— GESTAPÓ —
Athugasemd vegna norðurljósa
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 16/4/05 19:32

Hnuss. Síðan fann ég fleiri en eina villu í henni, þú þarna..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 16/4/05 20:04

Hakuchi mælti:

Góð hugmynd. Tónlistin hlýtur að vera góð því þau hætta ekki að dansa.

Ég held að það sé diskó.
‹♪I love to love, but my baby just loves to dance♪›‹Dillar sér með norðurljósunum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/9/05 22:53

Til að eigi grípi um sig allsherjar skelfing og ringulreið er rjett að geta þess að áðan gerðum vjer prófanir á tímavjel vorri. Eigi virkaði hún fullkomlega en hins vegar virkaði orkugjafi hennar afar vel og olli miklum ljósagangi í jónahvolfinu á stóru svæði yfir tilraunasvæði voru ‹Ljómar upp í draugalegri birtu frá 'norðurljósum'›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 28/9/05 09:19

Já þetta sást um allan heim skal ég segja þér. Áhugavert að sjá hvað blái kóbaltliturinn skein skærar í sessum „norðurljósum.“

Kannski, já ...bara
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Úlfamaðurinn 26/5/06 23:01

Úlfamaðurinn hefur miklar áhyggjur af því hvað myndi gerast ef Norðurljós verða seld - er þar með útséð um það endanlega hvort menn geti borið þessa miklu ljósadýrð augum á Norðurhveli Jarðar, svo valdamiklir eru víst Baugsfeðgar orðnir, eða það hafa a.m.k. vissir orðrómar gefið í skyn sem ég hef heyrt í þjóðfélaginu,

kær kveðja,

matrixs@mi.is

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/5/06 23:18

Er hægt að virkja Norðurljósin? ‹Dreymir stóriðjudrauma.›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 27/5/06 08:13

Já! Allir sem til þekkja vita að ferðamenn, ekki síst japanir eru með Aurora Boralis á heilanum.
Það væri lítið mál að gera Norðurljósatengda ferðamensku að stóriðju, en það vantar hvatann.

Mútugreiðslurnar frá alþjóðlegu stórfyrirtæki, sem teldi sig geta fleytt rjóman, til eins eða fleiri af þeim glæpafélögum sem þú munt væntanlega sem sauður veita atkvæði þitt í dag til að stela öllu í þessu "samfélagi".

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 27/5/06 09:09

Þetta er hreint ekki vitlaus hugmynd, Norðurljósaflug gætu orðið verulega vinsæl. Flogið að næturlagi (lykilatriði) upp fyrir skýjahuluna og norður á bóginn. Ég held að það sé svoleiðis fullt af fólki tilbúið að borga 6.000 kr fyrir svona sérstaka lífsreynslu. Flugfélögin þurfa ekki einu sinni að leggjast í sérstaka fjárfestingu því þau myndu nota vélar sem annars lyggja ónotaðar yfir nóttina. Þetta gæti orðið fyrir túristana líkt og hin þekktu loftbelgjaflug yfir gresjum Afríku. Auk þess sem þetta myndi hjálpa til við að fjölga ferðamönnum hérna yfir vetrarmánuðina sem er stærsta áskorun sem liggur frammi fyrir íslenskum ferðamannaiðnaði. ‹Ljómar upp›

Gagnvarpið er komið til að vera
        1, 2
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: