— GESTAPÓ —
Ótti og andstyggð í Vesturheimi
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 21/2/05 16:53

Hunter S. Thompson er dáinn, búinn að fremja sjálfsmord. Þetta er ekki gott. Hann var skáld í upprunalega merkingu orðsins: það er skylt 'scold' á angilsaxnesku: 'að rífa kjaft', 'að gagnrýna'.

Það er nógu að gagnrýna í Vesturheimi þessa daga, sérlega fyrir stjórnmálafíkil eins og Hunter. Atvinnulaus var hann ekki. Það er rétt og slétt ógnvekjandi að hugsa að hann hefur ekki viljað halda áfram.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kuggz 21/2/05 21:28

Vissulega sorgarfréttir.

Æðstiklerkur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/2/05 21:29

Blessuð sé minning hans en má spyrja hvaða aðferð hann notaði til þess að yfirgefa hina jarðnesku paradís?

Bíddu var það ekki örugglega hann sem skrifaði "Fear And Loathing In Las Vegas"?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 21/2/05 23:02

Jú, þetta var hann, Tinni. Gonzo-fréttamaðurinn. Mér skilst að hann hafi skotið sig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/2/05 23:05

Skál fyrir minningu Mr. Thompson.

‹Staupar sig með hreinu meskalíni›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 21/2/05 23:48

Skál, skál ...

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ned Kelly 21/2/05 23:50

Skál fyrir honum. Fáir höfundar hafa fángað tilgángsleysi og örvæntíngu ofskynjunarlyfja líkt og hann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/2/05 18:04

Þetta eru slæm tíðindi. Ég hef ekki lesið neitt eftir hann en lesið nokkuð um hann. Ég hef lengi ætlað mér að lesa einhverjar bækur eftir Thomson. Kannski er þetta gott tækifæri til þess. Ég byrjaði einmitt að lesa Bukowski rétt fyrir dauðadag hans. Það var upphafið að dásamlegu sambandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 23/2/05 19:23

Það er leiðinlegt þegar menn deyja. Ég hef ekki heldur lesið neitt eftir hann en hann var örugglega skemmtilegur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 24/2/05 01:03

Hér er alla vega dœmi um rit hans:

http://www.commondreams.org/views04/1028-29.htm

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/2/05 12:51

Það er reyndar skömm frá því að segja, en ég hugsa að ég láti andlát hans verða mér að hvata til að kíkja á hans verk... RIP

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 24/2/05 17:53

Það er sorglegt hvað fólk verður alltaf vinsælt eftir að það er dáið.
Tökum dæmi alla þessa listamenn sem ekki seldu málverk meðan þeir lifðu, en í dag eru þau að seljast á milljarða.

Tökum líka dæmi um Elvis.. jú.. hann var númer eitt.. kóngurinn.. á meðan hann var á lífi.. tröllreið öllu.. en hugsiði.. ef hann væri enn á lífi í dag, þá væri hann sjálfsagt útbrunninn.. fáir af ungdóminum sem myndu þekkja hann.. því hann væri ekki þessi goðsögn sem hann varð við dauða sinn.
Hann lifir í minningum manna og minningin vill oft skella auka glóa á þá sem við söknum.
Já.. Elvis lifir.. mun meira heldur en ef hann væri enn á lífi.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 24/2/05 17:57

Já, muniði eftir Oj Robinson? Það var nú meira helvítið hvað hann varð allt í einu æðislegur þegar hann drapst. Maður hafði varla heyrt um þetta leiðindahrukkugerpi fyrr en hann hrökk upp af. Svo dó Freddy skömmu seinna. Það heyrðist ekki annað í útvarpinu en þessir tveir á víxl í fleiri helvítis vikur. Þá fór ég að drekka stíft og óskaði þess af öllu hjarta að Stevie Wonder dræpist aldrei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 24/2/05 17:59

Oj Robinson? Who?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 24/2/05 17:59

Roy Orbison manneskja!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/2/05 18:01

Pretty woman, walking down the street, pretty woman, the kind I'd like to meet

‹Sönglar þetta góða lag um Júlíu sína›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 24/2/05 18:02

‹Gefur frá sér stunu, tekur upp Stroh flösku og teygar›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 24/2/05 18:03

Hvaða rugl.. Roy Orbison átti marga góða slagara.
‹Byrjar að raula "only the lonely" fyrir Fíflagang›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: