— GESTAPÓ —
Röð umræðuefna
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/9/03 15:23

Oss þykir röðun efnis í umræðunum hjer einkennileg þar eð nýjasta efni birtist eigi efst heldur virðist sem röð ráðist af hvenær umræða hófst en eigi af hvenær einhver lagði eitthvað til málanna síðast. Þykir oss þetta galli á annars ágætri umræðuframsetningu og spyrjum því hvort þetta standi til bóta eða er oss að sjást yfir eitthvað ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 23/9/03 17:08

Þetta er gert með vilja og ku vera samkvæmt nýjustu tísku - segja erlendir spekúlantar að þetta eigi að vera svona svo víðlesnir og margræddir þræðir drekki ekki þeim sem minna mega sín.

Þetta er örugglega tóm tjara og bölvað bull, enda smelli ég sjálfur iðulega á "Nýtt" efst á spjallinu og les einvörðungu það sem þar birtist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 25/9/03 12:33

Hins vegar er þessi Nýtt valmöguleiki eitthvað skrýtinn. Ég valdi hann og fékk upp um 20 hlekki. Eftir að hafa lesið í 5 þeirra voru aðeins um 5 eftir. Fækkar þessum nýju (og ekki endilega ólesnu) hlekkjum logariþmískt, burtséð frá hvort þeir hafi verið lesnir? Eða er þetta galli í forriti, nú eða þá forritara? Eða er þetta máske háð tíma?

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: