— GESTAPÓ —
Er Guð til?
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 22:02

Ég ætla að prófa þetta. Á einhver sexhleypu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 22/4/05 22:04

Smábaggi mælti:

Mikið var þetta dónalegt innlegg hjá Magnúsi sem hann eyddi rétt áðan. Ég gæti hafa skrifað svona..

Stundum gleymir maður sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 22/4/05 22:20

Ég gleymdi mér einu sinni niðri í bæ.
Ég þurfti að sækja mig í tapað-fundið daginn eftir.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 23/4/05 09:47

Magnús mælti:

Ég skal bara láta ykkur vita það að það er engin rökvilla í þessu. Vandinn liggur í öðru.

Viltu nú ekki bara vera vænn að segja okkur hver vandinn er? Ég er orðin forvitin og hef ekki þolinmæði í þetta...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 23/4/05 13:15

Guð er ekki til!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 23/4/05 21:59

Ívar Sívertsen mælti:

Guð er ekki til!

Jú víst!
það held ég allavega......

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 23/4/05 22:11

Ívar Sívertsen mælti:

Guð er ekki til!

Segðu þeim það Ívar!
‹Dansar›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/4/05 05:05

Magnús mælti:

Á laugardegi er dómur kveðinn upp í máli Bárðs. Bárður hafði nokkrum mánuðum áður drepið mann. Dómarinn er kaldlyndur fjandi og dæmir Bárð til dauða. Bárður skal hengdur. Dómarinn segir: "Þú verður hengdur í næstu viku (sem hefst á sunnudegi) en þú munt ekki vita hvaða dagur það verður fyrr en morgun þess dags; þegar Snjólfur böðull kemur og sækir þig. Þú verður hengdur á hádegi".
Eftir uppkvaðninguna situr lögfræðingur Bárðs með honum í klefa hans. Bárður er miður sín en lögfræðingur hans er ekki eins
ahyggjufullur og er það ekki bara vegna þess að enginn ætlar að hengja hann heldur líka vegna þess að hann heldur því fram að dómarinn geti ekki mögulega staðið við orð sín.
Bárður skilur ekki.
Lögfræingurinn segir: "Sjáðu til, hann sagði ...

‹Starir þegjandi út í loftið›

Það er alveg augljóst að lögfræðingur Bárðar hefur verið búinn að fá borgað ...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/4/05 14:49

Þetta er allt saman undarlegt.

Skiptir það virkilega einhverju máli hvort maðurinn yrði undrandi eður ei? Það var búið að dæma hann fyrir dauða þrátt fyrir það.

Ef lögfræðingurinn sér fram á að skjólstæðingur hans verði í raunveruleikanum óhultur miðað við járnlógík hans, þá er það ekki hún sem er að klikka. Járnlógíkin virðist ganga upp. Lógískt séð. Það sem klikkar hins vegar er trú fangans. Hann trúir lógíkinni (sem er jú lógísk) en gallinn er að með þessari trú hans, þá verður hann kærulaus, fullviss í sinni trú um að hann verði ekki hengdur. Þar með skapast svigrúm til þess að hengja hann (ef á annað borð þetta svigrúm sé það sem dómarinn þarf til að fullnægja dómnum, en það er ekki alveg ljóst af sögunni).

Fanginn er því miður dauðadæmdur með eða án rökfærslu lögfræðingsins.

Trú fangans hefur því veitt honum falska öryggiskennd í nokkra daga áður en hann var aflífaður. Spurning hvort þessi falska öryggiskennd sem gæti tryggt nokkra daga hamingju í stað nokkurra daga óvissueymd sé þess virði eður ei.

Komdu nú með almennilega skýringu á þessu Magnús. Hættu þessu hangsi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 24/4/05 18:52

Jæja, jæja, eruði til? Ég hef dregið að svara ykkur núna í nokkra daga því ég var (og er enn í rauninni) alls ekki viss um svarið sjálfur, þessi mótsagnakennda frásögn varð á vegi mínum á bókasafni hér í bæ en útskýringu á henni var ekki að finna í sama texta.
Nú áðan fann ég útskýringu á vandanum sem skozki stærðfræingurinn Thomas H. O´Bernie opinberaði árið 1961 í grein í tímaritinu The New Scientist:
Thomas þessi gerir grein fyrir að einn tiltekinn maður getur vitað að fullyrðing um ókominn atburð sé sönn á meðan annar getur ekki vitað það fyrr en eftir að atburðurinn hefur gerst/orðið. Tökum dæmi:
Maður segir við konuna sína: "Jæja elskan, ég ætla að gefa þér gjöf sem mun koma þér fullkomlega á óvart. Ég ætla að gefa þér Kitchen Aid hrærivél!". Hvað á konan eiginlega að halda ef hún veit að maðurinn hennar segir aldrei ósatt?
Ef hann mundi gefa henni hrærivélina þá mundi hann ganga á bak orða sinna því sú gjöf kæmi ekki á óvart. Ef hann mundi gefa henni eitthvað annað en hrærivélina þá kæmi sú gjöf á óvart en hann mundi samt ganga á bak orða sinna þar sem sú gjöf, würth steypusög eða eitthvað, væri ekki hrærivél. Konan getur því verið fullviss um að maðurinn geti ekki gefið sér neitt á þess að svíkja það sem hann sagði.
Það kemur okkur ekki á óvart að þegar konan reif upp pakkann frá eiginmanni sínum þá blasti við henni gullfalleg, skjannahvít hrærivél. Fullkomlega rökfræðilega óvænt hrærivél.
Það sem er "að" og það er ekki auðvelt að átta sig á því eða skilja (heimsins bestu stærðfræðingar rífast enn um svona mótsagnir) er að það sem maðurinn (og dómarinn) segja er í raun mótsagnakennt og því getur sá sem hlýðir á þá ekki notað það sem þeir segja til að draga eina eða neina ályktun af því.

Góðar stundir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 24/4/05 21:48

Svakalega fengi maðurinn minn að sjá eftir því að gefa mér hrærivél að gjöf......

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 24/4/05 22:43

Ugla mælti:

Svakalega fengi maðurinn minn að sjá eftir því að gefa mér hrærivél að gjöf......

Yrði hann þá að lána þér hana?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 25/4/05 08:39

Ugla mælti:

Svakalega fengi maðurinn minn að sjá eftir því að gefa mér hrærivél að gjöf......

hmmm besta gjöf sem ég hef fengið frá karlmanni (sko innpökkuð formleg gjöf! ) var sög. En hrærivél er til heimilisins, ekki til konunnar svo.............

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/4/05 12:16

Ísdrottningin mælti:

Ugla mælti:

Svakalega fengi maðurinn minn að sjá eftir því að gefa mér hrærivél að gjöf......

hmmm besta gjöf sem ég hef fengið frá karlmanni (sko innpökkuð formleg gjöf! ) var sög. En hrærivél er til heimilisins, ekki til konunnar svo.............

Þetta er náttúrulega ófyrirgefanlegt. Að sleppa stórum staf? Skammastu þín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 25/4/05 14:02

Stórum staf já?
Kóngurinn er ekki í neinum fötum!

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/4/05 17:09

Í þá daga var ég ungur og óreyndur. Djöfull hlýtur þú að hafa mikinn tíma ef þér tekst að grafa þetta upp. ‹Skýtur úr hörðustu átt.›

Ég var hins vegar bara að veita Ísdrottningu aðhald, þar sem hún veitti mér aðhald annars staðar á vefnum hvað þetta varðar.

Víst er ég í fötum. Armani.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 25/4/05 20:30

‹Bendir á spennitreyju sína›

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 25/4/05 20:52

Mér þykir það nú nokkuð gott hjá konungi vorum ef það þarf að fara u.þ.b. 10000 innlegg aftur í tímann til að finna villu.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: