— GESTAPÓ —
Tilvist meints Guðs
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 16/3/05 14:19

Þetta minnir mig á eina gamansögu:
Árið 2035 voru vísindamenn orðnir svo gríðarlega vissir um eigið ágæti að þeir lýstu sig almáttuga.
Öllum að óvörum bankaði guð uppá hjá þeim og skoraði á þá í keppni um hverjir væru almáttugir. Vísindamennirnir féllust á það og Guð byrjaði á því að taka lófafylli af mold og bjó til lifandi mann úr henni. Vísindamennirnir örvæntu ekki því þeir kunnu að byggja DNA mannsins frá grunni, hvernig raða ætti upp frumum fullskapaðs einstaklings og hvernig kveikja mætti líf öllu saman. Þeir byrjuðu á því að ná í mold og þá heyrðist dimmri röddu - "Abbabbabb! Notið ykkar eigin mold!"

Gagnvarpið er komið til að vera
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 16/3/05 14:22

Hehe. Sniðugt. ‹Flissar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 16/3/05 21:07

Hahahaha. Þessi var góður. Hrós, hrós.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 16/3/05 21:47

Læknar eru guðir!

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 16/3/05 22:53

Ég trúi á Guð. Ég trúi því að hann sé til. Ég hef ekki séð hann og ég hef ekki heyrt í honum, svo ég viti til. Þess vegna heitir það trú og ég þarf ekki vísindilegar sannanir henni eða tilvist Guðs.

Hinsvegar veit ég að Framsóknarflokkurinn er ekki til. Fyrir því hef ég vísindalegar sannanir.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 17/3/05 09:14

Ef Framsóknarflokkurinn er ekki til, hvað eru menn og konur þá að æsa sig í Kópavogi?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/3/05 09:17

Ef Guð er ekki til, hvað eru þá prestar að æsa sig yfir kirkjujörðum og hlunnindum?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 17/3/05 09:31

Pengerne minn kæri, pengerne. Baldur Brjánsson gat ekki galdrað í alvörunni, en hann græddi vel á því að láta fólk halda að hann gæti það. Sama á við um prestana, þeir græða vel á að láta fólk halda að Guð sé til. Fínt innidjobb að tala nokkrum sinnum í viku um heilaga anda og að fólk eigi að elska hvern annan. Segja draugasögur í björtu og túlka þær síðan út og suður eftir hentugleikum og fá borgað fyrir. Fínn valkostur við að afgreiða í Bónus eða dæla bensíni hjá Esso. Þeir þurfa ekki eini sinni að sanna mál sitt, andstætt t.d. raunvísindamönnum sem þurfa að gera svo vel að leggja fram vísindalegar sannanir en verða að háði og spotti í vísindasamfélaginu ella.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/4/05 14:08

Vel mælt Voff.

Rétt eftir að ég ákvað að fermast ekki, ákvað ég að binda enda á trú mína á Guð. Hann hefur ekki gert neitt gott fyrir mig og mína.
Ef Guð er góður, þá er hann ekki til.
Ef Guð er til, þá er hann ekki góður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 17/4/05 15:06

StrangeOne mælti:

Ef Guð er góður, þá er hann ekki til.
Ef Guð er til, þá er hann ekki góður.

Nokkuð vel orðað.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/4/05 15:17

Ég þakka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/4/05 21:22

Ég held að ég geri StrangeOne að málsvara mínum í trúmálum, svei mér þá!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 18/4/05 20:54

‹Ljómar upp›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 18/4/05 22:18

Hmm.. kannski er hann bæði til og góður en ekki almáttugur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 19/4/05 09:00

StrangeOne mælti:

Vel mælt Voff.

Rétt eftir að ég ákvað að fermast ekki, ákvað ég að binda enda á trú mína á Guð. Hann hefur ekki gert neitt gott fyrir mig og mína.
Ef Guð er góður, þá er hann ekki til.
Ef Guð er til, þá er hann ekki góður.

Vel mælt StrangeOne.

Rétt eftir að ég ákvað að gefast upp á að setja skóinn upp í glugga, ákvað ég að binda enda á trú mína á Jólasveininn. Hann hefur ekki gert neitt gott fyrir mig og mína síðan ég var 6 ára.
Ef Jólasveinninn gefur í skóinn, þá er hann ekki til.
Ef Jólasveinninn er til, þá gefur hann ekki í skóinn.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 19/4/05 11:53

Sæll Gvendur Skrítni. Mér líst mjög vel á þig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 24/2/06 01:29

Trú er næsta stig á undan fullvissu. Þökkum Guði að við höfum ekki fullvissu um tilvist hans, annars mundum við allveg hætta að gera eitthvað skemmtilegt. (Og þó, það þarf ekkert að vera.)

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Þorgils Gjallandi 24/5/06 23:58

Kæru Vinir,

Ég er að velta fyrir mér hvað Guð myndi gera ef hann kæmist að því að hann hefði val um hvort hann ætti að fremja sjálfsmorð eða halda áfram að vera til.
Myndi hann fremja sjálfsmorð eða vera ánægður með sjálfann sig? Nú telur Guð skv. Biblíunni að stolt sé óæskilegt ´after pride cometh the fall´eins og stendur þar, ókei, ef Guð kemst að því að hann hefur vald yfir eigin lífi - myndi hann endurskoða þennan möguleika ef hann myndi uppgötva að tilvist hans sé í raun sjálfstæðs eðlis?
Ef ég geri mér grein fyrir þessu og við erum öll hluti af sömu heild, gerir Guð sér grein fyrir þessu?
Hvað varðar hugmyndina um að fólk trúi ekki á eða trúi á tilvist Guðs, þá hefur Guð aldrei verið spurður út í það hvort hann trúi á mannkynið - þá spyr ég sjálfann mig að því hvað myndi gerast ef Guð myndi fara að efast um það hvort mannkynið væri í raun og veru til eða jafnvel missa trúna á mannkyninu - hvað þá?

kær kveðja,

Þorgils Gjallandi

matrixs@mi.is

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: