— GESTAPÓ —
Konunglegt brúðkaup II
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/4/05 15:51

Enn og aftur hefur póstþjónustan brugðist algjörlega. Brúðkaup Kalla og Camillu er á laugardaginn og enn hefur boðskortið ekki komist til skila.
Svo virðist sem þau skötuhjú hafi gefið upp vonina um að konungur og drottning Baggalútíu mæti, því nöfn okkar er hvergi að finna á gestalistum. Þar er hins vegar allt morandi í sheik Abdulum hitt og þetta; barasta stór hluti saudi-arabísku konungsættarinnar virðist ætla að mæta, sem og nokkri minniháttar sjónvarpsleikarar og músikantar breskir.

En hvar er Ólafur? Hvar er Dorrit? Hvar eru hr. og frú Fuckov? Hvar er Margrét Þórhildur?

Það hafa greinilega fleiri boðskort týnst í póstinum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 7/4/05 15:56

Ég fékk mitt en ætla ekki að mæta. Þarf að gera...svoldið. ‹Laumast í burtu›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 7/4/05 15:57

Mér var boðið að vera í fylgd blómastúlkna, en er ekki allveg fyrir það að láta henda mér á gólfið og traðka á mér.

Krúsídúlla Gestapó.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 7/4/05 15:58

Mér var ekki boðið. Ég hata giftingar snobbaða fólksins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/4/05 16:08

Ómerkilegt konungdæmi, það breska.

Ætli þau viti ekki af því að elítu Baggalútíu finnist lítið til þessa asnalega smáríkis þeirra koma og hafi því ekki þorað að senda boð af ótta við háðsglósur okkar um þau í fjölmiðlum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Þá eigum við nú augljóslega ýmislegt sameiginlegt, strumpur minn góður.

‹Ljómar upp›

Aðalritari Kommúnistaflokks Baggalútíu • Öreigar allra landa sameinist! - Ísland úr NATO fyrst herinn fór burt! - Cuba si, Yankee no! - Fram þjáðir menn í þúsund löndum! - Hasta la Victoria siempre! - Og lifi byltingin, ávallt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/4/05 17:01

Fegnir erum vjer að þurfa eigi að mæta á snobbsamkomu þessa. Hitt er svo annað mál að það er samt sem áður argasti dónaskapur hjá Bretunum að bjóða eigi æðstu ráðamönnum Baggalútíu og er ljóst að annaðhvort vilja þeir kalla yfir sig reiði Bagglýtinga eða að óvinir Bretlands eða Baggalútíu (líklega Bretlands sje tekið mið af hernaðarmætti) eru að reyna að koma af stað stríði milli ríkjanna með því e.t.v. að stela boðskortunum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/4/05 17:11

Við getum amk. varpað sprengjuregni yfir London í refsingarskyni. Það ætti að rifja upp minningarnar hjá þeim.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 7/4/05 18:19

Ég skil ástandið þannig að þetta er ekki alvöru brúðkaup.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/4/05 18:38

Hóras mælti:

Ég skil ástandið þannig að þetta er ekki alvöru brúðkaup.

Getur nokkuð hjónaband talist lögmætt, nema Herbjörn biskup veiti brúðhjónunum blessun sína?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 7/4/05 18:40

Ekki hérna megin við bæjardyrnar að minnsta kosti

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 7/4/05 19:55

Hættið þessari vitleysu með brúðkaup breska konungsfólksins. Það veit hver lifandi maður að þetta er bara vitleysa, það er ekkert raunverulegt brúðkaup. Bretland er sennilega bara útópía.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 7/4/05 22:03

Hættu nú alveg, nú ferðu alveg yfir strikið Smábaggi. Útópía er eðli málsins samkvæmt staður sem er eftirsóknarvert að vera á. Stóra-Bretland er eins langt frá skilgreiningunni og hugsast getur. Foj!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 7/4/05 22:06

Ég átti að vera þarna en helvítis Sunnarinn skemmdi það. Ekki mér að kenna að fíflið tók upp á því að lauma gervisprengju inn á prestinn.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 7/4/05 22:08

Ég hélt að útópía væri upprunalega grísk orð yfir einhvers konar ímyndaðan heim eða stað. Ég sé auðvitað að þetta var bara vitleysa í mér og helvítis rugl. Baggalútía er enginn ímyndaður staður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/4/05 22:19

Hakuchi mælti:

Við getum amk. varpað sprengjuregni yfir London í refsingarskyni. Það ætti að rifja upp minningarnar hjá þeim.

Það væri athyglisvert að prófa þetta á laugardaginn, líklega yrði talið að um væri að ræða flugeldasýningu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/4/05 09:55

Smábaggi mælti:

Hættið þessari vitleysu með brúðkaup breska konungsfólksins. Það veit hver lifandi maður að þetta er bara vitleysa, það er ekkert raunverulegt brúðkaup. Bretland er sennilega bara útópía.

Distópía er nær lagi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 8/4/05 13:12

Við ráðumst inn með landgönguher og leggjum London í eyði og stráum síðan salti í rústirnar svo ekkert vaxi þar framar.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: