— GESTAPÓ —
Bestu limrurnar
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 25/2/05 17:47

Ég geri ráð fyrir að sömu reglur gildi hér og á þræði Skabba. Besta sléttubandið. Ég læt eina gamla fylgja með í startið.

Hallgrímur misst hafði von um
að hátta með allsberum konum
í lófann þá tók
lókinn og jók
hraðann uns bræddi hann úr´onum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/2/05 18:27

Ég læt eina gamla flakka líka, er eitthvað andlaus núna... þessa samdi ég um hann vin minn Gimlé/hlewagastiR...

Taland'um línunna lastir
lævís þó fram hér þú kastir
verða ei hastir
og hlusta þá fastir
er hingað kom inn hlewagastiR

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/2/05 23:36

Hér er ein glæný... klámkjafturinn er að drepa mig... verst er að nú var ég að enda við að senda hana inn á limruþráðinn og þetta er ákveðin sóun á bætum að birta hana á tveimur stöðum, en læt hana þó flakka:

Fléttu ég greip í og gapti
griðkonan böllin þá lapti
tungan þá saug
tönn um hann smaug
belli úr beljaði safti

Ég vil hvetja Nafna til að taka þátt... þar sem hann er ókrýndur konungur limranna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/3/05 17:43

‹Það var ekkert annað...........›

Ég get ómögulega gert upp á milli limranna minna. Hendi því inn tveim síðustu sem komu í framhaldi af limru Skabbans.......bara til að vera með.

Saft mín úr munnvikum lak
mærin ei frá sér gat gefið... eitt kvak
Á öndinni stóð
eftir mitt flóð
Að aftan í hasti ég hrókinn inn rak

Rak hann á kaf af krafti
kerluna þræddi með skafti.
í gang gálan hrökk
af gleði hún klökk.
Kjökrandi reið sínum rafti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/05 22:11

Þar sem sömu reglur gilda og í sléttubandsþræðinum, þá má benda á Limrur annarra...

Ég vil byrja á að benda á þessa limru hans Nafna, úr félagsriti:

Kvæði:

Eitt finnst mér öldungis skrítið
undarlegt og ofurlítið
Hve tímans öll tár
töfr'á mi'grá hár
Titrar minn bósi við bítið?

Kynjólfur kom með þessa:

Kvæði:

Er beygð'ún sig þurft'ún að bakka,
rak bossann í útvarpsins takka.
S(v)æðisútsending
varð soldil kúvending
hún eignaðist FM-hnakka.

Venni Vinur átti þessa stórgóðu limru:

Kvæði:

Limran er leikur að orðum
líkt og Hávamál forðum.
En stundi menn leir
þá líkist hún meir
ljóðrænum fjöldamorðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 2/3/05 22:16

Þetta mættu fleiri gera. Það er eflaust mikið af góðum limrum hingað og þangað. Ég athuga hvort ég finni fleiri svona.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 3/3/05 01:36

Kvæði:

Vímus   29/08/04 - 22:26
Menn telja mig tæpan á geði
trúa því ekki sem skeði
kviknakin lá
kona mér hjá
Móðir Theresa titrandi af gleði

  • Svara • Vitna í •   Tobbi heimalningur   09/10/04 - 13:08

Hún Theresa móðir mín þagði
þegar guð henni svaraði að bragði
hér þú titrandi liggur
og tittlinga þiggur
og til blessunar yfir það lagði

Ég læt þessa flakka eftir mig ásamt frábæru svari Tobba.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/3/05 01:39

Nú. Var ég dottinn út?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/3/05 10:06

Fyrir þá sem eru ekki með limrur á hreinu.
Tekið úr bók Jónasar Áranasonar. 140 limrur.

Notkun ljóðstafa við limrugerð getur verið með ýmsum hætti.

1. Í fyrstu braglínu stuðlar tveir og í annari höfuðstafur.
Í þriðju og fjórðu braglínu stuðlar tveir og höfuðstafur í þeirri fimmtu.

2. Í fyrstu braglínu stuðlar tveir og aðrir tveir í annari. tveir stuðlar í þriðju og fjórðu braglínu og aðrir tveir í þeirri fimmtu, eða höfuðstafur í þeirri fimmtu á móti stuðlunum í þeirri þriðju og fjórðu.

Síðan segir hann. Gjaldgeng limra verður helst að innihalda það sem nefnist (absurd humor) eða fáránleikaspaug. Einn ágætur maður hefur sagt að því fjær sem limran sé skynsamlegu viti því betri sé hún.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/3/05 17:49

Þessar eru að mínu mati bestar.....................he he.

ENTER alltaf sami hrokagikkurinn:

Kvæði:

á limrum er lítið að græða
þeim leirburði fánýtra gæða
ég fúkyrðum þveitá
þau flón sem sig spreytá
því skeinildi skáldskaparfræða

Vímus.. talandi um absúrd endingar:

Kvæði:

Ég svolgraði eitraðan sveppinn
í sveiflu var dúndrað á Kleppinn
Vímus er laus
við ruglaðan haus
Mikið andskoti er maður heppinn

Tobbi heimalingur á þessa….langt síðan hann hefur sést:

Kvæði:

Hann Dóri er framsóknarfursti
þó fíflin all oft á hann hlusti
En Davíð er gæi
í mjög góður lagi
þó læknar út líffærum dusti

Barbi klikkar ekki:

Kvæði:

Líkust var Lovísa hegra
lagðist hún kofveg’á negra.
Sár undir sprundi
Súlumann stundi:
„ég hef nú fíflað það fegra”

Júlía á þessa og var ekki í neinum vandræðum að botnana:

Kvæði:

Fagur og fullkominn er'ann
fegin ég vil sjá'ann beran,
svo saman við rjóð
sæl bæð' og góð
búum, ef blessa vill sérann.

Kynjólfur á fínum spretti:

Kvæði:

Hrossið nú lafmæðir losti
er limrunnar nema vill kosti.
Uss! Þessi leir,
líkist nú meir,
fertugum forhúðarosti.

Haraldur Austmann grályndur að vanda:

Kvæði:

Totta mun trauðla hún Marta,
tanngarða brunna og svarta,
ber hún í góm´
botnlaust er tóm,
skósítt með skegg og með barta.

Z.Natan er naskur smiður:

Kvæði:

Bindindi bágt er að iðka.
Betr´ er að dálagleg griðka
færi þér öl
ef á því er völ,
& hjálpi þér liminn að liðka.

Skabbi ótrúlega rósmæltur:

Kvæði:

Í fjarskanum oft fjöllin glitra
og fögur þar döggin vill sitra
drekk ég þó vínið
vesæla skrínið
og visin mun höndin því titra.

Og svo að lokum ein eftir konunginn sjálfan:

Kvæði:

Ég þekkt eina kynlega kvennsu
sem kokgleypti daglega lensu.
Inn fyrir úf
ég þræddi minn stúf.
Og frúin hún aldrei fékk flensu.

Limru skal stuðla og stansa
stafir þá dingla og dansa
Ef höfuðstaf hefur
hún gleði oss gefur
Og verður ei vísa til vansa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/3/05 17:56

Þetta var vel gert. Skál!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/3/05 21:51

Á öðrum þræði fann ég nokkrar sjóaralimrur:

Barbapabbi ávallt góður:

Kvæði:

Barbapabbi   16/03/04 - 12:20

Á bárunni létt er hún Bára
bylgjurnar varla mun klára
um loðnumið dugga
drengir í skugga
inni og út- þó við -nára

Herbjörn er ekki afkastamikill, en klikkar ekki þá hann semur vísu/limru:

Kvæði:

Herbjörn Hafralóns   03/04/04 - 23:07

Hann Geiri, sem réri á Gunnu
golþorska setti í tunnu.
sigldi í land
en setti í strand
í brælu þar vonir hans brunnu.

Gimlé er náttúrulega náttúrutalent:

Kvæði:

Gimlé   15/04/04 - 23:41

Glaður ég sigli um sjóinn
- senn er ég aftur róinn -
helsti gallinn
að helvítis kallinn
þrykkir mig alltaf í þjóinn.

Svo fann ég limrusögur hér, ef einhver vill skoða og hérna voru nokkrar góðar limrur:

Haraldur... mikið sakna ég Haralds:

Kvæði:

Haraldur Austmann   14/02/04 - 17:57

Eitt sinn var mær frá Mosfelli,
mygluð og hárri í elli,
sem táninga dró,
á tálar og hjó,
höfuðið af þeirra belli.


Enter er sleipur í limrunum:

Kvæði:

Enter   16/02/04 - 15:04

það bjó eitt sinn hóra á Hellu
þó heimamenn segi það dellu
hún var til taks
og háttaði strax
ef mannskapinn vantaði mellu

Þrjár pólitískar í röð, fyrst Halli:

Kvæði:

Haraldur Austmann   16/02/04 - 17:14

Frammarar fylkjast um Dóra
frelsarann telja þeir stóra
í skinni af sel
hann sómir sér vel
svipar til Írafells-Móra.

Voffi varð að svara hehe

Kvæði:

voff   16/02/04 - 17:19

Frammarar fylkjast um Dóra.
Foringjann telja þeir stóra.
Í skinni af sel
hann sómir sér vel.
Annað en Davíð, sú auðvaldsins hóra.


Ég vildi koma þessu að:

Skabbi skrumari 16/02/04 - 18:53

Kvæði:

Frammarar freta með Dóra
furðulegt telja sig stóra
í skinni af sel
hann sérstakan tel
sjaldan í honum er glóra

Það eru fleiri fínar limrur þarna ef einhver nennir að fletta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 2/4/05 11:27

Hvernig er með þetta úrvals limrusafn. Á ekki að velja eina, tvær eða þrjár, sem Bagglýtingar telja bestar? Ef áhugi fyrir þessari hugmynd er ekki fyrir hendi, finnst mér lámark að klára það sem byrjað var á. Ég á allavega erfitt með að hlaupa frá hálfri flösku, pilluglasi eða hálfkláraðri konu. Hvar er svo Hildisþorsti, sjálfur upphafsmaðurinn að þessari hugmynd?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/4/05 23:59

Vímus, þú ræður þessum þræði... setja þetta í dóm?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 5/4/05 02:42

Hvað er ég að hugsa? Þá mæli ég með að miðnætti á föstudag sé tíminn sem miða skal við. Hvert skal svo senda tilögurnar? Er Barbi fáanlegur til að taka að sér djobbið aftur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/05 08:36

Við skulum sjá hvort Barbapabbi er ekki sáttur við það... líst vel á það...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 5/4/05 23:30

jájá segjum það og að skilafrestur atkvæða sé til miðnættis á föstudag.

limrurnar dæmið nú djafir
dómarar gegnir og þarfir
rýnið og lesið
límið þar fésið
grundið í sturlun svo stjarfir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/05 23:43

Þá gefa menn þremur limrum stig og senda Barbapabba í einkaskilaboðum... Besta limran fær þrjú stig, næstbesta tvö stig og þriðjabesta eitt stig... er það ekki bara?

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: