— GESTAPÓ —
Deja Vú
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/05 19:15

Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvort Deja vú sé til í raun og veru, hvort menn séu að upplifa einhverja hluti nákvæmlega eins og þeir höfðu áður gerst... ein vísindaleg kenning á þessu fyrirbæri er sú að vegna einhverskonar skammhlaups í minnisstöðvum heilans, þá vistast það tvisvar á sama augnablikinu og í seinna skiptið þá finnst mönnum að þar sé Deja Vú á ferli... en getur verið að eitthvað annað sé í gangi, það er spurning... Matrix kenningin er áhugaverð, en að sjálfssögðu einungis vísindaskáldsskapur...

Ástæðan fyrir þessu mali mínu er það að nú rétt áðan þá mundi ég eftir einhverju sem hefur alldrei gerst, en gæti gerst í kvöld, hvort ég var að dreyma fyrir þessu eða að hugsa um eitthvað sem gæti gerst og um leið vistað það tvisvar veit ég ekki... en er það Deja vú eða er þetta eitthvað annað fyrirbæri... er ég bara í með skammhlaup í mínum þynnkuþrjáða heila?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 16/4/05 19:33

Bíddu, hefur þessi þráður ekki komið áður?

En hinsvegar er alveg hrikalegt að upplifa Deja vu í bíó. Maður veit alltaf hvað er að fara að gerast.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/05 19:41

Í alvöru talað, ég er viss um að ég hef stofnað þennan þráð áður...‹fer að leita›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 16/4/05 20:15

Vitleysa.
Þessi þráður hefur aldrei komið áður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 16/4/05 20:15

Vitleysa.
Þessi þráður hefur aldrei komið áður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 16/4/05 20:17

Ef að deja vu er skammhlaup í heila þá er mér ekki lengur rótt... þetta kemur fyrir mig minnst einu sinni í viku ‹verður frávita af hræðslu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 16/4/05 20:18

‹Glottir eins og fífl› Góður, Steini.

Annars þykir mér þetta frekar óþægilegt. Þegar þetta gerist lendi ég alltáf í því að ruglast hrapalega í ríminu. Doka við og fynnst ég endilega hafa upplifað nýliðinn atburð áður. Ég er viss um að aðrir séu á sama máli. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 16/4/05 20:21

Já og verst finnst mér þegar þetta gerist þegar maður er að hitta fólk í fyrsta sinn.
Þetta skeði þegar ég hitti fyrrverandi kærastann minn fyrst... mér fannst eins og ég hefði áður hitt hann við sömu aðstæður í fyrsta sinn... Æi þið skiljið mig vonandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 16/4/05 21:22

Var hann fyrrverandi kærastinn þinn þegar þú hittir hann í fyrsta skipti?
Nú er ég alveg hættur að skilja. ‹Klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 16/4/05 21:24

Ég stjórna Deja vu vélinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 16/4/05 21:25

Gengur hún fyrir kóbalti?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/4/05 21:27

Vjer vitum hvert svarið verður við þeirri spurningu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 16/4/05 21:28

Um 78% innviða hennar er úr hreinu kóbalti, hins vegar gengur hún að mestu fyrir brenglaðri rökhugsun manna og svo hreinu H2O .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 16/4/05 21:30

Ætli það dugi ekki. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/05 01:45

Það hefur ekki gerst enn, það sem ég hélt að myndi gerast, þannig að líklega hefur þetta verið skammhlaup vegna þynnku... hvað segiði annars... er einhver að fikta í Deja vú vélinni núna...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 17/4/05 02:11

Deja vu, eða tvískynjun, eins og ég kýs að kalla það, stafar af því að heilinn leggur inn upplýsingar í minnisbankann jafnóðum og hann móttekur þær.

En nýjar upplýsingar eiga að fara í úrvinnslu og flokkun áður en þær fá fastan samastað.

Í þessari úrvinnslu leitar heilinn stöðugt að eldri minningum sem gætu passað við hinar nýju upplýsingar.

Þetta kerfi virkar yfirleitt svona og allt gengur sinn hægláta vanagang.

En einstaka sinnum vill svo til að úrvinnslan á nýju gögnunum er fjölfölduð og lendir eitt eintak inni í gamla skjalaskápnum, svo þegar kíkt er í hann til að athuga hvort nýju upplýsingarnar gætu nú kannski passað við eitthvað sem er að finna þar, þá viti menn, leynist ekki bara nákvæmlega eins minning eins og er verið að flokka niður.

Þetta gerir það að verkum að heilinn ályktar sem svo að nýju upplýsingarnar séu bæði gamlar og nýjar hvortveggja í senn og því hljóti nýja upplifunin að hafa einnig átt sér stað áður.

Rökhuxun segir okkur svo að það sé ómögulegt og því kennum við skyggnigáfu eða draumum um allt heila klabbið.
("Heila" klabbið)

‹Glottir eins og apaköttur með nefrennsli›

Þannig er nú það.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/05 02:36

Grunaði að Limbri myndi vita þetta... úhh... þetta er hálfgert Deja vú... held nefnilega að hann hafi svarað öðrum þræði svipað...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 17/4/05 03:16

Á það eitthvað skylt við þegar stýrikerfið er að vara mann við því að skráin sé þegar til og spyr hvort að maður vilji yfirskrifa hana?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: