— GESTAPÓ —
Er Guð til?
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 18:42

Á laugardegi er dómur kveðinn upp í máli Bárðs. Bárður hafði nokkrum mánuðum áður drepið mann. Dómarinn er kaldlyndur fjandi og dæmir Bárð til dauða. Bárður skal hengdur. Dómarinn segir: "Þú verður hengdur í næstu viku (sem hefst á sunnudegi) en þú munt ekki vita hvaða dagur það verður fyrr en morgun þess dags; þegar Snjólfur böðull kemur og sækir þig. Þú verður hengdur á hádegi".
Eftir uppkvaðninguna situr lögfræðingur Bárðs með honum í klefa hans. Bárður er miður sín en lögfræðingur hans er ekki eins
ahyggjufullur og er það ekki bara vegna þess að enginn ætlar að hengja hann heldur líka vegna þess að hann heldur því fram að dómarinn geti ekki mögulega staðið við orð sín.
Bárður skilur ekki.
Lögfræingurinn segir: "Sjáðu til, hann sagði að þú mundir ekki vita hvaða dag þeir ætluðu að hengja þig. Nú, ef það ætti að hengja þig á laugardeginum þá mundir þú vita á föstudagskvöldið að það yrði á hádegi morguninn eftir. Við getum því útilokað að þú verðir hengdur á laugardeginum. Ef þeir ætluðu að hengja þig á föstudegi þá mundiru vita á fimmtudagskvöldið að þú yrðir annaðhvort hengdur á laugardegi eða föstudegi, þar sem við erum búnir að útiloka laugardaginn þá hljóta þeir að ætla að hengja þig á föstudeginum. Það geta þeir því ekki því þú veist af því. Svona getum við útilokað alla daga vikunnar. Þú verður því ekki hengdur!".
Bárður skilur hvað júðaskrattinn er að fara og róast allur niður þess fullviss að hann verði ekki hengdur.
Á miðvikudagsmorguninn situr Bárður í klefa sínum og er að fara í gegnum morgunleikfimina þegar Snjólfur opnar klefann, tekur Bárð hálstaki, dregur hann út úr klefanum og hengir hann í fangelsisgarðinum.
Nú er hér komin fram sterk og undarleg mótsögn; það kom Bárði algerlega á óvart þegar hann var hengdur, það er hann vissi ekki um daginn fyrir fram. Það sem dómarinn sagði stóðst því. Aftur á móti var lögfræðingurinn, með sinni járnlógík, búinn að útiloka að dómarinngæti staðið við orð sín.

Þetta er sérdeilis merkileg mótsögn, félagar.

‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 22/4/05 18:59

Ég tek eftir því að í rökum lögfræðingsins er hvergi tekið fram sérstaklega að miðvikudagur sé ótækur hengingardagur, aðeins gefur hann sér einhverjar forsendur sem hann segir úr járni. Hér sjáum við að eigi skyldi nokkur halda einhverju fram fyrr en fullprófað er.
Annars er líka mögulegt að lögfræðingurinn vinur okkar hafi aðeins sannað það að rökfræði er byggð á ótraustum grunni og ætti enginn að treysta henni. Ég mæli með kynfræði eða sagnfræði sem betri grunni.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 19:07

Hann útilokar mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag alveg eins og hann útilokaði föstudag og laugardag. Ég nennti bara ekki að skrifa allar útilokanirnar upp þar sem þær eru eins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 19:07

Og að sjálfsögðu sunnudag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 22/4/05 19:19

Þrepun er leiðinleg

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 22/4/05 19:38

Hann getur ekki útilokað að hann verði hengdur á laugardaginn fyrr en á föstudagskvöldið.

Öll röksemdafærsla sem leiðir af því er því dauð og ómerkog hundleiðinleg eins og Hóras bendir réttilega á.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 22/4/05 19:39

Ég er sammála Steinríki.. mér finnst þessi röksemdarfærsla út í hött.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 19:48

Hann útilokar laugardaginn. Það má ekki hengja hann á laugardaginn því þá mun það ekki koma honum á óvart þegar það gerist. Ég endurtek: Ef dómarinn ákveður að hengja hann á laugardaginn þá mun það ekki koma Bárði á óvart þegar Snjólfur mætir á svæðið. Dómarinn getur því ekki hengt hann á laugardaginn.

Þetta er nákvæmlega það sama og stærðfræðileg þrepun, varla er hún ómerk röksemdarfærsla?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 22/4/05 19:50

Já ég skil þetta núna.
Náði því ekki með að þetta yrði að koma honum á óvart.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 19:59

Það er hins vegar merkilegt að þegar Snjólfur mætir þá kemur það Bárði mjög á óvart. Svo það er eitthvað að.

Ég er ekki alveg að kaupa það sem Steinríkur er að segja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/4/05 20:03

Á miðvikudagsmorgni getur Bárður ekki vitað hvort hann verður hengdur á miðvikudegi eða fimmtudegi. Hvaða forsendur hefur hann fyrir því að velja annan dag umfram hinn?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 22/4/05 20:09

Afhverju skutu þeir hann ekki bara á staðnum?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 22/4/05 20:17

Dómarinn segir: "Þú verður hengdur í næstu viku (sem hefst á sunnudegi) en þú munt ekki vita hvaða dagur það verður fyrr en morgun þess dags; þegar Snjólfur böðull kemur og sækir þig. Þú verður hengdur á hádegi".
Og hvað? Samkvæmt þessu hefði það ekki átt að koma þeim dæmda á óvart að vera sóttur að morgni og hengdur á hádegi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 21:47

Ég skal bara láta ykkur vita það að það er engin rökvilla í þessu. Vandinn liggur í öðru.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 22/4/05 21:53

Magnús: Viltu ekki bara fara í rússneska rúllettu við sjálfan þig?

Með þinni röksemdafærslu er engin kúla í byssunni og því óhætt að hleypa af - Eða hvað?

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 21:54

Nánast. Ef þú réttir mér byssuna sem nota skal í rúllettunni og segir: Hérna, það er eitt skot í byssunni og þú getur ekki vitað númer hvað það er!

Þá get ég, með sömu aðferð og að ofan er lýst, sannfært sjálfan mig um að það sé engin kúla í byssunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 22/4/05 21:58

Þá þarftu bara að sannfæra byssuna um það sama og þú ert í góðum málum!

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 22/4/05 22:02

Mikið var þetta dónalegt innlegg hjá Magnúsi sem hann eyddi rétt áðan. Ég gæti hafa skrifað svona..

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: