limbri minn.

Mótstaða þín gegn dönskum niðurrifsáhrifum á málfar þitt er aðdáunarverð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/5/05 13:25

Hakuchi mælti:

Þú ert fullkominn eins og þú ert Limbri minn.

Mótstaða þín gegn dönskum niðurrifsáhrifum á málfar þitt er aðdáunarverð.

‹Fer hjá sér›

Hvaða hvaða... eintómar mæringar og skjall. Jæja, ég slæ sko ekki hendinni á móti slíkum gimsteinum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 13:40

Orðaröð sú er dönsk teljast skal hjá þér taugarnar á mér í fer, Limbri ‹Glottir›

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/5/05 13:41

Dæmi skyldir þú nefna, væri ætlunin sú að umhugsun vekja mér hjá.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 13:47

Það ljótt var grín sem fleygt að ofan var hér mér hjá.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/5/05 17:19

Limbri mælti:

Ætlar enginn að fara að setja út á mín skrif. Nú er ég svo gegnsýrður af dönskum áhrifum að þið hljótið að vera komin með heljarinn lista af atriðum sem þið viljið að ég bæti hjá mér.

-

Málfar yðar er betra en hjá flestum hjer og fögnum vjer því mjög að þjer sjeuð eigi farnir að rita á dönsku hjer á Gestapó. Enda tilheyrir Gammeldansk (áður Danmörk) Baggalútíu eftir leynilega sendiför Júlíu þangað fyrir um ári. Er því eðlilegt að nota eingöngu mál hernámsaðilanna (Baggalútíu) í ræðu og riti, jafnt í Gammeldansk sem og hjer ‹Veltir fyrir sjer hvort ástæða væri til að skipa landstjóra í Gammeldansk›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 17:21

Vladimir Fuckov mælti:

‹Veltir fyrir sjer hvort ástæða væri til að skipa landstjóra í Gammeldansk›.

Endilega. Má ég vera landstjóri?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 17:22

Ef ekki, þá mæli ég með Limbra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/5/05 21:06

Isak Dinesen mælti:

Ef ekki, þá mæli ég með Limbra.

Það væri hundsbit í perlukjaftafesti.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ja sko, þetta er þá aldeilis merkisþráður. Hér mun ég verða tíður gestur, hins vegar verð ég að segja að maður sá einn er félagsrit hefur ritað hér hinn átjánda þessa mánaðar er augum mínum alveg óskiljanlegur, sökum tíðra málfarsgloppna og villa, er ekki hægt að gera slíka aðila brottræka? Hver mundu vera viðurlög við slíkum framgangi ella?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 19/5/05 09:26

Jón Helgi Sölmundarson mælti:

Ja sko, þetta er þá aldeilis merkisþráður. Hér mun ég verða tíður gestur, hins vegar verð ég að segja að maður sá einn er félagsrit hefur ritað hér hinn átjánda þessa mánaðar er augum mínum alveg óskiljanlegur, sökum tíðra málfarsgloppna og villa, er ekki hægt að gera slíka aðila brottræka? Hver mundu vera viðurlög við slíkum framgangi ella?

Ertu að tala um mitt félagsrit Jón?

Skall þar hurð nærri hælum
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: