— GESTAPÓ —
Prófarkalestur
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/4/05 14:10

Hér geta málverndarsinnar og aðrir rætt málfræði- eða stafsetningarvillur þær sem þeir finna. Hafa skal eftirfarandi í huga hér:

1) Ræða skal af hverju viðkomandi atriði er rangt eða vafasamt.
2) Vísa í viðkomandi innlegg eða félagsrit með hlekk.

Tilurð þráðarins má rekja til þessarar umræðu: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5325&postdays=0&postorder=asc&start=0

Hugmyndin er síðan að menn fylgist almennt með umræðunni hér og reyni að bæta sig í skrifum sínum ef vilji er fyrir hendi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 27/4/05 14:30

Spyr ég þá eins og hálfviti varðandi:
http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5325&postdays=0&postorder=asc&start=0

Skabbi skrumari mælti:

Þó að sjálfssögðu sé gott að vanda mál sitt hérna, þá er ég sammála manneskju sem sendi mér Einkaskilaboð fyrr í kvöld, um það að óþarfi sé að leiðrétta allt sem vitlaust þykir... mæli ég með því að fólk noti Einkaskilaboð meira í að benda hvoru öðru á það sem miður fer í stafsetningu og málfari... þetta er ekki hnýtingur í þá sem hafa verið að leiðrétta aðra, en það er vissulega leiðigjarnt þegar annað hvert innlegg á þráðunum hér, eru athugasemdir um málfar og stafsetningu... Skál... Skabbi

Er einkaskilaboð ekki ritað með litlum staf? Eða gilda aðrar reglur þegar verið er að leggja áherslu á orð eða hluti?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 27/4/05 14:32

Tuh.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/4/05 14:38

Hér tel ég um deilumál að ræða því að Skabbi er augljóslega að vísa til nafns á ákveðnu tæki hér á Gestapó. Það svipar til þess ef ég væri að ræða Lesbók Morgunblaðsins þá nota ég stóran staf til að sýna að ég er að vísa til ákveðins kálfs í Morgunblaðinu. Er það jafn rétt og að skrifa Morgunblaðið með stórum staf. Hins vegar ef ég tala um þær lesbækur sem kenndar verða á næstu önn í 4ja bekk, skal það vera með litlum staf. Að mínu mati er hvort tveggja rétt, einkaskilaboð og Einkaskilaboð.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 27/4/05 14:41

Að mínu mati (sem er langoftast sannleikurinn) er rangt, a.m.k. vafasamt, að skrifa þetta með stórum staf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/4/05 14:43

Ég hefði kannski ekki gert það, en ég tel það ekki rangt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/4/05 14:51

Hér á Gestapó, nota ég stóra stafi yfir ýmislegt... Kóbalt, Ákavíti, Skál (oftast), Ritstjórn, Gestapó, Baggalút, Efst á baugi, Kveðist á, Almennt spjall (og svo framvegis)... meira að segja Bauv reyni ég oftast að skrifa sem Bauv en ekki bauv... líklega er ég sér á báti hvað þetta allt varðar... þarna var ég að leggja áherslu á Einkaskilaboð en ég nota það sjaldnast held ég með stórum staf... þetta var semsagt viljandi villa...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 30/4/05 20:03

Ég vil nota tækifærið til að benda Smábagga og öðrum gestum á að orðið áreiðanlega er alls ekki skrifað með æ-i:

Smábaggi mælti:

Það væri áræðanlega mjög gaman fyrir villuóða gesti að skrá sig á Baggalút og.. nei sko, fimmtán poppöpp gluggar!

Ofangreint mátti sjá á þessum þræði.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/4/05 22:38

Nema menn séu virkilega áræðilegir... þ.e. sýna mikið áræði... ‹laumast út aftur›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 1/5/05 03:56

Skabbi skrumari mælti:

Nema menn séu virkilega áræðilegir... þ.e. sýna mikið áræði... ‹laumast út aftur›

Áræðnir?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 1/5/05 04:12

Tigra mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Nema menn séu virkilega áræðilegir... þ.e. sýna mikið áræði... ‹laumast út aftur›

Áræðnir?

Hvort tveggja er til, áræðilegur og áræðinn (skv. minni orðabók.)

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 1/5/05 12:49

Hexia de Trix mælti:

Ég vil nota tækifærið til að benda Smábagga og öðrum gestum á að orðið áreiðanlega er alls ekki skrifað með æ-i:

Smábaggi mælti:

Það væri áræðanlega mjög gaman fyrir villuóða gesti að skrá sig á Baggalút og.. nei sko, fimmtán poppöpp gluggar!

Ofangreint mátti sjá á þessum þræði.

Æi, haltu hofti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 2/5/05 10:23

Tilvitnun:

Tilvitnun:

Tilvitnunin er frá Baggalútíu, Skemmtistaðnum nærbuxur http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2742&postdays=08postorder=asc&start=2800


Hóras 02/05/05 - 0:37
‹Arkar inn með poka Jólasveinsins í eftirdragi›

Jeminn...ég er ákaflega þreyttur, hverjum hefði grunað að Sveinki væri með sjálfvirkan öryggisbúnað sem brýtur gegn öllum reglugerðum...

‹Finnur sér borð og lognast út af›

Rétt væri hvern hefði grunað

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 12/5/05 03:38

Hin margumrædda sé veiki hefur látið á sér kræla á spjallþræðinum http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?p=281161#281161

Sé veikin er ansi hvimleiður kvilli og ef einhver hefur áhuga á að karpa um veikina og tilvist hennar tel ég réttast að það fari fram hér eða á þessum http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=5325 spjallþræði um málfræði og réttritun.

Ég hefi nú þegar lagt töluvert til málanna um þessi mál og vísa til þeirra í eldri ritum og þráðum fyrir þá sem það vilja kynna sér.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 12/5/05 03:59

Hef ekki kynnt mér málið, en eins og ég sagði virkar er réttar á mína máltilfinningu þó finnst mér hitt líka í lagi, en hugsanlega er það vegna þess að svo margir tala svona og skrifa að ég er orðin vanur því.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 12/5/05 04:07

Einhvern fræðinginn heyrði ég þó segja að "rétt" væri það sem mest væri notað og það væri eðlileg málþróun, en þegar tvem verður rétt íslenskt mál flyt ég til ömmu Vladimirs í Síberíu og læri útrútínsku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/5/05 16:28

dordingull mælti:

Einhvern fræðinginn heyrði ég þó segja að "rétt" væri það sem mest væri notað

Þá þurfum vjer bara að fá meirihluta Bagglýtinga til að hætta að nota bókstaf hins illa og þar með er það orðið rjett mál skv. þessu ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 10:45

Ekki skal rugla orðunum vetfangur og vettvangur. Vetfangur þýðir andartak (hann gerði það í einu vetfangi, þ.e. hann gerði það umsvifalaust.) Vettvangur er hins vegar staður þar sem eitthvað gerðist.

Þetta sást nýlega í félagsriti (www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=1189&n=2721), en örugglega fyrir mistök.

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: