— GESTAPÓ —
Bónus víggirt til hernaðar.
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Luis Miguel Coruedo 5/3/05 18:42

Ég fór í Bónus til þess að kaupa Coca cola, af því ég heyrði að það væri svo ódýrt, þegar ég kom að hilluni stóð að kókið kostaði 57 kr 2.L ég fékk glampa í augun og í stað þess að kaupa eina ætlaði ég að kaupa 6-kippu, en þegar ég kom að kassanum þá var mér bannað að kaupa svona margar, þú mátt bara kaupa tvær ok sagði ég og skilaði og keypti tvær tveggja lítra 114 kr. Hvað er eiginlega í gangi hjá Bónus? er að koma stríð? er krónan orðin að verðlaus? veit ekki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Við þessu er til einföld lausn. Kaupa fyrst tvær, greiða þær og fara með þær út í bíl. Fara síðan inn aftur kaupa aðrar tvær og greiða á öðrum kassa en í fyrstu ferð. Þannig má halda áfram uns búið er að fara á alla kassana og síðan eru auðvitað fleiri Bónus verslanir. Þú gætir því verið kominn með margar 6-kippurfyrir lokun.
Hins vegar er svo spurningin um bensínkostnað við að aka á milli verslananna, en það er nú önnur saga.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 6/3/05 00:16

Þetta kók er í raun ekki til sölu heldur til verðsamanburðar.......

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 6/3/05 00:33

Luis þarf sem sagt að skila kókinu, fyrst það var alls ekki til sölu... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/3/05 12:31

Hlutir eins og bara ein kökusneið á mann! minna mig dálítið á smábörn og fóstrur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 7/3/05 00:15

Smábaggi mælti:

Hlutir eins og bara ein kökusneið á mann! minna mig dálítið á smábörn og fóstrur.

Enda er hinn meðal neytandi í hinu íslenska samfélagi með þroskastig á við smábarn og framsækni á við fóstru.

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 7/3/05 09:20

Þetta er nú bara alveg eins og þegar að BT og ELKO fóru í tölvuleikjastríð og C&C var ódýrari í ELKO. Þá fóru BT menn og keyptu upp lagerinn. Í þeim tilgangi að ná til sín kúnnunum.

Hálfvitar!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/3/05 16:55

Má ég fá kók?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 7/3/05 20:31

Golíat mælti:

Þetta kók er í raun ekki til sölu heldur til verðsamanburðar.......


Íslensk samkeppni í hnotskurn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/3/05 10:46

Ég var svikinn í Krónunni í gær. Ég fór þangað inn og sá 2 lítra af kók á hvorki meira né minna en 57 kr. Alsæll keypti ég 4 í kippu. Þegar ég kom út hafði ég verið rukkaður um tæpan 400 kall fyrir kókið. Ég varð öskureiður þangað til ég áttaði mig á því að kókið var samt á tæplega 100 kall, þ.e. rúmlega 100% minna en maður borgar vanalega fyrir það. Þannig að ég varð örlítið svekktur í staðinn.

Þetta verðstríð er yndisleg tilbreyting. Sérstaklega hvað varðar kókverð. Svona kókverð hafa ekki sést síðan í kólastríðinu mikla árið 1992, þá fór kókið niður í 150 kall meðan pefsíið var í 130 kalli (Egils var þá nýbyrjað með pefsí og var að kynna það af hörku). Það voru dýrðardagar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 8/3/05 10:53

Ég man þegar að tveggja lítra kók var ódýrara en 1 og hálfur líter.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/3/05 10:56

Gott ef einn og hálfi líterinn hafi ekki borið barr sitt eftir það og horfið skömmu síðar. Ég var aldrei hrifinn af 1,5 líter. manni fannst alltaf eins og maður væri að hætta í miðjum klíðum þegar flaskan var búin. Svona eins og mynd sem hættir bara í lok annars þáttar. Maður fékk ekkert 'closure' með kókið sitt. Tveir lítrar gera gæfumuninn, þrátt fyrir að kókið sé yfirleitt orðið nokkuð flatt þegar komið er að síðasta dropanum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 8/3/05 11:00

Mig minnir að þeirra hugsun hafi verið að hætta með 1 og hálfs líters kókið. Þessvegna var 2 lítra ódýrara.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/3/05 11:05

Væntanlega. Enda voru þeir komnir í bullandi samkeppni við Egils pefsí.

Ég man þegar þegar kólastríðinu mikla lauk. Einn daginn las ég litla klausu á viðskiptasíðu Moggans þar sem einhver stjóri í Vífilfelli eða Egils sagði blaðamanni að fyrirtækin væru hætt í verðsamkeppni og hefðu ákveðið að keppa á öðrum sviðum eins og umbúðahönnun og þess háttar.

Þótt undarlegt megi virðast, þá var ekkert gert í þessu máli sem sýnir náttúrulega að á þessum tíma var Ísland enn hálf stalínískt-einkavinakorporat. Í alvöru landi hefði þessi forstöðumaður verið dreginn í járnum frá heimili sínu sama kvöldið. Málin hafa skánað nú þegar Samkeppnisstofnun hefur örlítil völd, en varla of mikið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 8/3/05 11:12

Samkeppnisstofnun hvað er nú það?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/3/05 11:14

Það er ein af þessum pappírsstofnunum sem eru til staðar hér á landi til að gefa landinu minni bananalýðveldisblæ. Aðallega til að blekkja erlenda ferðamenn held ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 8/3/05 11:17

Bíddu er það stofnunin sem fer í fyrirtæki og tekur þar öll gögn og geymir þau svo hjá sér þangað til þau gleymast?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/3/05 11:30

Nákvæmlega sú stofnun.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: