— GESTAPÓ —
Stumdin okkar
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/1/05 02:04

Í stundinni okkar síðastliðinn sunnudag (og endursýnd klukkan 18 fimmtudaginn 27. janúar 2005) voru söngatriði frá að mig minnir Sönglist, söng- og leiklistarskóla barna og unglinga.

Atriðin voru þrjú og þegar það fyrsta byrjaði hugsaði ég með mér að þarna væri enn einn Siggu-Beinteins-söng-peningaplokks-skólinn og jú, ég hafði rétt fyrir mér. Þarna kom einhver stúlka og söng lagið Von (lag eftir U2 sem heitir á frummálinu One) og gerði það í löku meðallagi. Lagið var hálfnað þegar Birta og Bárður (aðalskepnurnar í Stundinni okkar) héldu áfram með einhvern asnalegan spæjaraleik sem ekki einu sinni sjónvarpssjúku börnin mín höfðu gaman af.

Svo kom næsta lag sem kallaðist Erpur rappar. Þar var strákur sem ekki var deginum eldri en ellefu ára að rappa um eiturlyf, nauðganir, morð og innbrot. Mér féllust hendur og varð eiginlega mjög reiður að gera þessum dreng þetta! Enn fremur að bjóða börnum landsins upp á þetta! Þetta lag var líklega hálfnað þegar það var kæft með leiðinlega spæjaraleiknum.

Svo tók steininn úr þegar þriðja lagið frá þessum söngkólaruglliði kom. Þar var á ferð lítil stelpa sem ekki hefur verið deginum eldri en tíu ára og hún söng Bæn Guddu. Þar var í stuttu máli sagt frá stelpu sem finnst hún vera feit og biður til guðs að hún fái að fara í megrunarkúr. Stelpuna langar að dansa fallega og vel og því þarf hún að vera með línurnar í lagi. Og svo ég vitni í lokaorð lagsins: Ó guð, ekki láta mig þurfa að dansa í yfirvikt.

Þetta er ekkert nema bein hvatning ríkissjónvarpsins til eineltis. Þeir sem ábyrgð bera í þessu máli hafa reynt að bera klæði á vopnin með því að segja að þessi atriði verði klippt út en fyrir mér er það of seint! Skaðinn er skeður! Hvers eiga börn sem ekki falla inn í staðalímynd um rétt útlit að gjalda? Þessi textalína sem ég vitnaði í áðan verður notuð gegn þeim hvað eftir annað og þau hafa fátt sér til varnar gagnvart miskunnarlausum jafnöldrum sínum. Mér finnst ritstjórn innlendar dagskrárdeildar hafa brugðist hlutverki sínu algerlega og beri að segja af sér hið snarasta! Það er mikill ábyrgðarhluti hvað sent er út til handa börnum og sér í lagi í formi sönglaga!

Ég hvet alla sem þetta lesa til að benda forsvarsmönnum sjónvarpsins á þessi skrif mín sem og öðrum til að koma megi í veg fyrir svona viðbjóður eigi sér stað aftur!

Ég gerði þetta að félagsriti líka...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 27/1/05 09:20

Bíddu One með U2 ég hélt að það hefði verið með Creed!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 27/1/05 09:37

Er þetta bara ekki Siggu-Beinteins-söng-peningaplokks-skólanum að kenna?Þu senda póst á Rúv og spyrja hvort þau meiga ekki Bla bla bla,svo þegar verið er ð taka upp þá bara búmm!

Annars á klipparinn að sjá um þetta og reyna einhvern veginn ð redda þessu!

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 27/1/05 10:02

Frelsishetjan mælti:

Bíddu One með U2 ég hélt að það hefði verið með Creed!

Þetta var semsagt ekki One með Metallica ?

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 27/1/05 10:04

Þá sjaldan að ég sé Stundina okkar er venjulega þau Birta og Bárður á skjánum, hann uppburðarlaus eins og kúgaður eiginmaður, en hún gribbast eins og ófullnægð eiginkona og skammar hann blóðugum skömmum. Af þessu læra börnin að konur eiga að gribbast og vera í fýlu, en karlmenn eigi að vera vandræðalegir og tafsandi einhverjar afsakanir. Vissulega er þetta góður undirbúningur fyrir lífið, því svona verður þetta hjá flestum þegar þau verða fullorðin. Hins vegar er skemmtanagildið ekki jafn mikið og fræðslugildið. En hvar eru allar skemmtilegu persónunar? Þórður húsvörður, Páll Vilhjálmsson, Glámur og Skrámur, kötturinn sem Steinn Ármann lék (man ekki nafnið) o.fl. Af hverju koma þeir ekki aftir?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 27/1/05 10:20

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 27/1/05 10:35

voff mælti:

...kötturinn sem Steinn Ármann lék (man ekki nafnið) ...

Hann hét víst Keli, greyið. Og börnin dýrkuðu hann.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 27/1/05 10:39

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 27/1/05 10:41

Sona bauv minn, þú færð örugglega bráðum tækifæri til að spreyta þig sem gæludýrið í barnatímanum. En þú skalt bíða eftir að Birta og Bárður hætti, það er víst ekkert gaman að vera frægur fyrir að hafa verið með þeim-þarna-leiðinlegu í þætti. ‹Klappar bauv á kollinn›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 27/1/05 10:42

Ívar Sívertsen mælti:

Í stundinni okkar síðastliðinn sunnudag (og endursýnd klukkan 18 fimmtudaginn 27. janúar 2005) voru söngatriði frá að mig minnir Sönglist, söng- og leiklistarskóla barna og unglinga.

Atriðin voru þrjú og þegar það fyrsta byrjaði hugsaði ég með mér að þarna væri enn einn Siggu-Beinteins-söng-peningaplokks-skólinn og jú, ég hafði rétt fyrir mér. Þarna kom einhver stúlka og söng lagið Von (lag eftir U2 sem heitir á frummálinu One) og gerði það í löku meðallagi. Lagið var hálfnað þegar Birta og Bárður (aðalskepnurnar í Stundinni okkar) héldu áfram með einhvern asnalegan spæjaraleik sem ekki einu sinni sjónvarpssjúku börnin mín höfðu gaman af.

Svo kom næsta lag sem kallaðist Erpur rappar. Þar var strákur sem ekki var deginum eldri en ellefu ára að rappa um eiturlyf, nauðganir, morð og innbrot. Mér féllust hendur og varð eiginlega mjög reiður að gera þessum dreng þetta! Enn fremur að bjóða börnum landsins upp á þetta! Þetta lag var líklega hálfnað þegar það var kæft með leiðinlega spæjaraleiknum.

Svo tók steininn úr þegar þriðja lagið frá þessum söngkólaruglliði kom. Þar var á ferð lítil stelpa sem ekki hefur verið deginum eldri en tíu ára og hún söng Bæn Guddu. Þar var í stuttu máli sagt frá stelpu sem finnst hún vera feit og biður til guðs að hún fái að fara í megrunarkúr. Stelpuna langar að dansa fallega og vel og því þarf hún að vera með línurnar í lagi. Og svo ég vitni í lokaorð lagsins: Ó guð, ekki láta mig þurfa að dansa í yfirvikt.

Þetta er ekkert nema bein hvatning ríkissjónvarpsins til eineltis. Þeir sem ábyrgð bera í þessu máli hafa reynt að bera klæði á vopnin með því að segja að þessi atriði verði klippt út en fyrir mér er það of seint! Skaðinn er skeður! Hvers eiga börn sem ekki falla inn í staðalímynd um rétt útlit að gjalda? Þessi textalína sem ég vitnaði í áðan verður notuð gegn þeim hvað eftir annað og þau hafa fátt sér til varnar gagnvart miskunnarlausum jafnöldrum sínum. Mér finnst ritstjórn innlendar dagskrárdeildar hafa brugðist hlutverki sínu algerlega og beri að segja af sér hið snarasta! Það er mikill ábyrgðarhluti hvað sent er út til handa börnum og sér í lagi í formi sönglaga!

Ég hvet alla sem þetta lesa til að benda forsvarsmönnum sjónvarpsins á þessi skrif mín sem og öðrum til að koma megi í veg fyrir svona viðbjóður eigi sér stað aftur!

Ég gerði þetta að félagsriti líka...

Það sem hefur áhrif á menningu er þjóðfélagið og þegar að þetta er orðin hugsun hér í okkar þjóðfélagi að þá sé ég ekkert að því að börnin syngi um þetta í menningarþættinum " Stundinni okkar"

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 27/1/05 17:39

Sko ég man eftir stundinni okkar með Brúðubílnum og Helgu Stephenssen með Lilla ‹Stynur af ánægju›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 27/1/05 17:51

Ég man líka eftir Fúsa Flakkara og ég spyr: Hvar er hann?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/1/05 18:03

ÞAÐ ER VERIÐ AÐ FLYTJA ONE / VON NÚNA Í SJÓNVARPINU OG SEM SAGT ENDURSÝNA HELVÍTIS ÞÁTTINN!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 27/1/05 18:04

Horfi/hlusta spenntur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 27/1/05 18:23

Muhahahahahh

Ritskoðuð Stundin Okkar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/1/05 18:27

já... hahahahahahha...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 27/1/05 19:10

Þetta var klippt...bíðum bara eftir "Stundin Okkar: Uncut"

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 27/1/05 19:36

‹Fagnar›

Hvað, hver, hvur
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: