— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/1/05 11:39

Datt í hug og innblásinn af þræði sem er nokkuð hér fyrir neðan að búa til Rímnasögu. Málið er að til að sagan eigi sér upphaf og endi, þá væri sniðugt að skapa ákveðið þema sem fara skuli eftir.
Því datt mér í hug að búa til grind utan um söguna sem síðan þeir sem vilja taka þátt í sögunni geta farið eftir.

Datt í hug að sagan myndi fjalla um bóndason sem þarf að leggja á sig erfitt ferðalag til að hitta heitmey sína, yfir fjall eða ófærur og á leiðinni hittir hann furðuskepnur í formi huldumeyja, trölla, drauga, vatnaskrímsla eða annarra þjóðsagnavera. Síðan þarf einhver hugmyndaríkur að enda rímuna á einhverju óvæntu.

Hef hugsað mér að hafa þetta 10 kafla, hver kafli með um fimm - tíu vísum og að menn fari sirka eftir þessu þema:

1) Inngangur og lýsing á bóndasyninum og ást hans á þessari heitmey sinni.
2) Lagt af stað í ferðalagið, fyrsta hindrun hans, jarðnesk eða ójarðnesk.
3) Slapp úr fyrstu prísundinni, illa farinn á sál og líkama
4) Sest niður og matast, einhver lýsing á furðum náttúrunnar eða furðuleg sjón í fjarska, eitthvað sem gæti verið slæmur fyrirboði.
5) Dottar og dreymir skrítinn draum, sem hann verður mjög hugsi yfir.
6) Leggur af stað aftur, eitthvað óvænt gerist, ójarðnesk vera fer að stríða honum, baráttan við hana hefst, hvort heldur hann kveðst á við hana eða einhver handalögmál.
7) Baráttan heldur áfram, tekst á einhvern óvæntan hátt að ráða niðurlögum verunnar.
8)Bóndasonurinn, heldur áfram, kannske lýsing á ferðalaginu, hvað hann sér eða hvað hann er að hugsa um, jafnvel draumkennd sýn á heitmeyjuna.
9) Farinn að nálgast heitmeyju sína, kannske gerir hann eitthvað vitlaust og lendir í einhverjum smá hremmingum sem hann sleppur úr.
10) Einhver óvæntur, kómískur eða tragískur endir

Þetta er svo sem ekki heilagt þema (allt óvænt er vel þegið, en þetta er hugmynd) og mega menn útfæra þetta eins og þeir vilja, en gott væri ef þetta myndi enda við tíunda innlegg, svo út komi saga.

Bálkur 1

Forðum var í firði einn,
fjórði karlsins sonur.
Álkulegur, aldrei hreinn,
engar sá þar konur.

Haustið áður, hlöðudans,
hafði meyju litið.
Fögur var í foxtrottskans,
fírinn drakk burt vitið.

Minnið svikið hafði hann,
hugsi var mjög lengi.
„Heyrðu þarna heitmey fann,
held ég, fram við engi.“

„Biðla mun mér brúði þar
á bæ í næsta firði.
Bý mér nesti fer í far,
finnst það nokkurs virði.“

Bóndasonur býr sig vel,
á bæjarleið að fara.
Dösuð er þó dráttarvél,
draslið það má spara.

Fótgangandi þarf hann því
í þrautargöng'að rölta.
Fór hann því í fötin hlý,
feginn mun hann tölta.

Í huga piltsins meyjan mjó,
mikil bæð' og fögur.
Barmmikil með blíðan þjó,
byrjum ferðasögur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/1/05 18:36

Kannske er ekki vinsælt að búa til sögu með kveðskap, en ég hef gaman af því og held því áfram, endilega takið þátt, annars verður þetta bara einræða hjá mér.

Bálkur 2

Bóndasoninn blasti við að bleyta tánna
varð að fara yfir ánna
ekkert stöðvað gat nú þránna

Stefnu tók á stífluvaðið stiklar drengur
hrifsað gæti hann einn strengur
hundblautur þá yrði þvengur

Elfan straumhörð espaðist á ógnar hraða
djöfull vildi drenginn baða
drengurinn þó lét sig vaða

Skyndilega skóflast undan skakkir fætur
djarfi sveinninn gaf ei gætur
gruggað vatnið illa lætur

Niður ánna napur straumur náði taki
aumur drengur enginn jaki
öslar fram þó fuglar kvaki

Á hundasundi hendur sprikla haus í kafi
á því leikur enginn vafi
átt'að hafa með sér stafi

Æðir niður elfu hratt og eygir landið
furðulegt þó fann hann strandið
feginn varð, þó læfi blandið

Blautur var á bakka loks, í buxum seyra
blautur jafnt um ökl'og eyra
enn mun reyna sitthvað meira

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 29/1/05 01:58

Mér finnst þetta nú bara ansi vel gert hjá þér Skabbi og flott ef breytt er um hátt í hverjum bálki

3.Bálkur

Illa blautur akra hlaut
aumur fauti grætur
áfram snautar, armur laut.
Oft þá hnaut um fætur

Grét ‘ann hátt en hló ei dátt
heldur grátt var sinnið
lítið sáttur lífs við mátt
lék um nátt grey skinnið

Aumur sálu elti tál
eins og gálu rýra
vegi hála valt, því bál
villumála stýra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/2/05 20:48

Þakka þér fyrir Barbapabbi, hrós frá þér er gulls ígyldi... salút... flott hjá þér sömuleiðis
4. bálkur

Nöldrar blauður, nærri dauður,
nötrar rauður, drengur snauður.
Lasinn, veikur, blár og bleikur
bísna keikur, hvergi smeykur.

Vinda treyju, man þá meyju,
miklu freyju, sætu peyju.
Þurrkar klæði, þornar bræði,
þurr í næði, borðar fæði.

Tók upp nesti, tólg á festi
tvö úr vesti, stykk'af hesti,
brauð og smjörið, fína fjörið,
feita mörið, alveg kjörið.

Hress varð drengur, hvarf þá strengur,
hugsar lengur, eins og gengur.
Hvíta skýið, hverfur mýið,
hálfgrátt strýið, grátt sem blýið.

Haukar garga, hlustir sarga,
hrafnar arga, skal þeim farga.
Undrun þótti, þessi ótti,
þessi flótti, að honum sótti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/3/05 22:24

5. bálkur

Hugsun stráksins reikar, ráfar
rænir geði, draumur káfar.
Augnalok þá aftur hallar
inní draumi, vera kallar:

„Drengur ljóti, snýttu snýttu
snáfaðu og áfram flýttu,
úr huga þínum ýttu ýttu
allan vafa þínum hnýttu.

Muntu lendí villu villu
varastu þá fljótsins stillu,
farðu eftir hyllu hyllu
haltu fjarri bergsins fyllu.

Gjörir eigi, tapa tapa
týnir lífið muntu hrapa,
farðu uppá stapa stapa
stoppa, þú munt verð’að apa“

Þá loks rankar við sér væni
veltir upp þann hugarspæni.
„Skyldi veran vitið mæla,
vill hún mig í burtu fæla?”

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/4/05 15:32

6. bálkur

Sér hann vera, í fjarska fer
fram við hverarpyttinn
Er að skera skrokk í ker
skelfing er hún hnyttin

Tröllsleg, hlátur, heyrist át
herðir sláturskeppi
Bölvað spjátur, gefur gát
gamli kátur seppi

Lítill fengur þvag í þveng
þögull gengur hræddur
Geiflast strengur gekk í keng
gekk þar drengur mæddur

Gekk að trölli vítt um völl
vildi spjöll en þagði
Andlits höll sem hvítamjöll
hávær köll frá lagði

Kom þá trú í táning, jú
„Tröll burt snú og víktu
komdu nú að kveðast frú
kunnir þú ei þá skríktu!“

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 5/5/05 03:28

pass?..........................................

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: