— GESTAPÓ —
Hetja eða bullustampur?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 11:27

Hvað finnst ykkur sem hafið áhuga á þjóðmálaumræðunni um ummæli Jónínu Ben í Kastljósinu um á sunnudag? Fór hún yfir strikið eða telur hún sig vita að þeir sem eiga orðið alla peninga á Íslandi muni aldrei fara í meiðyrðamál við hana vegna þess að það síðasta sem þeir vilja er rannsókn á þessum málum?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 11:29

Hvað sagði hún... er ekki rétt að byrja á því?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 11:30

Missti af þessu. Ég hef hins vegar heyrt hana vera að blaðra samsæriskenningar um þessi mál áður og finnst þær ekkert sérlega sannfærandi. Næsta stig í paranoju er að tengja þetta allt saman við gyðinga. Ég spái því að hún fari bráðlega að saka Bobby Fischer um að standa á bak við þetta peningagræðgisbrölt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 11:34

Samsæriskenningar um hvaða mál... biðst afsökunar á að vera að tjá mig um þetta... en ég bara sá þetta ekki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 11:36

Hún hélt því fram að nokkrir einstaklingar hefðu t.d. stolið Búnaðarbankanum á sínum tíma og nefndi þar framámenn í viðskiptalífinu. Einnig vill hún meina að fyrirtækjum hafi verið stolið út úr Sambandinu áður en það fór á hausinn og þau síðan notuð sem frontur fyrir þessa menn.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 19/4/05 11:37

Verð að viðurkenna að þegar menn ná að tengja Framsóknarflokkinn við spillingarmál þá legg ég við hlustir og finnst fólk yfirleitt hafa eitthvað til síns máls.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 11:37

Það sem ég hef heyrt er kjaftavaðall um samsærispeningagræðgismafíu sem veður um með sýndarviðskiptum og baktjaldamakki og bla bla bla.

Æ, ég veit ekkert um hvað hún er að tala. Kannski Haraldur geti útlistað þetta betur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 11:38

Haraldur Austmann mælti:

Hún hélt því fram að nokkrir einstaklingar hefðu t.d. stolið Búnaðarbankanum á sínum tíma og nefndi þar framámenn í viðskiptalífinu. Einnig vill hún meina að fyrirtækjum hafi verið stolið út úr Sambandinu áður en það fór á hausinn og þau síðan notuð sem frontur fyrir þessa menn.

Nú þetta. Jájá, þetta er alveg satt hjá henni. Það er opinbert leyndarmál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 11:42

Aha... krassandi og ekki fyrsti vettvangurinn sem ég heyri þessar kenningar...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 19/4/05 11:42

Mér fannst hún ansi stórorð og ekki færa nægjanleg rök fyrir máli sínu. Hún svaraði t.d. aldrei spurningum Sigmars um það hvort hún hefði einhverjar sannanir fyrir þessu öllu. Það 'að allir sjái að það sé eitthvað bogið við ríkidæmi þessara manna' er ekki nægileg sönnun til að varpa svona ásökunum fram. Ef hún hefur sannanir, þá á hún auðvitað að birta þær strax, ekki sitja á þeim og lofa bók um málið einhverntíman í fjarlægri framtíð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 11:45

Mér finnst okkur vanta fleiri svona manneskjur sem þora að segja hvað allir eru að hugsa. Það er ekki auðvelt að fá upplýsingar um svona mál því upplýsingaskylda þessara fyrirtækja er takmörkuð. M.a. þess vegna hafa ríkisfyrirtæki verið gerð að hlutafélögum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 19/4/05 11:48

Ef þetta verður til þess að kreista gröftinn út varðandi söluna á Búnaðarbankanum þá er þetta bara gott mál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lind 19/4/05 11:49

Júlía mælti:

Mér fannst hún ansi stórorð og ekki færa nægjanleg rök fyrir máli sínu. Hún svaraði t.d. aldrei spurningum Sigmars um það hvort hún hefði einhverjar sannanir fyrir þessu öllu. Það 'að allir sjái að það sé eitthvað bogið við ríkidæmi þessara manna' er ekki nægileg sönnun til að varpa svona ásökunum fram. Ef hún hefur sannanir, þá á hún auðvitað að birta þær strax, ekki sitja á þeim og lofa bók um málið einhverntíman í fjarlægri framtíð.

Sammála því. Mér finnst óskaplega þreytandi þegar fólk slengir einhverju svona fram án þess að koma með sannanir og segir svo „bíðið bara, það kemur í ljós, blablabla“. Svo er bara beðið þangað til allir eru búnir að gleyma því...

Hljómar eins og þegar ónefnd indversk prinsessa var að tala um hvað hún væri mikið að fara að meika það erlendis og svo þegar hún var spurð hvar og hvernig þá svaraði hún einmitt „bíðið bara, það kemur í ljós, blablabla“.

Ég er enn að bíða...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 19/4/05 11:52

Í sjálfu sér er þetta hið besta mál. Hins vegar held ég að Jónína sé ekki besta manneskjan til að vekja máls á þessu. Samband hennar við Jóhannes í Bónus hefur veikt trúverðugleika hennar (finnst mér). Þess vegna vil ég, okkar allra vegna, að hún sýni þær sannanir sem hún segist hafa. Ekki vil ég að menn úti í bæ séu að ræna bönkunum mínum hist og her.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 11:52

Mér hefur ávallt fundist þessi mynd vera prýðisgóð og málefnanleg sönnun fyrir spillinguna á bak við söluna á Bundes:

Glottið á Finni og Ólafi (rétt eftir Búnaðarbankakaupin) segir allt sem segja þarf.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 19/4/05 11:54

En glottið eitt og sér - sem ég hef bara þín orð fyrir, því ekki sést myndin - er ekki sönnun sem dugir fyrir dómi. Hafi bönkunum verið stolið af almenningi, þá á að draga þjófana fyrir dóm og þá dugir ekki að segja 'aþþíbara'.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 11:57

Aþþíbara.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 19/4/05 12:22

Mér fannst Jónína koma vel fyrir og færa góð rök fyrir sínu máli. Ég trúi því að hún viti vel um hvað hún er að tala.

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: