— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 5/2/05 00:11

Nú höfum vér lesið um síðasta bankarán Daltongengisins og leikur oss nú hugur á því að vita hverjir voru hverjir í Lukku-Láka-bókunum, þ.e. vér erum eigi vel að oss í þeim efnum. Oss þykir líklegt að Jobbi hafi verið tilbúningur og Emmett orðið að Imma, en að hverjum urðu þá Grat og Bob, og þá hvor að hvorum?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 5/2/05 01:44

‹Fer í Lukku-Láka-bókahilluna og flettir í hraði›

Best er að skoða heimildir í lok bókarinnar „Daldónar ógn og skelfing vestursins“.

Þar er í stuttu máli og með Leifi forseta...Mitt innskot
Daltón-bæður lifðu í Arkansas fylki. Elstur var Frank Dalton Jobbi, fæddur 1859.
Annar hét Grattam Dalton Vibbi, var dvergur að vexti og hálfgerður krypplingur en ákaflega illskeyttur. Fæddur 1864.
Sá þriðji var Robert, eða Bob Kobbi fæddur 1868 og að lokum
Emmet Ibbi eins og þú nefnir, fæddur 1871.

Nánari úrdrátt um hvað þeir gerðu og voru frægastir fyrir hver um sig er einmitt í fyrrnefndri bók. Til að forðast ritstuld þá væri kannski betra að svara spurningum og vitna þá enn frekar í bókina góðu. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu og fer burt með bókina til að lesa í 100asta sinn frá blaðsíðu 1›

Nöfnin sem notuð eru hvað mest í röð frá þeim minnsta til hins stærsta:
Jobbi, Vibbi, Kobbi og Ibbi (Ívar)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 5/2/05 23:49

Þetta eru ekki sömu nöfn og Tálknfirsku Daltonarnir nota
‹roðnar og skammast sín fyrir að skipta sér af›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 6/2/05 21:39

Ísdrottning sem roðnar? Merkilegt nokk.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 7/2/05 01:01

Ísdrottningin mælti:

Þetta eru ekki sömu nöfn og Tálknfirsku Daltonarnir nota
‹roðnar og skammast sín fyrir að skipta sér af›

Tálknfirsku Daltonarnir?!? ‹Fer í ættfræðiskruddurnar og kannar líklegann bakgrunn Tálknfirskra Ísdrottninga›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/2/05 02:12

Tálknfirsku?!? Hvaða nöfn voru það? Runólfur, Hreggviður, Þórhallur og Ebenezer?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 8/2/05 12:24

Ívar Sívertsen mælti:

Tálknfirsku?!? Hvaða nöfn voru það? Runólfur, Hreggviður, Þórhallur og Ebenezer?

Var ekki Ebenezer nafnið af Snæfellsnesinu ‹klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Marbert 19/3/05 19:32

Nú kem ég af fjöllum! Hahaha! ‹Hleypur um nakinn um, skellihlæjandi›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 19/3/05 22:10

Ég sjálfur mælti:

Ísdrottning sem roðnar? Merkilegt nokk.

Það gerist reyndar afar sjaldan og þykir því merkilegt að verða vitni að....

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 19/3/05 22:14

B. Ewing mælti:

Tálknfirsku Daltonarnir?!? ‹Fer í ættfræðiskruddurnar og kannar líklegan bakgrunn Tálknfirskra Ísdrottninga›

Nei, Ísdrottningar eru aldrei af Tálknfirskum ættum, en þær heyra stundum ýmislegt hér og þar. Eins og um Tálknfirsku Daltonana sem ku vera 4 afar byssuglaðir bræður sem réðu lögum og lofum á Tálknafirði um tíma.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 19/3/05 22:15

B. Ewing mælti:

Var ekki Ebenezer nafnið af Snæfellsnesinu ‹klórar sér í höfðinu›

Nei Ebbi er að VESTAN eins og margt fleira gott fólk...

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/3/05 23:59

nohh... bara fjölfræði

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 24/1/06 23:12

Daltonbræðurnir eru nú eina ferðina en sloppnir út, Lukku Láki kátur er farinn að leita gtu þeir leynst hér? Rattati er kominn á sporið. dularfullt!

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: