— GESTAPÓ —
Bobby Fischer með kjánalæti á Subway
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Svefnpurka 12/4/05 00:44

Mig langaði bara að tilkynna þetta því mér sjálfri finnst þetta afar merkilegt:

Nú í gærkveld gerðist ég svo fræg að afgreiða Bobby Fischer í vinnunni ásamt Sæma Rokk sjálfum. Bobby var hávær í fasi og virtist uppveðraður. Hann spurði mig í þrígang hvort áleggið væri Emurískt og ég svaraði honum í þrígang að það væri frá Kjöthöllinni á Íslandi. Hann vildi bara vera viss. Sæmi sagði að Bobby hefði óbeit á Emuríku sagði svo að ég væri sæt stelpa.

‹Heldur svo bara áfram að láta sér leiðast›

ZzZz ZzZ Zz zZzZ - Svefnpurka • Ég er í vafa... enda mikið vafamál.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 12/4/05 00:46

Eitt sinn seldi ég Mugison prentara... ‹Lítur dreiminn í til baka›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/4/05 00:49

Ég hef afgreitt sjónvarpsstjóra Omega. Seldi honum músamottu.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Svefnpurka 12/4/05 00:58

Já og til gamans má geta að Randver úr Spaugstofunni kom líka við þetta sama kvöld, en annars hef ég bara afgreitt svona minniháttar frægt fólk. Mætti kalla það Séð og heyrt fólk. Þar má nefna Helgu Möller, Þorstein (held ég) í Ísland í dag, Mariko Margréti og Árna Skjá 1 karl. En hvaða hvaða.

ZzZz ZzZ Zz zZzZ - Svefnpurka • Ég er í vafa... enda mikið vafamál.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 12/4/05 05:09

Svefnpurka mælti:

Já og til gamans má geta að Randver úr Spaugstofunni kom líka við þetta sama kvöld, en annars hef ég bara afgreitt svona minniháttar frægt fólk. Mætti kalla það Séð og heyrt fólk. Þar má nefna Helgu Möller, Þorstein (held ég) í Ísland í dag, Mariko Margréti og Árna Skjá 1 karl. En hvaða hvaða.

Oj. Ég var í sama bekk og systir hennar. Oj. Oj. Oj. ‹Kúgast›
Annars hef ég hitt minn skerf af frægu fólki...ég tók einu sinni viðtal við Sigur Rós, einu sinni lenti ég á spjalli við Jón Gnarr...svo hitti ég hvað-sem-hann-nú-heitir úr Chumbawamba, og Alan Alda (ég var svo stressuð þegar ég tók í hendina á honum að ég hélt að það myndi líða yfir mig)

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kokkurinn 12/4/05 08:43

Ég sá einu sinni Sigga Hall í sundi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 12/4/05 08:47

Vala Matt labbaði (hún gengur ekki) fram hjá mér í vinnu minni.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 12/4/05 08:48

Ég hitti Björk nú í vesturbæjarlauginni þegar ég var svona 8 ára og bað hana um eiginhandaráritun, hún sagði að ég skrifaði ábyggilega miklu betur en hún. Svo gaf ég Nýjastatækni og vísindi manninum að borða einu sinni, hann er rosalega hávaxinn!

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 12/4/05 09:30

Ég datt í það með Óttarr Proppé og Sigurjóni Kjartans úr Ham á diskókveldi á Hóteli Íslands. Þeir glussuðu oní mig Heila og Blautum Geirvörtum milli þess sem þeir móðguðu kærustur hvors annars. Óttarr var í Abba glimmerbol.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/05 09:53

Ég sá einu sinni Björgvin (Bo) Hall... reynið að toppa það...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 12/4/05 10:06

Ég drakk kaffi með Geir Ólafs.

‹Minnist þess með hryllingi›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/4/05 10:47

Ég hef hitt Ice-T.

‹Hirðir montverðlaunagripinn fyrir að hafa hitt merkilegasta einstaklinginn. ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 12/4/05 11:26

Ég hef nú hitt Bruce Dickinson.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/4/05 11:28

Útbrunninn þungarokkari er ekkert miðað við útbrunninn rappara sem leikur í Law and Order.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 12/4/05 11:29

"Leikur"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/4/05 11:32

Já. Afsakið. "Leikur". Ice-T leikur ekki. Hann bara er.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/4/05 11:34

Jamm og ekki einu sinni „Leikur“ heldur bara "Leikur"... það er svo slæmt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 12/4/05 11:40

Sverfill Bergmann mælti:

Ég drakk kaffi með Geir Ólafs.

‹Minnist þess með hryllingi›

‹mýgur yfir Sverfil›

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: