— GESTAPÓ —
Fábjánar
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/3/05 20:21

Ég sá í sjónvarpinu fyrir stuttu ungmenni spurð að því hver Björn Bjarnason væri. Svörin voru í þessum dúr:

Bíddu, er hann ekki menntamálaráðherra?

Hann er í stjórnarandstöðunni.

Ég held hann hafi verið forsætisráðherra fyrir stuttu.

Hvað eru þessir unglingar að gera á daginn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 6/3/05 20:22

Það hefði verið nær að spyrja hvað persónurnar í Sims tölvuleijunum hétu eða eitthvað álíka.

Ótrúlegt en satt þá er ég hjartanlega sammála Smábagga. ‹Stekkur hæð sína›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 6/3/05 20:31

Björn húú????‹Klórar sér í höfðinu›Er það ekki þessi sem finnst Bruce Willis og George W. vera aðal. Hmmmm, er hann ekki borgarfulltrúi? Ætlaði að vera aðal þar, en skíttapaði. Jú nú kem ég honum fyrir mig, það er þessi sem gaf hugtakinu "smeðjubros" nýjar víddir þegar hann brosti í fyrsta sinn fyriri ekki löngu síðan.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/3/05 20:35

Þessi mannfýla er auðvitað ömurleg en samt lélegt að enginn hafi vitað hver hann er. Nema að stöð 2 hafi klippt þá einstaklinga út.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/3/05 20:50

Margir á Íslandi hafa skemmt sér, og hneykslast á heimsku Bandaríkjamanna þegar Jay Leno fer á svokallað Jaywalking og spyr þá einfaldra spurninga um stjórnmál, sögu, landafræði eða þess háttar.

Ég hef lesið spurningar svipaðs eðlis beint að fólki í einhverju götublaðanna (þessi sem eru ókeypis á vídeóleigum og í sjoppum) hér á landi. Þar kemur fram viðlíka fáviska og Bandaríkjamannanna í Jay Leno. Þannig að við ættum ekki að hlægja dátt í trausti þess að Íslendingar séu að meðaltali fróðari en Kaninn.

Ég vona hins vegar, fyrir hönd mannkyns, að bæði Jay Leno og götublaðið sigti út meirihlutann sem getur flestar spurningarnar. Það er oft afar niðurdrepandi að sjá svona heimsku, amk. í lýðræðisþjóðfélagi þar sem gert er ráð fyrir amk. lágmarkskunnáttu um heiminn til að geta verið virkur þátttakandi í lýðræðisferlinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 6/3/05 20:57

Heir - Heir. Það er fátt sorglegra en að heyra íslending básúna það hvað kanar séu heimskir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 6/3/05 21:56

Þessi fáfróði lýður er sá sami og þykir það sjálfsagt mál að rita bandvitlaust og hafa frammi óvandað og lélegt málfar, samanber innlegg Ívars hér um daginn. (Nenni bara ekki að finna slóðina og klístra henni hér inn)

Vesalingar þessir bera ævinlega fyrir sig ritblindu eða einhverri annari sjón- eða hreyfifötlun og þess vegna riti þeir eins og fávitar. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› Letingjar og himpigimpi!

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 6/3/05 21:58

Úff ég verð að læra að slaka á. Bara eitt af fáum innleggjum í langan tíma frá mér og ér er nærri dáinn úr hjartaslagi vegna æsings af minni hálfu!
‹Gleypir eina róandi og skolar niður með fullu glasi af kóbalt bættu ákavíti›

‹Ljómar upp›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/3/05 22:09

Já, virkilega slakt... sérstaklega var einn sem þóttist vera í stjórnmálafræði... sá á eftir að fá háðsglósur held ég þegar hann mætir í tíma...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/3/05 22:13

Eigi er svona fáfræði nýlunda. Vjer minnumst þess að er vjer vorum í framhaldsskóla fyrir löngu vorum vjer eitthvað að hneykslast á því að einhverjir í skólanum vissu eigi hvað forseti Bandaríkjanna hjet.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/3/05 22:19

Ég hélt að það væri varla mögulegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 6/3/05 22:55

Verst þykir mér þó að heyra þá tjá sig, íslenzku framhaldsskólanemana sem halda að Jón Sigurðsson hafi verið forseti.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/3/05 23:00

Já, en hann var forseti Alþingis á tímabili ... ‹Klórar sér í hausnum›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 6/3/05 23:02

Ah..."Forseti Íslenzka Lýðveldisins" þá...

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 6/3/05 23:03

Hann var nefndur forseti vegna þess að hann var lengi forseti hins íslenzka bókmenntafélags, minnir mig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/3/05 23:04

Jæja, eða það. Ég var hvort eð er bara að snúa út úr.

‹Skammast sín›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 6/3/05 23:17

Tina St.Sebastian mælti:

Verst þykir mér þó að heyra þá tjá sig, íslenzku framhaldsskólanemana sem halda að Jón Sigurðsson hafi verið forseti.

Einnig finnst mér allsvakalega fáránlegt þegar fólk heldur því fram að fimmhundraðarinn hafi sagt: „Vér mótmælum allir!“, fólk á nú að vita betur...

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 7/3/05 01:35

Þarfi og Fífli hafa víst báðir rétt fyrir sér, ef ég man rétt.

Jón forseti hljómaði bara betur en Jón forsetialþingisoghinsíslenzkabókmenntafélags, og því loddi það við hann.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: