— GESTAPÓ —
Myndainnhlöðun
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/3/05 12:42

Er það einhverjum vandkvæðum búið að búa til apparat þar sem hægt er að hlaða inn ljósmynd og sýna á vefnum?

Nennið þið að gera svoleiðis. Það gæti hjálpað af og til.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 31/3/05 13:10

Eitthvað rámar mig í að kunningi minn tali í sífellu um að "fotka" myndir. Ég skil hann sem svo að hann ætli sér að nota þjónustu einhvers netfyrirtækis sem kallars sig Fotki. Hver slóðin þangað er veit ég ekkert um en gæti giskað á að hún væri auðfundin.

Fotki er sumsé eitthvað apparart til að hlaða inn myndir og sýna á internetinu, ef ég skil þetta allt saman rétt.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/3/05 13:13

Jájá, það eru til nokkrar síður af slíku tagi. Eitt sinn reyndi ég að skrá mig inn á slíkt en það fór bara í hakk. Svo þarf maður að muna lykilorð og þess háttar. Eintómt vesen. Best væri að geta bara hlaðað inn ljósmynd á vefinn. Þ.e. ef tækiórangútanarnir nenna koma því í kring.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 31/3/05 13:16

Hvað næst? Á ritstjórnin að gera heimavinnuna þína fyrir þig? Fara út með ruslið líka? Tilætlunarsemi er þetta alltaf hreint!

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/3/05 13:19

Hættessum sleikjuskap Órækja. Ekki viltu að tungan festist í íkornanum á efri vörinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 31/3/05 20:00

Það eru til síður þar sem eigi þarf að skrá sig inn. Ein slík er t.d. http://imageshack.us/ , þar er hægt að 'uploada' myndum ókeypis og án skráningar. Og einhversstaðar rákumst vjer á langan lista yfir svona síður en höfum því miður gleymt hvar.

Þetta býður upp á stórskemmtilega möguleika á að birta hjer myndir í áróðursskyni, að svindla í tengingaspilum o.s.frv. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/4/05 14:04

Best að prófa.

Frábært! Þakka þér fyrir Vladimír. Þetta gæti komið að notum í framtíðinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 2/4/05 06:54

Það er ekki spurning, stórgott að sýna sem flestar myndir af vel greiddum reykingamönnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/4/05 12:55

Sko þessa fínu mynd af mér frá því fyrir mööörgum árum

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/4/05 06:45

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/4/05 06:49
Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/4/05 14:19

Já! Meðan ég man. Ég hef ætlað að spyrja þig frá því þú valdir þér mynd þína Heiðglyrnir.

Úr hvaða bíómynd er þessi mynd af Terence í riddaraklæðunum. Ég man ekki eftir honum í riddaramennskunni. Var Bud með?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/4/05 17:20

Alveg magnað, tapaði slóðinni og finn hana ekki aftur ‹Vonlaus gúglari, gráti næst›. Ætla nú samt að reyna betur þetta er ólíðandi.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/4/05 17:53

Vladimir Fuckov mælti:

Ein slík er t.d. http://imageshack.us/ , þar er hægt að 'uploada' myndum ókeypis og án skráningar. Og einhversstaðar rákumst vjer á langan lista yfir svona síður en höfum því miður gleymt hvar.

Og nú munum vjer hvar þessi langi listi var:
http://www.free-webhosts.com/free-image-hosting.php

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/4/05 12:55

Ég verð að skrifa að mér finnst þessar myndaminnkanir Enters vera full miklar. Er ekki hægt að hafa stærðarstillingar með Myndahnappinum í valmynd?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 7/4/05 13:30

Ég vorkenni þér nú ekki mikið að afrita slóðina yfir í nýjan glugga ef þér liggur lífið á að sjá myndina í fullri stærð.

Persónulega finnst mér myndum oftast ofaukið og því er mjög gott að séu þær á annaðborð í boði, sé stærð þeirra haldið í hóf.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/4/05 14:13

Ég er sammála Hakuchi!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 7/4/05 14:23

Hakuchi mælti:

Ég verð að skrifa að mér finnst þessar myndaminnkanir Enters vera full miklar. Er ekki hægt að hafa stærðarstillingar með Myndahnappinum í valmynd?

Ég á mjög bágt með að þola myndbirtingar af öðrum vefsvæðum hér, það hægir á vefnum og er almennt til óþurftar - auk þess sem það leiðir eigendur myndanna hingað sem er ekkert sérstaklega heppilegt fyrir ljósmyndastofu Baggalúts. Þær mættu því fyrir mér vera mun minni en þær eru nú.

Það er þó skömminni skárra þegar notuð eru sérstök myndhýsingarsvæði eins og Vlad bendir á og sumir eru farnir að nota - eða svæði í eigu viðkomandi notenda (sjá t.d. hjá Ívari, Tigru og Vamban).

Vel má vera að við prófum að leyfa ykkur að hlaða inn eigin myndum hér innanhúss og þá verður hægt að stilla stærð þeirra og þvíumlíkt. Það verður þó ekki alveg strax.

Ég vil þó benda myndaþyrstum á að hægt er að smella á myndirnar sem birtast hér til að sjá þær í fullri stærð.

     1, 2  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: