— GESTAPÓ —
Besta sléttubandið
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/2/05 20:39

Vegna hugmyndar sem Vímus fékk áðan, þá datt mér í hug að byrja á þræði um bestu sléttubandið...
Hugmynd að reglum:

1) Hægt væri að senda inn sléttuband sem þú hefur samið og má hafa birst hér á Kveðist á áður.
2)Hægt væri að senda inn nýtt sléttuband sem þú semur á staðnum.
3) Hægt væri að senda inn sléttuband sem þú hefur séð aðra senda inn hér á kveðist á (muna að nefna hann á nafn, ekki viljum við halda að einhver annar en upprunalegi höfundurinn hafi samið það).
4) Hægt væri að senda inn sléttubönd í eina viku og svo myndu menn senda einhverjum atkvæði sitt (t.d. Barbapabba) um besta sléttubandið og síðan yrði það sléttuband sem flest atkvæði fær dæmt sigurvegari, annað og þriðja sæti yrði nefnt.
5) Til að fleiri atkvæði komi inn þá mega menn nefna þrjú sléttubönd og raða þau eftir stigum, besta sléttubandið fengi þrjú stig, næstbesta tvö stig og þriðjabesta eitt stig.

Fyrir þá sem ekki vita hvað sléttuband er þá er hægt að finna upplýsingar um það á rimur.is og heimskringla.net en aðalhugmyndin er sú að hægt sé að lesa það bæði afturábak og áfram svo ennþá séu stuðlar á réttum stað.

Svo ég noti eitt af mínum sléttuböndum sem dæmi:

Nóttin bjarta skrýðir skart
skelfir hjartað auma
Sóttin nartar hýðið hart
hvæsir martröð drauma

Þetta er þá ferskeytt sléttuband, en einnig hringhent (innrím) og oddhent, en það er alls ekki nauðsyn, bara skemmtilegt skraut.
Best er ef kvæðið er læsilegt afturábak og hafi merkingu í báðar áttir, jafnvel aðra merkingu ef lesið er afturábak. Það er þó ákaflega erfitt en hrikalega skemmtileg þraut, sjáum hvernig til tókst í þessu dæmi:

Drauma martröð hvæsir hart
hýðið nartar sóttin
Auma hjartað skelfir skart
skrýðir bjarta nóttin

Tillögur að breytingum á reglum eða leiðréttingar á leiðbeiningum eru vel þegnar...
kv.
Skabbi

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 12/2/05 22:44

Ég man eftir sléttubandi um dómarann. Það breytti um merkingu eftir því hvort það var lesið afturábak eða áfram. Flestir hljóta að þekkja það og það væri gaman ef einhver gæti sent mér það hérna eða í einkapósti, þótt ég sé auðvitað óþolandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 13/2/05 01:43

Hvernig verður þetta dæmt? þá meina ég vísa sem er líka hringhent á hún ekki meiri möguleika? ég tala nú ekki um ef hún skiptir líka um meiningu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/2/05 02:19

Að mínu mati er það innihaldið sem skiptir mestu máli og þá er vísa sem skiptir um merkingu sterkust... ég myndi segja að skraut eins og innrím og jafnvel alrím geti aukið „verðmæti“ sléttubandsins, en það kemur ekki í veg fyrir að ef hún er dýrt kveðin en ekki með neina sterka merkingu eða hugsun þá sé hún ekki eins góð...

En það er bara mín skoðun og menn munu að sjálfssögðu dæma eftir eigin smekk og legg ég til að í lok vikutímans verði öllum gefinn kostur á að dæma í svona vikutíma, líka þeir sem senda ekki inn sléttuband.

Aukaregla sem ég legg til er að engin takmörk séu á því hversu mörg sléttubönd má senda inn á hvert nafn...

En nú ætla ég að prófa að semja eina á staðnum til að koma þessu af stað:

Sæta hjartað barðist blítt
brjóstsins varta titrar.
Væta skartar hlýju hvítt
hörund bjarta glitrar.

Afturábak yrði það þannig:

Glitrar bjarta hörund hvítt
hlýju skartar væta.
Titrar varta brjóstsins blítt
barðist hjartað sæta.

Þessi tók á, var yfir klukkutíma með hana, breytir lítið um merkingu afturábak, en skreytt með innrími fyrir þá sem vilja skraut hehe

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 13/2/05 11:27

Skabbi vann!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 13/2/05 15:36

‹Verð samt að sýna lit.›

Vandið þetta hetjur hér
hugar sletta klínist.
Bandið sléttu mikil mér
máttar flétta sýnist.

Sýnist flétta máttar mér
mikil sléttubandið.
Klínist sletta hugar hér,
hetjur þetta vandið.
‹Hefðu samt þurft að vera komnar nokkrar vondar til þess að efnið standist›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 14/2/05 11:09

Böndin sléttu firna fín
flúruð andanns ljóma.
Öndin létta gefur grín
gleður landann fróma.

Fróma landann gleður grín,
gefur létta öndin,
ljóma andanns, flúruð fín
firna sléttu böndin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

-------------------------
Mikið drekk ég; aldrei er
edrú milli funda.
Strikið yfir fullur fer.
Fráleitt reglu stunda.

--------------------------
Stunda reglu; fráleitt fer
fullur yfir strikið.
Funda milli edrú er.
Aldrei ég drekk mikið.

--------------------------

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 15/2/05 15:55

Frábært! ‹Brestur í massív fagnaðarlæti og gerir öldu hægri vinstri›

Znati vann núna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 15/2/05 16:05

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

-------------------------
Mikið drekk ég; aldrei er
edrú milli funda.
Strikið yfir fullur fer.
Fráleitt reglu stunda.

--------------------------
Stunda reglu; fráleitt fer
fullur yfir strikið.
Funda milli edrú er.
Aldrei ég drekk mikið.

--------------------------

Snilldartlega kveðið hjá þér ZNÓJ

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/2/05 21:20

Kannske var þessi þráður dæmdur til að misstakast... þáttakan er allavega ekki nóg er það? Eigum við að framlengja skilafrestinn þar til fyrsta mars?
hvet ég hér með stórskáld Gestapó til að senda inn sléttuband

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 22/2/05 11:58

Þið eruð snillingar, kæru skáldbræður, Znatan og Skabbi, Mjási og Fífli.

Ég leyfi mér að senda hérna eina, sem ég reyndar hef birt áður á vettvangi Gestapó.

Sléttuböndin kveða kenn
kraftaskáldið góða.
Fléttu getur ofið enn
undrabarnið fróða.

Fróða barnið undra enn
ofið getur fléttu.
Góða skáldið krafta kenn
kveða böndin sléttu.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 22/2/05 23:41

Best að pota saman einni svona til að vera með:

Slétta bandið heimtar hér
herra Skabbi ýtinn
rétta standið bragar ber
bulla hvabbið skrítinn

Skrítinn hvabbið bulla ber
bragar standið rétta
ýtinn Skabbi herra hér
heimtar bandið slétta
...................................................................
Það mætti nátturlega fara út í rímþrautir, og gera eitthvað svona:

Ákavíti kneyfa kann
kollu þjóra stóra
Bráka lýti fljótur fann
finndist ljóri bjóra

Hráka spíti, röskur rann
reyndi stjórann hóra
snáka bíta vöskust vann
vændislóran Nóra
......

Nóra lóran vændis vann
vöskust bíta snáka
hóra stjórann reyndi rann
röskur spíti hráka

bjóra ljóri finndist fann
fljótur lýti bráka
stóra þjóra kollu kann
kneyfa víti áka.
..........................

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 25/2/05 02:36

Ljóta serða hóru Hafnfirðingar
hýrir mætast.
Brjóta lögin nokkrir Norðlendingar,
naktir kætast.

Hún verður þá svona afturábak:

Kætast naktir Norðlendingar
nokkrir lögin brjóta.
Mætast hýrir Hafnfirðingar,
hóru serða ljóta.

‹Lengd rímorðs gefur færi á að breyta um stíl›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 25/2/05 08:37

venni vinur mælti:

Ljóta serða hóru Hafnfirðingar
hýrir mætast.
Brjóta lögin nokkrir Norðlendingar,
naktir kætast.

Hún verður þá svona afturábak:

Kætast naktir Norðlendingar
nokkrir lögin brjóta.
Mætast hýrir Hafnfirðingar,
hóru serða ljóta.

‹Lengd rímorðs gefur færi á að breyta um stíl›

Þetta var snilld. Svona hef ég ekki séð áður ‹Klappar Venna vin lof í lófa›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 25/2/05 09:52

Ekki hefur mér tekist að hnoða neinu saman sem ég tel boðlegt þessum þræði.
Þess vegna langar mig að byrja á nýjum þræði um bestu limrurnar. (Sömu reglur gilda) Eitt er ég þó ekki með á hreinu, Má hver þátttakandi senda inn fleiri en eina limru eftir sjálfan sig? Eða er í lagi að velja eina gamla og nýja eða jafnvel fleiri?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/2/05 23:43

Nú fer að loka frestinum til að senda inn sléttubönd og vil ég því hvetja menn til að rumpa þeim af... hafa sirka 15 mínútur... eftir það legg ég til að menn sendi atkvæði sín til Barbapabba... EF hann gefur samþykki sitt... sjáum til með það... sendi hér inn tvær að lokum sem ég sendi inn í denn:

Físu blauta reður'í rann
rumdi nautna kellið
ýsu bauta fnykinn fann
fraus þá skauta svellið

það má lesa afturábak þá svona:

svellið skauta fraus þá fann
fnykinn bauta ýsu
kellið nautna rumdi rann
reður'í blauta físu

Og svo...

ríka frú ég flengi fast
furðu lúinn hamast
fríka nú í krampa kast
karlinn búinn lamast


og afturábak:

lamast búinn karlinn kast
krampa nú í fríka
hamast lúinn furðu fast
flengi frú ég ríka

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 1/3/05 10:44

Má hnýta einni við í lokin, svona til gamans?

Engir voru meiri menn,
mestir frammá engi.
Drengir vorir endast enn
alltaf duga lengi.

Lengi duga alltaf, enn
endast vorir drengir.
Engi frammá mestir menn,
meiri voru engir.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: