— GESTAPÓ —
NÝR PÁFI!
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
GESTUR
 • LOKAР• 
Þorvaldur S. 20/4/05 08:51

Hvernig líst ykkur svo á þennan Benedictum XVI ?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 20/4/05 09:41

Persómulega hafði ég aldrei heyrt hann nefndan fyrr en eftir kosninguna og hef þar af leiðandi ekki haft tækifæri til að móta mér skoðun.
Aftur á móti er ég afar ósáttur við nafn þessa þráðs.
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/4/05 09:49

Ég ætla að taka mér það Bessaleyfi (takk Bessi minn) að breyta nafninu á þessum þráð, síðan geta viturlegar umræður um þennan nýja páfa byrjað... skál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 11:36

Mér líst illa á þennan páfa. Hafði lesið mér lítillega til um hann fyrir páfakjör þar sem hann þótti líklegur. Þetta virðist vera miðaldaeriíhaldsskarfur með persónuþokka á við hýenu. Hann er sagður hafa svipaðar, ef ekki strangari, skoðanir en J.P.2 en sá gamli hafði þó augljóslega hlýrra yfirbragð (þegar hann var tiltölulega heill heilsu) og vildi greinilega vel. Þessi virðist vera af stranga kaþólska sadista hýðingarskólanum.

Maðurinn er líka eldgamall. Það vekur von. Það þýðir að þessi páfi er málamiðlun og mun einungis ríkja í nokkur ár. Mig grunar að þessi erkiíhaldsdurtur hafi verið valinn í skiptum fyrir það að mildari líberal öfl fái að velja næsta páfa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 20/4/05 11:45

Alltaf eru merkilegar blessaðar heillaóskirnar sem nýslegnum valdamönnum berast. Bússi alltaf með jafn vitræn komment, Kínverjar koma með afar, tvíræða og mótsagnakenda yfirlýsingu og hver veit nema Óli okkar kissi ekki hann Benna, til hamingju. Merkilegt hvað allir samgleðjast blessuðum (í orðsinns merkingu) kaþólunum, sama hverrar trúar þeir eru. Ég sé t.d. engann veginn hverju Kínverjarnir eru að fagna.
En, þeir um það

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 11:48

Það er líklega af því Kaþóli númer eitt er líka landshöfðingi yfir vatíkaninu. Hefð er að lönd sem eru í stjórnmálasambandi við önnur lönd sendi heillaóskir á sérstökum dögum, eins og þegar nýr leiðtogi kemst til valda.

Svo sakar ekki að sleikja upp höfuðkaþóla yfir 1 milljarði manna.

GESTUR
 • LOKAР• 
Þorvaldur S. 20/4/05 11:51

Núna er ég virkilega hissa. Af hverju var "OMGWTFBBQROFLMAO" partinum af titli þessarar umræðu eytt? Þykist fólk hér vera eitthvað yfir skammstafanir hafið? Má maður ekki færa undrun sína, reiði, hlátur og Bar-B-Que tilfinningar fram í eins hnitmiðuðu formi og latneska stafrófið býður manni uppá án þess að vera Censoraður?!?‹Klórar sér í höfðinu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 20/4/05 11:53

Í fyrsta lagi eru þetta enskar skammstafanir, og í öðrulagi eru þær óskaplega h***.is legar

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 12:32

Eftir því sem ég les meira um þennan páfa því óhugnanlegri og óviðkunnanlegri verður hann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 20/4/05 12:33

Þó ég sé nú ekkert kaþólsk eða neitt, finnst mér Rottweiler hundur guðs ekki hljóma vel.

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 20/4/05 12:44

Hakuchi mælti:

Það er líklega af því Kaþóli númer eitt er líka landshöfðingi yfir vatíkaninu. Hefð er að lönd sem eru í stjórnmálasambandi við önnur lönd sendi heillaóskir á sérstökum dögum, eins og þegar nýr leiðtogi kemst til valda.

Svo sakar ekki að sleikja upp höfuðkaþóla yfir 1 milljarði manna.

Jú, þú hefur rétt fyrir þér Hakuchi, en í mínum huga er páfinn æðsti maður sinnar kirkju, ekki stjórnmálamaður, þó að vissulega sé hann líka konungur/keisari/forseti ,,guðsríkisinns,´´ og því við hæfi að veita honum þá virðingu sem jarðneskum leiðtoga hæfir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 20/4/05 12:45

Papa Benni?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 20/4/05 12:57

Rosalega fannst mér fjölmiðlar rakka hann niður og benda einungis á það sem okkur finnst neikvætt, eins og íhaldssemi hans og skoðun á stöðu kvenna innan kirkjunnar. Ég veit að þetta er líklegast til allt satt og skiptir mig kannksi ekki miklu máli þar sem ég er ekki kaþólskur en hann er auðvitað mjög valdamikill. Mér finnst skrítið að þeir einbeiti sér einungis að því neikvæða, þó það sé svo sem ekkert nýtt, og virtust ekki vera hlutlausir, eða þannig.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 20/4/05 13:01

Er ekki sjálfsagt mál að níða Páfann?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 13:02

Maðurinn hefur aðallega vakið athygli fyrir ofuríhaldssamar skoðanir og því eðlilegt að velta því upp þegar hann verður páfi til að rýna í hvernig stefnan verður næstu árin í pápískunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 20/4/05 13:03

Hann tekur allavega ekki þátt í Bachelor.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 13:05

Hann er ekkert yfir gagnrýni hafinn frekar en hver annar.

Sá tími þegar páfar voru sagðir óskeikulir og fullkomnir eru liðnir, enda hefur sagan sýnt að þeir hafa sjaldnast verið þannig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 20/4/05 13:07

Þeir eiga flestir meira á samviskunni en margir einræðisherrarnir.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: