— GESTAPÓ —
Rafmæliskveðjur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/3/05 22:28

Hérna væri kannske ráð að senda mönnum Rafmæliskveðjur...

Í dag á Smali eins og hálfs árs Rafmæli:

Átján tunglin arkað hefur
okkur sæmt með skáldatali
Kveðjuskamt þér Skabbi gefur
skál ég drekk þér, vinur Smali.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/3/05 17:59

Í dag á Plebbin eins og hálfs árs rafmæli:

Kveðju send þér kynlaus vera
kasta til þín viskítár
Lútinn hefur bagg’að bera
bar’í eitt og hálft ár

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/4/05 23:44

Í dag á Skoffín hálfs árs afmæli... þar sem ég er eini sem bý til rafmæliskveðjur(að því er virðist) þá kemur hér eitt:

Hérna fyrir sirka hálfu ári
hentist inn og dillaði svo rófu
Henni fylgir ekki aumur kári
afkvæmi er bæði hunds og tófu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/4/05 23:53

Það gengur ekki að láta þig sjá einan um þetta merka starf, Skabbi minn. Ég skal henda einni inn svona rétt áður en deginum lýkur.

Loðið hefur Skoffín skott,
skal ég eitt nú mæla:
Fjári mikið væri flott
fljóðið það að tæla.

(Þessi kom nokkurn veginn að sjálfu sér)

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 4/4/05 23:55

Virðingarvert framtak Skabbi og Þarfi, virðingarvert. xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 5/4/05 00:08

ein hraðsoðin hér

skoffin hér í hálft eitt ár
hefur verið, skilst mér
þó ekki þekkist upp á hár
óður góður þylst hér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/05 00:18

Nau nau nau... nú á Þarfagreinir Rafmæli....

Þarfagreinir, þamba nú
þér til heiðurs kæri
Hálfa árið hefur þú
haldið Baggaskæri

Á hálfu ári hefur fír
haldið til á lútnum
Mikið hefur malað skýr
mjöðinn fékk úr kútnum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/4/05 00:28

krumpa á hálfs árs rafmæli

Komdu hérna krumpa fín
ég kasta til þín bögu
Hálft er árið elskan mín
inní Baggasögu

svo það fari nú ekki á milli mála, þá er ekkert á milli okkar krumpu

Íslendingur á líka hálfs árs rafmæli, en fyrir þá sem ekki vita þá er hann þrælduglegur í haustverkum, hjálpaði mér meðal annars að verka hákarl

Hákarlinn þú verka vilt
vinur Íslendingur
Hálfa árið hefur fyllt
hérna Skabbi syngur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/4/05 12:16

Degi einum eftir mér,
ó mín fagra krumpa,
hress og björt þú birtist hér
- brátt ég skal þig strumpa.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/4/05 00:28

Vamban á eins árs rafmæli... hann á sko skilið smá kvæði er það ekki?

Vamban ó þú vinsæli
vil ég þér nú óska
að rati í þitt rúmbæli
rosaleg sæt ljóska

Ári síðan áttir leið
áttavilltur drengur
birtist svo í Baggaleið
blótar ekki lengur

Kátur gengur götur hér
góður Vambalingur
fáðu hérna kvæðakver
kveðju Skabbi syngur

Ákavíti, skonsur, skens
skamt af últrakóbalt
Ávallt hjá þér gleði glens
gef þér drykki margfallt

Gestapó nú gleðst með þér
er gengur þú á lútnum
fáð'ér skonsu, fáð'ér smér
fáð'ér vín úr kútnum

Skál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 7/4/05 00:56

Gjarnan gefins rauðann klút
gjöf að fá frá baggalút
Amma apríl þriðja
alla tók að bryðja
(‹Kjötheima afmæli Ömmu ›
Takk fyrir Lútinn og kökurnar í tilefni 86 ára afmælisinns

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/4/05 12:54

Það er hneisa ef við kvæðamenn fögnum ekki eins og hálfs árs afmæli Zaxers, en hann er sá sem stofnaði Að kveðast á sem var undanfari vinsælasta kvæðaþráðar hér á Gestapó og þó víðar væri leitað...

Zaxer þú varst zómakarl
zendir góða vísu
Eigðu kveðju kæri jarl
kvaðst burt ljóta krísu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/4/05 12:59

Svo á Konstantín eins árs afmæli og þó hann hafi verið þögull síðustu misserin er hann þó enn efstur af Ká-um heimavarnarliðsins...

Komdu aftur Konstantín
kæri vinur stiltur
Rjómatertu, randalín
rauðvín færðu piltur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/4/05 00:18

Tony Clifton á eins og hálfs árs Rafmæli

Tony Clifton kjúklingur
kerling bak við skeggið
Sækó er sá sjúklingur
sjúkt var oft hans hneggið

Golíat á eins og hálfs árs Rafmæli

Golíat þú gæðaskinn
góða kveðju sendi
Lútinn gengur glatt er sinn
gott er orð í hendi

orðinn drulluþreyttur þegar þetta er skrifað

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/4/05 00:19

Ansans, Z. Natan á afmæli og honum hentar ekkert annað en dýrt sléttuband... ‹leggst í kör...›

Kveðju, Natan, færðu fat
fulla matar kistu
Smeðju hatar, prjálsins pat
prúður glatar lystu

jæja, þetta skilst vonandi...

Lystu glatar prúður, pat
prjálsins hatar smeðju
Kistu matar, fulla, fat
færðu Natan kveðju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/05 00:12

Af öllum þeim fjölmörgu sem eiga Rafmæli í dag, þá er Barbie sú eina sem hefur vakið einhverja lukku... þetta er til þín Barbie og til lukku með Rafmælið...

Orti hér oft undir rós
ás var með í hendi
Konan hafði kvæðaljós
ég kveðju Barbie sendi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/4/05 09:54

Kristallur von Strandir á Rafmæli í dag... til lukku:

Kristallur nú kveðju fær
og kökusneið í bítið
Sötrar öl og hátt svo hlær
hérn'er Ákavítið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/4/05 00:21

Klettur á rafmæli í dag... hann er einn af hinum fornu andspyrnumönnum við stofnun ríkisins Baggalútíu og því á hann skilið kveðju...

Klettur minn ég kveðju þér
kasta til í svamli
Andspyrnuna unnir hér
ölur, skál minn gamli

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: