— GESTAPÓ —
Deja Vú
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 6/9/07 16:57

Vá, hér birtist fortíðin í hverju horni! ‹Ljómar upp og klappar saman lófunum eins og TinkíVinkí› Aftur! Aftur! ‹Þagnar skyndilega og íhugar að Stubbarnir hljóti að vera súrt dæmi um Dejá vu›

En að öllu gamni slepptu, hefur enginn upplifað forspár-dejá vu eða tvöfalt dejá vu eins og ég lýsti í þessu innleggi hér:?

Hexia de Trix mælti:

Það sem mér finnst undarlegast er að manni finnst ekki einasta að maður hafi upplifað hlutinn áður (vitandi fullvel að sú sé ekki raunin) en veit samt sem áður hvað gerist næst.

Þetta er best útskýrt með eftirfarandi dæmi:

Einu sinni þegar ég var um það bil 8 ára voru frænka mín og dóttir hennar (jafnaldra mín) í heimsókn. Við sátum fjórar í stofunni; ég, jafnaldran, frænkan og mamma. Mamma og frænkan voru að sötra á kaffi og borða koníakshringi (konfekt sem var/er sjaldgæft á Íslandi).

Um leið og ég teygi mig í einn koníakshring skellur yfir mig vissan um að þetta hafi gerst áður. Gott og vel, gæti hafa gerst. En um leið vissi ég að jafnaldra mín myndi líka teygja sig eftir koníakshring og þá ætti ég að segja „Eigum við að fara niður að leika“ og hún myndi jánka því.

Eins og ég væri að horfa á bíómynd sá ég jafnöldruna teygja sig eftir koníakshring, ég heyrði í sjálfri mér segja „Eigum við að fara niður að leika“ án þess að hafa ætlað mér að segja það... og jafnaldran að sjálfsögðu jánkaði.

Önnur svipuð atvik hafa komið fyrir mig, en verst fannst mér „tvöfalda Deja-vu-ið“ ´:

Þá var ég að lesa bók sem ég vissi með fullri vissu að ég hafði aldrei lesið áður. Allt í einu kom yfir mig Deja vu og ósjálfrátt sló ég í bókina og sagði upphátt: „Þetta hefur gerst áður!“. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar önnur Deja vu tilfinning helltist yfir mig, að ég hefði einhvern tímann áður slegið í bókina og sagt nákvæmlega það sama. Með öðrum orðum, ég var ekki að upplifa augnablikið í annað sinn, heldur i þriðja sinn.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 6/9/07 17:03

Jú ég hef upplifað svona tvöfalda sýn og skynjun.
Skýringin á þess konar fyrirbæri, hef ég heyrt, að einhverjum heilafrumum, sem ég kann ekki að nefna nánar, slái saman og þannig verður upplifun á einhverjum atburði tvöföld.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 6/9/07 17:19

Hef ég verið hér áður... einhvern vegin finnst mér það

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 6/9/07 17:26

Tja! Mér finnst ég einhvers staðar hafa séð þig áður....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 12/9/07 23:36

Hexia de Trix mælti:

Vá, hér birtist fortíðin í hverju horni! ‹Ljómar upp og klappar saman lófunum eins og TinkíVinkí› Aftur! Aftur! ‹Þagnar skyndilega og íhugar að Stubbarnir hljóti að vera súrt dæmi um Dejá vu›

En að öllu gamni slepptu, hefur enginn upplifað forspár-dejá vu eða tvöfalt dejá vu eins og ég lýsti í þessu innleggi hér:?

Hexia de Trix mælti:

Það sem mér finnst undarlegast er að manni finnst ekki einasta að maður hafi upplifað hlutinn áður (vitandi fullvel að sú sé ekki raunin) en veit samt sem áður hvað gerist næst.

Þetta er best útskýrt með eftirfarandi dæmi:

Einu sinni þegar ég var um það bil 8 ára voru frænka mín og dóttir hennar (jafnaldra mín) í heimsókn. Við sátum fjórar í stofunni; ég, jafnaldran, frænkan og mamma. Mamma og frænkan voru að sötra á kaffi og borða koníakshringi (konfekt sem var/er sjaldgæft á Íslandi).

Um leið og ég teygi mig í einn koníakshring skellur yfir mig vissan um að þetta hafi gerst áður. Gott og vel, gæti hafa gerst. En um leið vissi ég að jafnaldra mín myndi líka teygja sig eftir koníakshring og þá ætti ég að segja „Eigum við að fara niður að leika“ og hún myndi jánka því.

Eins og ég væri að horfa á bíómynd sá ég jafnöldruna teygja sig eftir koníakshring, ég heyrði í sjálfri mér segja „Eigum við að fara niður að leika“ án þess að hafa ætlað mér að segja það... og jafnaldran að sjálfsögðu jánkaði.

Önnur svipuð atvik hafa komið fyrir mig, en verst fannst mér „tvöfalda Deja-vu-ið“ ´:

Þá var ég að lesa bók sem ég vissi með fullri vissu að ég hafði aldrei lesið áður. Allt í einu kom yfir mig Deja vu og ósjálfrátt sló ég í bókina og sagði upphátt: „Þetta hefur gerst áður!“. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar önnur Deja vu tilfinning helltist yfir mig, að ég hefði einhvern tímann áður slegið í bókina og sagt nákvæmlega það sama. Með öðrum orðum, ég var ekki að upplifa augnablikið í annað sinn, heldur i þriðja sinn.

Já einu sinni lenti ég í forspár deja vúi. Það var svona:

Pabbi var um kvöld eitt búinn að mála tröppurnar sem liggja niður að aðalútidyrunum en salernið var þar á móti. Hann var búinn að segja öllum að ef þeir ætluðu á klósettið að nota þá aukaútidyrnar, fara þar út og inn um aðaldyrnar og þaðan á klósettið. Nú nú, þegar ég var að fara sofa eftir miðnætti ákveð ég að fara á klósettið áður en ég færi í bólið.

EN ég var víst búinn að gleyma þetta með máluðu tröppurnar og steig með annan fótinn á óþornuðu málninguna á efstu tröppunni. Ég blóta ægilega og hoppa á öðrum fæti að aukaútidyrunum og á veröndinni þar sem ég stend á öðrum fæti finnst mér að þetta hafi gerst áður (Deja vu) og að það næsta sem muni gerast er að pabbi hrópar upp yfir sig: "Æ ég var búinn að segja ykkur að ég var búinn að mála stigann".
Það sem gerðist svo einni sekúndu síðar er að pabbi hrópar "Æ ég var búinn að segja ykkur að ég var búinn að mála stigann"

Ég get sagt ykkur að þetta var vægast sagt óþægileg upplifun; það sem ég sá fyrir að mundi gerast gerðist strax á eftir.

En sem betur fer setti ég mig í vísindalegar pælingar og komst að því að þar sem pabbi málar þennan stiga á ca. 2 ára fresti að þá er líklegt að þetta hafi gerst áður. Þetta gerðist eftir að ég var tvítugur en það má vera að þetta hafi líka gerst þegar ég var ca. 12 ára og ekkert verið að leggja þetta á minnið því þetta var nú ekkert stórmál.

        1, 2, 3
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: