— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 20/4/05 07:12

Nú veit ég fyrir víst að margar getgátur hafa komið fram um hvernig Gestapóið sé til komið, og menn misjafnlega ósammála um þetta allt saman.

Vil ég því endilega fá menn til þess að fleygja hér fram hugleiðingum um tilurð þess.

Þær spurningar sem gagnlegt væri að fá svör við eru, m.a;

Ø Notandi nr. 2, admin, hefur bersýnilega verið hér frá upphafi. Nú er spurt hver þáttur hans í Gestapóinu sé/hafi verið.

Ø Var ekki leiðinlegt hérna í upphafi? Í frumdaga nýs Gestapós, þ.e.

Ø Ef Emúinn var sumsé nr. 2, hver var þá á undan honum?

Ø Hví í ósköpunum er emúinn kominn á vapp núna, undir nafninu Berserkur og eitthvað skrípi komið í hans stað?

Ø Herra Seðlan?

Ø Fór fram lýðræðisleg kosning um þennan eftirmann Emúans? Tók einhver eftir reyk?

Það er nokkuð ljóst ef ráðið er í röð atburða, að ritstjórn kom hvergi nálægt sköpun Gestapósins, þar sem að Emúinn hafði vappað um í þónokkuð langan tíma þegar þeir mættu á svæðið (ef miðað er við það hvernig tíminn líður á Gestapó). Spurningin er því, hver skapaði Gestapóið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/4/05 08:54

Það mun hafa verið Glúmur sem skapaði Gestapó. Án hans væri hér auðn.

Ritstjórn er þó almáttug og hefur avalt verið. Glúmur hefur annarskonar völd.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/4/05 09:27

Ég vil ómögulega eyðileggja fyrir ykkur útópískar samsæriskenningar en svona er þetta:

Það er enginn notandi №1 og hefur aldrei verið, vel mætti hugsa sér að koma fyrir annað hvort Ernst Blofeld eða Samma frænda í það embætti.

Notandi №2 var upphaflega Admin, með mynd af emúanum góða, sem lengi hefur hangið upp á vegg hjá ritstjórn. Þegar óprúttnir gestir fóru að atast í þessu gæludýri ritstjórnar fór ég að uppnefna hann Herra Seðlan.

Nú þegar nýr notandi, Berserkur, vildi fá mynd emúans sem sína kennimynd brást ég við með því að setja mynd af Herra Seðlan á notanda №2.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 20/4/05 11:30

Ég er önnur endurholdgun hinns mikla emúa. Það er ástæða umdeilds, ættleysis undirritaðs.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 20/4/05 12:29

‹Skammast í Enter fyrir að eyðileggja samsæriskenningar, þær eru jú aflið sem knýr Gestapó áfram›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/4/05 12:41

Ætli það sé ekki hluti af samsærinu, þetta innlegg Enters?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 20/4/05 15:53

Fjandakornið, þessvegna fann ég ekki Admin við leit mína í gær. Hans verður sárt saknað.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 20/4/05 16:09

Baggi skapaði þetta allt saman. Hættið þessari vitleysu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 20/4/05 16:39

Enter mælti:

Það er enginn notandi №1 og hefur aldrei verið, vel mætti hugsa sér að koma fyrir annað hvort Ernst Blofeld eða Samma frænda í það embætti.

Þvættingur.
Hvernig útskýrir þú þá að þú komst ekki inn á Gestapó fyrr en admin/Emúinn hafði verið á vappi, jah, talsvert lengi. Veist þú nokkurn skapaðan hlut um hvað hann og hinn svokallaði Nr. 1 höfðu verið að gera hér í millitíðinni?
Er það svo?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 20/4/05 16:39

Enter mælti:

Það er enginn notandi №1 og hefur aldrei verið, vel mætti hugsa sér að koma fyrir annað hvort Ernst Blofeld eða Samma frænda í það embætti.

Þvættingur.
Hvernig útskýrir þú þá að þú komst ekki inn á Gestapó fyrr en admin/Emúinn hafði verið á vappi, jah, talsvert lengi. Veist þú nokkurn skapaðan hlut um hvað hann og hinn svokallaði Nr. 1 höfðu verið að gera hér í millitíðinni?
Er það svo?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 20/4/05 16:43

Goggur - ertu staddur í Ástralíu núna?

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 16:45

Svei mér þá. Goggurinn er orðinn öfugur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 20/4/05 17:24

‹Hrekkur í kút›

Þetta er kannski nýstárleg notkun á sviðinu?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: