— GESTAPÓ —
Deja Vú
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 21/4/05 13:13

Jafnvel mætti líkja því við sjálf-vistun sem við þekkjum úr sumum ritvinnsluforritum. En munurinn er sá, að ef forritið myndi hegða sér eins og heilinn myndi það segja við mann, "heyrðu góði, það er til nákvæmlega sama skjal hérna sem var vistað fyrir löngu síðan, þú hlýtur að vera að skrifa aftur það sama".

Já eða eitthvað svoleiðis.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 21/4/05 13:34

Sama hvað veldur, þá er Dejá Vu alltaf jafn óþægilegt.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 21/4/05 13:50

Það sem mér finnst undarlegast er að manni finnst ekki einasta að maður hafi upplifað hlutinn áður (vitandi fullvel að sú sé ekki raunin) en veit samt sem áður hvað gerist næst.

Þetta er best útskýrt með eftirfarandi dæmi:

Einu sinni þegar ég var um það bil 8 ára voru frænka mín og dóttir hennar (jafnaldra mín) í heimsókn. Við sátum fjórar í stofunni; ég, jafnaldran, frænkan og mamma. Mamma og frænkan voru að sötra á kaffi og borða koníakshringi (konfekt sem var/er sjaldgæft á Íslandi).

Um leið og ég teygi mig í einn koníakshring skellur yfir mig vissan um að þetta hafi gerst áður. Gott og vel, gæti hafa gerst. En um leið vissi ég að jafnaldra mín myndi líka teygja sig eftir koníakshring og þá ætti ég að segja „Eigum við að fara niður að leika“ og hún myndi jánka því.

Eins og ég væri að horfa á bíómynd sá ég jafnöldruna teygja sig eftir koníakshring, ég heyrði í sjálfri mér segja „Eigum við að fara niður að leika“ án þess að hafa ætlað mér að segja það... og jafnaldran að sjálfsögðu jánkaði.

Önnur svipuð atvik hafa komið fyrir mig, en verst fannst mér „tvöfalda Deja-vu-ið“ ´:

Þá var ég að lesa bók sem ég vissi með fullri vissu að ég hafði aldrei lesið áður. Allt í einu kom yfir mig Deja vu og ósjálfrátt sló ég í bókina og sagði upphátt: „Þetta hefur gerst áður!“. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar önnur Deja vu tilfinning helltist yfir mig, að ég hefði einhvern tímann áður slegið í bókina og sagt nákvæmlega það sama. Með öðrum orðum, ég var ekki að upplifa augnablikið í annað sinn, heldur i þriðja sinn.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 21/4/05 14:01

Einmitt þessi tilfinning, að finnast maður vera að horfa á sjálfan sig utan frá, það er það óþægilegasta. Á tímabili í sjöunda bekk var þetta stöðugt að gerast, og á meðan það leið hjá var ég eins og hálfgerður zombie. Ef ég var í skólanum þurfti ég að fara inn á klósett og sitja þar í langan tíma á meðan tilfinningin dofnaði, og einu sinni eða tvisvar var þetta svo sterkt að ég kastaði upp.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 21/4/05 14:03

Það er ömurlegt. Mínar innilegustu samúðarkveðjur Tina, þótt seint komi. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 21/4/05 17:57

Nú langar mér ekki að verða Jeda!

Hvað, hver, hvur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 21/4/05 18:09

bauv mælti:

Nú langar mér ekki að verða Jeda!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ljón Vitringanna 26/4/05 18:28

Úff þetta kemur fyrir mig tvisvar á dag... Orðinn frekar þreyttur á þessu...

Reddari vandamálaráðuneytis Baggalútíu • Konungur Dýragarðsins • Bestur í heimi • Vitringur alls
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 27/4/05 12:07

Það er hægt að koma sér í stöðugt Deja Vu.
Prófaðu bara að drekka 12 espresso bolla og þá veistu hvað ég er að meina.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/4/05 12:14

Nei, veistu - ég held að ég sleppi því.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 21/1/06 10:36

‹Sleppir takinu›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/1/06 10:50

Ert þú Deja vú?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/1/06 23:44

Augljóst er að Deja vu getur átt sjer stað af völdum tímavjela ‹Ljómar upp og veltir fyrir sjer að skreppa aftur til nokkurra atburða á nýliðnu ári›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 6/9/07 06:21

Mín kenning er að í Desja vúi er maður að upplifa eitthvað mjög svipað sem maður hefur upplifað áður. Maður man það ekki, því það var eitthvað smávægilegt þetta sem maður upplifði áður. En það er þarna í undirmeðivitundinni. Örlítið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/9/07 08:43

Það sem aldrei hefur áður gerst getur alltaf gerst aftur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 6/9/07 08:46

Ég fæ stundum Vúja De þessa undarlegu tilfinningu að atburðurinn hafi aldrei gerst áður...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 6/9/07 15:21

Grágrímur Þorskasleikir mælti:

Ég fæ stundum Vúja De þessa undarlegu tilfinningu að atburðurinn hafi aldrei gerst áður...

Vá, þegar þú minnist á það þá er ég einmitt að finna fyrir þeirri tilfinningu núna!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 6/9/07 16:23

Ég þjáist eiginlega af blöndu af minnisleysi og deja vu: Mér finnst eins og ég hafi gleymt þessu áður.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: