— GESTAPÓ —
Hauststemning - endurtekið efni
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sulllur 16/9/03 15:38

Mér finnst alveg við hæfi að endurtaka þetta ágæta kvæði sem birtist hér í fyrrahaust. Höf.: Smali.

Kvæði:

Nú er tíðin köld og tærnar bláar
á tjörnum freðnar skoðendur í böndum
og flugtakinu náðu aðeins fáar
fyrr en lentu í vetrar köldu höndum.

Nú ganga öngvar úngmeyjar á götum
í G-streingjum með skarti prýddann nafla.
Nei, aðeins feitar kerlingar í fötum
sem flestar hafa lifað betri kafla.

Hvað verður um þau fljóð er fötin spara?
Er fegurð þeirra dulin undir kápum?
Ef þú spyrð ég mun því einu svara
"úngmeyjarnar vilja að við glápum
(og þær eiga öngvar úlpur inní skápum).

Nei, þær flykkjast burt er fölnar lauf á trjánum
og flatar liggj´á sendnum unaðsströndum.
Þær flíka ekki sinnar þjóðar fánum
en fyrirlíta allt hjá sínum löndum.

En trefla ég og tískuvilltar húfur
tíni fram og þurrka af mér horið.
Þótt hrammur vetrar geti verið hrjúfur
ég hræðist ei og þrauka fram á vorið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/9/03 15:56

Vel er mælt en hvað hefur orðið af smala, týndist hann á fjöllum eða skipti hann um nafn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sulllur 16/9/03 15:58

Mér er ekkert gefið um landbúnað og varðar ekkert um það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/9/03 16:25

Bændur þekkja kindakvilla
kal og vetrar mátt
Sullur mátti sauðum spilla
suma lék hann grátt

æseiseijá

haustið kom með kaldan blæ
krókna blóm í svelli
kalt er þá í hverjum bæ
kyngir snjó á velli

Dr.Barbapabbi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: