— GESTAPÓ —
Skrímslið með þúsund augun hættur
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/3/05 17:17

Einhver var að segja mér að sá mikli meistari G. Kasparov ætlaði að hætta að keppa í skák og snúa sé þess í stað að pólitík. Þetta eru vond tíðindi. Þetta er álíka og þegar M. Jordan yfirgaf körfuboltann til að reyna fyrir sér í hafnabolta, þegar Jón Steinar hætti í lögmennskunni til að gerast dómari og þegar Finnur Ingólfsson hætti í pólitík til að gerast Seðlabankastjóri. Ég held ég geri fræg orð úr Friends-þáttunum að mínum og segi: "Its an end of an era".

‹Fellir tár af hvarmi, raular sorgarbrag›

Legg ég til að Baggalútur safni undirskriftum til að fá Kasparov aftur að taflborðinu.

Skáklistinni allt! Íslandi allt! Baggalútíu allt!

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 12/3/05 17:20

Jú, þetta eru miklar sorgarfréttir. Reyndar trúi ég þeim ekki, maðurinn á sennilega eftir að draga yfirlýsinguna til baka. Sjá nánar um þetta hér og hér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 12/3/05 21:01

Ég er ekki viss hann er farin að reskjast. Það er kanski best að hann hætti núna.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kuggz 13/3/05 03:19

Bismark XI mælti:

Ég er ekki viss hann er farin að reskjast. Það er kanski best að hann hætti núna.

Er það þín faglega greining?

Æðstiklerkur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/3/05 03:28

Kuggz mælti:

Bismark XI mælti:

Ég er ekki viss hann er farin að reskjast. Það er kanski best að hann hætti núna.

Er það þín faglega greining?

Hver er þín faglega greining Kuggzi minn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kuggz 13/3/05 03:40

Skabbi skrumari mælti:

Kuggz mælti:

Bismark XI mælti:

Ég er ekki viss hann er farin að reskjast. Það er kanski best að hann hætti núna.

Er það þín faglega greining?

Hver er þín faglega greining Kuggzi minn?

Mín faglega greining yrði að mestu leyti játning á vanþekkingu minni er kæmi að stjórnmálum í fyrrum sovétríkjunum. Einna mest áberandi er kemur að innanbúðarátökum valdablokka rússneskra stjórnmála og þeirri staðreynd að ekki er ennþá hægt að spá fyrir um hvaða stefnu hann (Kasparov) kýs að taka, helst í ljósi þess að litlar fregnir hafa borist af honum síðan hann gaf út upphaflega yfirlýsingu þess efnis.

Æðstiklerkur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 13/3/05 06:57

Þegar Pútin verður búinn að loka kappann inni, þá sendum við bara mannskap út til að frelsa hann. Svo geta Kasparov og Fischer átt ánægjulegt æfikvöld hér á Skák-skerinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/05 16:16

Ágætis hugmynd Vímus. Hér er viðskiptahugmynd. Ríkið gæti komið á skákmeistragúlagi á hálendinu og safnað þar öllum brjáluðum og hættulegum skákmeisturum jarðarinnar. Svo væri hægt að selja aðgang að þessu fyrir túrista. Gott mál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 13/3/05 17:11

Ekki versnaði hugmyndin í þínum huga. Reyndar eru augu mín að opnast fyrir skaðlegum áhrifum skákarinnar. Það er vonlaust að nokkur komi óbrjálaður út úr þeim heimi sem allt snýst um að blekkja, fórna sínum nánustu og drepa alla sem á vegi verða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/3/05 18:32

Ég hef stundað það um alllangt skeið að tefla reglulega við páfann og kenni mér ekki meins. Hins vegar er páfi eitthvað slappur þessa dagana en það kemur skákinni ekkert við.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 14/3/05 00:53

Ég get svo sem trúað mörgu uppá þig. Ég get þó engan veginn séð þig fyrir mér með drápsglampa í augum teflandi við páfann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 14/3/05 21:04

HVERJUM ER EKKI SAMA!!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 14/3/05 21:41

Ekki þeim..

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 14/3/05 23:12

Nafni mælti:

Ég hef stundað það um alllangt skeið að tefla reglulega við páfann og kenni mér ekki meins. Hins vegar er páfi eitthvað slappur þessa dagana en það kemur skákinni ekkert við.

Þú getur nú rétt ímyndað þér að það sé ekki gott fyrir heilsuna hjá karlinum að tefla allar þessar skákir.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/3/05 16:35

‹rétt ímyndar sér rétt›

LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: