— GESTAPÓ —
Ný mynd, ellegar ekki.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 27/3/05 03:24

feministi mælti:

Ég hef verið að spá í það af og til hvort ekki væri ráð að fá sér aðra mynd, en ég hef verið með þessa sömu mynd frá upphafi. Nú langar mig að fá skoðun ykkar, því ég er á báðum áttum í þessu vandasama máli.

Spuningin er tvíþætt. Á ég að skipta um mynd og eruð þið með tillögur.

NNNNNNNNNEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIII!!!!!!!!!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 27/3/05 12:54

Láttu það alveg vera að skipta um mynd nema þú hafir hugsað þér að skipta um persónuleika líka.

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 27/3/05 13:46

Hvað með þessa:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Melkorkur 27/3/05 19:55

Sko, tilbreytingar eru oftast af hinu góða, en eitthavð grunar mig að það myndi vekja almenna ókátínu ef að þú skiptir um mynd, þannig að kannski málið sé bara að halda fast í rætur sínar og vera með sömu mynd?
Ég get allavega sagt þér að ég ætla að vera með sömu mynd.

Korkur er mitt nafn, Korkur skal ek vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 27/3/05 23:28

feministi mælti:

Ég þakka ykkur góð viðbrögð. Hér má sjá fjölda viðeigandi og óbærilega sniðugra tillagna. Enn hef ég ekki gert upp hug minn og vel kemur til greina að halda andlitinu.

Að öllu gamni slepptu: Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera lengi hér á Gestapó og líkar sífellt betur og betur. Þar eru margir góðir gestir og þar á meðal þú, feministi, sem eru fastir punktar í tilverunni og veita öryggiskennd á síðkvöldum. Í hvert skipti sem einhver þeirra skiptir um mynd, deyr eitthvað innra með mér og það er ekki leggjandi á gamla önd til lengdar. Ég grátbið þig því að skipta ekki um mynd. Þessi er svo ljómandi falleg og er greypt inn í hug og sál margra gamalla fastagesta Gestapó.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 28/3/05 14:24

Það er ekki á hverjum degi sem gömul aðsjál önd grátbiður mig. Ég skipti því ekki um mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 28/3/05 14:30

Já, það er náttúrulega guðlast að skipta út svo mikilvægri fígúru út úr þínu alteregói, en ég vil samt koma með smá satansfreistingu í myndformi og sjáum nú hvort þú lætur segjast...! ‹Skellir sér á lær og fær sér vínarbrauð›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 28/3/05 19:40

feministi mælti:

Það er ekki á hverjum degi sem gömul aðsjál önd grátbiður mig. Ég skipti því ekki um mynd.

‹Verður hrærður og tárast›

Þakka þér kærlega fyrir. ‹Stekkur hæð sína›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/3/05 14:43

feministi mælti:

Ég skipti því ekki um mynd.

Ég las þennan þráð í gegn og allan tímann var ég á nálum, en nú sé ég að þú hefur ákveðið að gera það eina rétta í stöðunni og ætlar að halda þig við þína fínu mynd.

Ef þú ert komin í einhverja krísu yfir myndinni, prufaðu þá að fá örlitlar litbrigðabreytingar gerðar. Allt stórtækara en það er ekki eingöngu óþarfi heldur bara hreinlega hættulegt. (Hættulegt geðheilsu ýmissa anda og Limbralinga.)

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/3/05 14:46

feministi mælti:

Það er ekki á hverjum degi sem gömul aðsjál önd grátbiður mig. Ég skipti því ekki um mynd.

Góð ákvörðun og leiðir það hugann að því hvort ég eigi að skipta aftur yfir í gömlu myndina mína, en sú umræða hefur reyndar oft farið fram hér á síðum Gestapó...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 29/3/05 15:31

Skiftiði bara ef þið þorið.....................

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/3/05 17:14

Held að það sé oft áfall að skipta um mynd.
Smábaggi hefur t.d. skipt 3x um mynd síðan ég kom hingað á Gestapó og í hvert sinn hefur það verið sjokk fyrir mig og hefur haft talsverðar persónuleikabreytingar í för með sér fyrir hann sjálfann (eins og fæstum hefur dulist).

Ég er ekki á móti breytingum af neinu tagi, en verð þó að viðurkenna að myndbreytingar fara ögn í taugarnar á mér, sérstaklega ef þeim fylgja aðrar breytingar eins og hjá Smábagga.

Ívar breytti um mynd og það fór vel í mig, Hexía breytti bæði um nafn og mynd og ekki fannst mér það slæm ákvörðun af hennar hálfu því þá kom hennar innra sjálf betur í ljós. Breytingarnar á Gimlé/HlewagastiR fundust mér út í hött, en er þó búin að venjast þeim núna.

Aðrar breytingar hafa ekki skipt sköpum fyrir mig og því mæli ég með að fólk sem er ósátt við alter-egós myndina skipti henni út svo hún passi betur við persónuleikann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 29/3/05 22:39

Skabbi skrumari mælti:

feministi mælti:

Það er ekki á hverjum degi sem gömul aðsjál önd grátbiður mig. Ég skipti því ekki um mynd.

Góð ákvörðun og leiðir það hugann að því hvort ég eigi að skipta aftur yfir í gömlu myndina mína, en sú umræða hefur reyndar oft farið fram hér á síðum Gestapó...

Ég verð að viðurkenna að ég sakna gömlu myndarinnar. Það var eitthvað við þetta vinalega bros sem alltaf kom manni í gott skap. Ég legg til að þú fáir gömlu myndina aftur, í það minnsta í æviágripið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 30/3/05 01:00

Gæti ekki verið meira sammála!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 30/3/05 08:50

það væri gaman að sjá upprunalegar myndir við alla notendur.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/3/05 12:00

Mín er þó í það minnsta upprunaleg og verður það áfram.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 30/3/05 12:14

Skabbi skrumari mælti:

Góð ákvörðun og leiðir það hugann að því hvort ég eigi að skipta aftur yfir í gömlu myndina mína, en sú umræða hefur reyndar oft farið fram hér á síðum Gestapó...

Þú varst nú sætur, gamli:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/3/05 12:15

Þá sé ég loksins gamla Skabba. Þetta var fyrir mína tíð.

Áttu ekki annars til mína gömlu mynd einhvers staðar á skrá, fyrst við erum að leika þennan leik á annað borð?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: