— GESTAPÓ —
Evróvísíon
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 19/3/05 20:13

Nú er rétt lokið frumflutningi á Íslenska evróvísíon laginu. Er þá ekki tilvalið setja hér inn smá dóma um lagið.
Mér fannst það verulega gott bara, enda Þorvaldur alger snillingur. Blanda af Píkupoppi og ABBA með austurlenskum áhrifum. Svo er Selma alltaf svolítið sæt líka ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kuggz 19/3/05 22:11

Áhugaverðara málefni þykir mér sú játning að þér hafið horft á laugardagskvöld með Gísla Marteini. Þætti mér réttara að við færðum umræðuna í þann farveg heldur en upphaflega er lagt til.

Æðstiklerkur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/3/05 22:15

Jebbs! þessi júgróvisjónlög verða að vera grípandi við fyrstu hlustun og þess vegna er alveg nauðsynlegt að grauta saman einhverju sem fólk þekkir. Hún var nú ansi Britneileg á köflum... bara betri, það er ekki leiðum að líkjast enda mjög lifandi lag, jájá engin grafarstemming þar.

‹flissar ropandi á milli bjórsopanna›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 19/3/05 23:32

Nei, nei, ég viðurkenni aldrei að haf hafa horft á Gísla. Ég stóð bara upp frá tölvunni til að sjá Evróvísíon-lagið, reyndar var útgáfa spaugstofunnar ekkert síðri. Ég get alveg viðurkennt að horfa á spaugstofunna. ‹roðnar smá›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/3/05 23:38

já, júgravisnunarlagið var bara efnilegt í 16. sætið. Selma sæt og Toddi og Viggi lúðalegir að vanda.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tuðran 20/3/05 08:47

Mikið var rætt um það á sínum tíma eftir för Selmu í Júróvísíon að hún hefði ekki "flaggað sínum kynþokka" nógu mikið, hvað svo sem fólki fannst að hún hefði átt að gera betur. Ég er forvitin að sjá hvernig hún verður klædd og hagar sér á sviði í þessari keppni.....‹Starir þegjandi út í loftið›‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/3/05 16:45

Ætli konan verði ekki bara nakin. Þá myndi ég að minnsta kosti hugsanlega asnast til að horfa á þessa keppni.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 20/3/05 16:50

Ég slysaðist til að sjá þennan þátt í heild sinni ‹athugar hvort allir útlimir séu á sínum stað› og verð að viðurkenna að lagið er barasta ágætt. Hæfilega stolið úr hæfilega mörgum áttum, nógu flott til að Íslendingar bindi allar sínar vonir við það, en líklega einnig nógu mikil samsuða til að floppa og þar með senda Íslendinga með skeifu inn í sumarið.

Það sem mér finnst markverðast er að Gísli vildi meina að Eurovision-stefið væri úr 9. sinfóníu Beethovens. Nú er ég ekki mjög skóluð í þessum fræðum og get ekki sagt til um hvaðan stefið kemur, en þykist þó fullviss um að það er ekki úr 9. sinfóníu Beethovens. Er kannski einhver ykkar Bagglýtinga sem getur frætt mig um það, því ég nenni ekki að leita mér upplýsinga á þartilgerðum vettvöngum.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/3/05 17:20

Þar sem ég var fastur í sófanum eftir fréttirnar, sá ég þennan bévítans þátt. Þarna var mættur Júróvisjón-klúbburinn, sömu andlitin og sjást fyrir hverja keppni. Gamalt og þreytt lið sem hvorki heyrist né sést nema í aðdraganda þessarar keppni. Útbrunnið popplið. Kannski ekki rétt að segja að þeir sem aldrei hefur logað á séu útbrunnir og því rétt að kalla þetta hyski eitthvað annað; júróvisjónsnobbhænsn ef til vill.

Og lagið er prump - ömurlegt júróvísjónvæl.

Iceland - zero points.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 20/3/05 19:08

Ég hef bara ekki neitt að segja um þetta Evrósjón æði sem að rennur yfir stóran hluta þjóðarinnar þegar það fer að vora.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
RokkMús 20/3/05 19:19

Það á að senda rokk í þessa keppni og hana nú.

Þjónn Holmes næstu 14 ár.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/3/05 19:27

Ég held að við séum eina þjóð Evrópu sem tekur þessa helvítis keppni alvarlega. Annars er þetta ágætis afsökun fyrir partýhaldi....

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/3/05 20:30

Eitt sinn vorum vjer staddir í ónefndu Evrópuríki er keppnin fór fram í því ríki. Eigi urðum vjer varir við keppnina þrátt fyrir staðsetningu vora. Hjerlendis færi hinsvegar allt á annan endann ef keppnin væri hjerlendis (og þarf hún raunar eigi að vera hjerlendis til að slíkt gerist).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 21/3/05 01:02

Sammála Rokkmús.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kuggz 21/3/05 01:31

Er ekki möguleiki á því að senda knyppi af nýbúum sem rekið hefur hér á land í þessa keppni. Við gætum sleppt öllum tilkostnaði vegna þjálfunar, því við myndum byggja væntingjar okkar á þeirri staðreynd að þetta er opinber keppni og allir munu vera meðvitaðir um áhrif þess að gefa knyppinu okkar engin stig, það þýðir einfaldlega slæma umfjöllum í kjölfarið. Ef vel gegngur mætti jafnvel tengja þetta við auglýsingar íslands á erlendum vettvangi, s.s. með bolum með mynd af þáttakendum á undir fyrirsögninni "Eitt knyppi og málið er dautt?"

Æðstiklerkur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/3/05 03:37

Jæja, þá er ég búin að heyra lagið og get tjáð mig um málið ‹glöð yfir því›
En verstur fjandinn er að mér fannst það hvorki fugl né fiskur
‹hristir hausinn af vonbrigðum›
En svoleiðis er það jú alltaf hjá okkur ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 21/3/05 12:06

Norðmenn sendu oft metal rock hér í gamladaga og drullu töpuðu í kjölfarið.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/3/05 12:16

Það sýnir bara tvennt:

1) Fólk kann ekki gott að meta.
2) Evróvision er prump.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: