— GESTAPÓ —
Bændaflokksvefur Vatnebræðra
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 08:47

Magnús mælti:

Nei hættu nú alveg, ertu búinn að gleyma því að svona hagskipulag er dauðadómur yfir frekari hagvexti á Íslandi? Þú sem sagt kærir þig kollóttan um hagsæld þjóðar þinnar sem þú þykist elska svo heitt. Hvernig væri að þú gengir bara alla leið og skýrðir þennan flokk: Aftur á Steinöld.

Skiljanlega ert þú fullur fordóma, Magnús minn, enda ekki búinn að kynna þér málið nógu vel. Hvað þá kafa ofan í hlutina á okkar forsendum eins og við bræður höfum gert.
Þetta hagskipulag myndi að okkar mati verða þjóðinni til bjargar. Þjóðfélagið fengi tekjur af því að leigja fiskveiðiheimildir til annara þjóða en þyrfti ekki að flytja inn vinnuafl til þess að vinna fiskinn. Menningu okkar væri borgið með því að byggja upp öflugt bændasamfélag en hún er dauðadæmd með áframhaldandi þéttbýlisvæðingu. Þó þessi viðsnúningur á þróun þjóðfélagsins kynni að kosta einhverja fórnir fyrstu árin þá er það þess virði. Upp rynni betri tíð með hagsæld og fögru mannlífi innan fárra ára. Hins vegar sjáum við ekki tilganginn í hagsældinni ef hún yrði til þess að þjóðinni yrði fórnað.
Okkur mislíkar þegar okkur eru gerðar upp skoðanir og stefnumál sem eru enganveginn í takt við raunveruleg baráttumál okkar og minnum á að við viljum efla nýjar búgreinar og teljum meðal annars ferðaþjónustu vera eina af þeim nýju búgreinum sem byggja megi á nútíma bændasamfélag. Við viljum nýta okkur allar þær tækninýjungar sem kunna að koma okkur til góða en leggjum jafnframt áherzlu á vistvænan landbúnað, sem er enda í takt við tímann.
Við erum ekki á leið í steinöld og minnum á að flokkar eru nefndir, ekki skírðir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 08:48

kolfinnur Kvaran mælti:

Fæ ég skotleyfi á hunda? ‹Hleður haglabyssuna› Helvítis kvikyndi útum allt!

Hmmmm... þetta yrði verkefni nýs veiðimálaráðherra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/4/05 09:48

Hvernig snýr maður sér í því að ganga í flokkinn. Ég hef ekki orðið var við neina starfsemi hér austan Bárðarbungu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/4/05 10:17

Golíat mælti:

Hvernig snýr maður sér í því að ganga í flokkinn. Ég hef ekki orðið var við neina starfsemi hér austan Bárðarbungu.

Nei, Golíat minn, því miður hefur starfsemi flokksins verið harla lítil á landsvísu síðustu áratugina. En nú skal blásið til sóknar. Flokksfélagið á Ýsufirði er stærsta og í raun eina virka flokksfélag Bændaflokksins í dag.
Við munum með ánægju skrá þig í flokkinn hér og nú ef þess er óskað. Sendu okkur jáyrði um hæl og verður þú þar með velkominn í flokkinn. Sendu okkur einnig heimilsfang þangað sem við getum sent rukkun fyrir félagsgjaldi og munum við jafnframt senda gögn svo stofna megi flokksfélag á austan-Bárðabungu-svæðinu.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 10:21

Gleymdu ekki, kæri bróðir, Kvenfélaginu Von. Það hefur nú ekki alveg lagt upp laupana og er einnig eitt flokksfélaga Bændaflokksins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/4/05 10:24

Jú, það er rétt, Vatnar. Hvernig gat ég gleymt kvenfélaginu sem hún mamma starfaði svo mikið í?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 20/4/05 12:46

Ég hef gaman af kvenfélögum. ‹Ljómar upp›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/4/05 15:43

Áður en ég tek það örlagaríka skref að ganga í flokkinn er hér ein áríðandi spurning.
Hver er afstaða flokksins til rúllubagganna?
Mér persónulega finnst þeir algjörlega hafa svipt sveitina því sem eftir var af rómantík og fögru mannlífi. Að ógleymdri sjónmengunni. Og hver hefur ánægju af því að taka vinnukonu á löpp í plastpakkaðri rúllubaggastæðu?
Hvernig hleypa nútímabændur út á sér svitanum, á kaf í allri þessari tækni? Ég bara spyr. Og nú þegar heyskapurinn er orðinn svona léttur þá virðast bændur ekki geta hamið sig og fyrningarnar hlaðast upp ár frá ári, engum til gagns en eigendunum til háðungar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 20/4/05 16:09

Nú, þannig.

‹Gengur í flokkinn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/4/05 16:13

Golíat mælti:

Áður en ég tek það örlagaríka skref að ganga í flokkinn er hér ein áríðandi spurning.
Hver er afstaða flokksins til rúllubagganna?
Mér persónulega finnst þeir algjörlega hafa svipt sveitina því sem eftir var af rómantík og fögru mannlífi. Að ógleymdri sjónmengunni. Og hver hefur ánægju af því að taka vinnukonu á löpp í plastpakkaðri rúllubaggastæðu?
Hvernig hleypa nútímabændur út á sér svitanum, á kaf í allri þessari tækni? Ég bara spyr. Og nú þegar heyskapurinn er orðinn svona léttur þá virðast bændur ekki geta hamið sig og fyrningarnar hlaðast upp ár frá ári, engum til gagns en eigendunum til háðungar.

Jú, Golíat. Þó þetta mál hafi ekki verið mjög fyrirferðamikið í pólitískri umræðu hér á landi vill svo til að landsþing Bændaflokksins hefur einmitt ályktað eftirfarandi:
"Kannað skal hvort aukin notkum sk. rúllubagga samrýmist vistvænum landbúnaði. Athugað í framhaldi hvort hefðbundinn heyskapur verði ekki til þess að auka sókn erlendra ferðamanna til dvalar í sveit á heyönnum jafnframt því sem íslenskar landbúnaðarafurðir fengju jákvæðari viðbrögð neytenda í heimi sem verður sér stöðugt meðvitaðri um náttúruvæna framleiðslu."

Vona ég að þetta svari spurningu þinni.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 16:16

Magnús mælti:

Nú, þannig.

‹Gengur í flokkinn›

Vertu velkominn í flokkinn, Magnús. Ég er viss um að þú verður öflugur liðsmaður.
Seg þú mér, svona vegna skráningarinnar, hvaðan af landinu ertu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 20/4/05 16:19

Mínir forfeður eru allir úr Skagafirði, sjálfur er ég Reykvíkingur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 16:35

Skagafirði, já, svipurinn leynir sér ekki. Gott að vita af öflugum liðsmanni úr því blómlega landbúnaðarhéraði.

Eitt af stefnumálum okkar er að styrkja og efla kennslu og rannsóknir við háskólann á Hólum. Ekki verra ef þú gætir hugsað þér að taka að þér setu í háskólaráði þegar þar að kemur og fylgja eftir stefnu Bændaflokksins í menningar- og menntamálum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 20/4/05 16:39

Ég gæti tekið að mér að koma Skagfirðingum til mennta, vissulega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 20/4/05 16:40

Hver er stefna Bændaflokksinns varðani varðveislu fornminja? Þessi málaflokkur hefur lengi setið á hakanum og er Íslandi til skammar í samanburði við nágrannalönd og bara siðmenntaðar þjóðir almennt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 20/4/05 16:41

Magnús mælti:

Ég gæti tekið að mér að koma Skagfirðingum til mennta, vissulega.

Hvaða vitleysa er þetta? Skagfirðingar bera af hvað gáfur og gjöfulmannleik varðar og hafa alltaf gert!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 16:47

Berserkur mælti:

Hver er stefna Bændaflokksinns varðani varðveislu fornminja? Þessi málaflokkur hefur lengi setið á hakanum og er Íslandi til skammar í samanburði við nágrannalönd og bara siðmenntaðar þjóðir almennt.

Bændaflokkurinn vill að Ísland geti sér gott orð fyrir heilbrigt líferni göfugt mannlíf og hreina og tæra framleiðslu.
Að bera virðingu fyrir fortíðinni og sýna hana í verki er eitt af því sem einkennir heilbrigt líferni og göfugt mannlíf. Því vill Bændaflokkurinn standa vörð um fornminjarnar sem eru áþreifanleg minningarbrot um glæsilega sögu okkar. Auk þess eru þær einn margra hvata þess að erlendir ferðamenn leggi leið sína hingað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 20/4/05 16:52

Vamban mælti:

Magnús mælti:

Ég gæti tekið að mér að koma Skagfirðingum til mennta, vissulega.

Hvaða vitleysa er þetta? Skagfirðingar bera af hvað gáfur og gjöfulmannleik varðar og hafa alltaf gert!

Ég þakka Magnúsi vilja hans til góðra verka.
Vamban, það er rétt að Skagfirðingar eru vel menntað fólk enda fá héruð sem státa af næsta óslitnu skólahaldi allt frá söguöld. Þar fyrir utan hefur Skagafjörður getið af sér ótal skáld og gáfumenni. Við sjáum enda fyrir okkur að enn megi aukast menntunarstig Skagfirðinga, m.a. með hjálp Magnúsar, og verði það til þess að menntunar- og þekkingarþyrst fólk leiti þangað, til Hóla, hvaðanæva af landinu til svölunar þorsta sínum.

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: