— GESTAPÓ —
Uppáhalds ljóðin
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 14/1/05 14:10

Hérna ætla ég, í samráði við Skabba, að stofna þráð þar sem fólk getur sett inn uppáhalds ljóðin sín.
Ég varð nefnilega ástfangin af ljóði i gær og vildi deila því með umheiminum svo að ég setti það í félagsrit.
Hinsvegar fannst okkur Skabba betri hugmynd að búa bara til þráð þar sem fólk getur deilt sínum uppáhalds ljóðum með öðrum Baggalýtingum, munið bara að geta höfundar.
Hérna kemur ljóð sem er í uppáhaldi hjá mér sem stendur, þetta sem ég birti í fyrrnefndu félagsriti:

Óráð

Ha, ha - nú sofna ég,
fyrst svona er dauðahljótt;
svo hitti ég í draumi
drottninguna í nótt.

Þá gef ég henni kórónu
úr klaka á höfuð sér.
Hún skal fá að dansa
eins og drottningu ber.

Svo gef ég henni svarta slæðu
að sveipa um líkamann,
svo enginn geti séð,
að ég svívirti hann.

Svo gef ég henni helskó,
hitaða á rist,
og bind um hvíta hálsinn
bleikan þyrnikvist.

Svo rjóðra ég á brjóst hennar
úr blóði mínu kross
og kyssi hana í Jesú nafni
Júdasarkoss.

Svo dönsum við og dönsum
og drekkum eitrað vín.
... Ég verð konungur djöflanna,
hún drottningin mín.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964)

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/1/05 14:46

Mér dettur strax í hug eitt:

Sölvi Helgason

Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum.
Með gleraugu hann gekk á skíðum,
gæfuleysið féll að síðum.

Hjálmar Jónsson frá Bólu (BóluHjálmar)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/1/05 15:13

Hér er eitt af mínum uppáhalds:

Mannleg Samskipti

Blessaður gefðu mér sjúss,
en vertu ekkert að hafa
fyrir því að segja mér
ævisögu þína

Einar Már Guðmundsson (anno 1980)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/1/05 15:23

Er hér með ljóðabrot sem hefur rúllað um galtómt höfuð Riddarans frá barnæsku,

Þá mun ég skýra´ann Vakra Skjóna
þó að meri það sé brún.

Mögnuð setning um viðhorf til margra hluta.

Sennilega er þetta úr gömlu skólaljóðunum og minnir Riddarann að heiti ljóðið Vakri Skjóni, en veit ekki meir.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 14/1/05 15:37

Heiðglyrnir mælti:

Er hér með ljóðabrot sem hefur rúllað um galtómt höfuð Riddarans frá barnæsku,

Þá mun ég skýra´ann Vakra Skjóna
þó að meri það sé brún.

Mögnuð setning um viðhorf til margra hluta.

Sennilega er þetta úr gömlu skólaljóðunum og minnir Riddarann að heiti ljóðið Vakri Skjóni, en veit ekki meir.

Sælir ljóðavinir
Kvæðið sem Heiðglyrnir vitnar í er "Vakri Skjóni" efir meistarann Jón Þorláksson á Bægisá. Jón varð ekki síður þekktur fyrir ljóðþýðingar sínar, þýddi m.a. Paradísarmissi eftir Milton og Messías eftir Klopstock. Hlaut í lifanda lífi, reynar háaldraður, viðurkenningu Breta fyrir að hafa kynnt löndum sínum hábókmenntir enskumælandiþjóða.

Kvæðið er í heild sinni svona:

Hér er fækkað hófaljóni –
heiminn kvaddi Vakri-Skjóni
enginn honum frárri fannst; -
bæði mér að gamni og gagni
góðum ók ég beisla-vagni
til á meðan tíminn vannst.

Á undan var ég eins og fluga;
oft mér dettur það í huga,
af öðrum nú þá eftir verð.-
Héðan af mun hánni ríða,-
hún skal mína fætur prýða,
einnig þeirra flýta ferð.

Lukkan ef mig lætur hljóta
líkan honum fararskjóta,
sem mig ber um torg og tún:
Vakri-Skjóni hann skal heita,
honum mun ég nafnið veita,
þó að meri það sé brún.

Óska ég okkur öllum til hamingju með þennan þráð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 14/1/05 20:51

Eftirmæli Bólu-Hjálmars um prest nokkurn eru falleg:

Hérna liggur letragrér,
sem lýðir engir sýta.
Komi nú hingað hrafnager
hans á leið'að skíta.

Man þetta nokkurn veginn rétt, að ég held.

Um annan kvað Hjálmar:

Byggð um flýgur blóðþyrstur
brauð út lýgur mannhundur
loksins hnígur hordauður
hans á leiði mígur hvur.

Hann var nú dálítið fastur á kúk og piss stiginu hann B.Hjálmar blessaður þótt margt frá honum væri afbrag, t.d. "Sálarskipið" sem er sérlega myndrænt og sennilega eitt af hans bestu ljóðum:

Sálarskipið

Sálarskip mitt fer hallt á hlið
og hrekur til skaðsemdanna,
af því það gengur illa við
andviðri freistinganna.

Sérhverjum undan sjó ég slæ,
svo að hann ekki fylli,
en á hléborðið illa ræ,
áttina tæpast grilli.

Ónýtan knörrinn upp á snýst
aldan þá kinnung skellir,
örvæntingar því aldan víst
inn sér um miðskip hellir.
- - -
Sýnist mér fyrir handan haf
hátignarskær og fagur
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dagur.

Þótt kvæðið sé ekki beint skemmtiefni er samlíkingin stórgóð, þ.e. hve heilsteipt hún er út í gegn. Ævinni lýst sem bátkænu rekandi illstjórnanlegri í ágjöfinni (freistingunum) en sér þó fyrir endann með strandi á björtum ströndum (dauða og paradís). S.s. gamla pípið um að lífið sé ganga um táradal en svo verði allt gott.. . en hið besta er kvæðið gjört.
Læt ég þessu lokið um Bólu-Hjálmar að sinni

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/1/05 18:02

Þetta ljóð kemur mér alltaf í gott skap, enda snilldar sonnetta...

Ég bið að heilsa.

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín,

heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

Jónas Hallgrímsson

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/1/05 18:26

Hér er ein snilld eftir eina íslenska bítnikkann, Dag Sigurðarson heitinn og heitir þetta "Lítið ljóð um heimspeki" sem er að finna í bókinni Fyrir Laugavegsgos frá árinu 1985.

Sóla fór í fjólubláan kjól og ætlaði
í fýlusóffapartí. Skáldið kvað:

Nei, ástin mín, heimspeki
er ekki ætluð fögrum konum.

Árþúsundum saman sátu munkarnir
sólarmegin í klausturgarðinum

við borð hlaðið kræsíngum
sem sveittar og skítugar
púlskepnur færðu þeim

og snæddu
og ræddu
og bræddu með sér

hinstu rök
sinnar óútskýranlegu

standpínu ex vacio ex nihilo.

‹Þessi maður var ótrúlegur›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 17/1/05 01:21

Ég held mikið upp á Lewis Carroll, og sérstaklega ljóðin hans. Hér er smá klípa úr The Walrus and The Carpenter.

"The Walrus and the Carpenter
Were walking close at hand;
They wept like anything to see
Such quantities of sand--
"If this were only cleared away,"
They said, "it would be grand!"

"If seven maids with seven mops
Swept it for half a year,
Do you suppose," the Walrus said,
"That they could get it clear?"
"I doubt it," said the Carpenter,
And shed a bitter tear."

kvæðið má lesa í heild sinni hér - http://www.poetry-archive.com/c/the_walrus_and_the_carpenter.html

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 17/1/05 09:31

Barbapabbi gerir Bólu-Hjálmar að umtalsefni. Hann gat líka kveðið fallega um þá sem reyndust honum vel. Mig minni að eftirfarandi hafi verið kveðið um biskup sem hjálpaði Hjálmari:

Víða til þess vott ég fann,
þó venjist oftar hinu,
að Guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu.

Hjálmar kvað líka eftirfarandi sem er oddhent hringhenda:

Það dauði og djöfuls nauð
að dyggðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð
en aðra brauðið vantar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 18/1/05 23:03

Ég fann blaðsnifsi í gamalli úrklippubók hjá mér, með eftirfarandi ljóði. Ég man ómögulega hver orti, ef einhver veit svarið þá má sá hinn sami deila því með mér.

Friður?

Á kirkjuturni hrafnamóðir
hreiður sér bjó
Hún bjóst við að geta alið þar
börnin sín í ró.

Og þó hún væri svartari
en vetrarnáttmyrkrið
bjóst hún við að kirkjan
veitti börnum sínum frið.

Eitt sinn er hún sat þar
og undi sér vel
lét klerkurinn skotmanninn
skjóta hana í hel.

Og dauð á litlu börnunum
blæðandi lá
kristinna manna
kirkjuturni á.

Við það gladdist klerkurinn
en glaðari þó hann varð
er skotmaðurinn hreytti hreiðrinu
niðr'í garð.

En lesi klerkur messu
og lofi drottins nafn,
þá flögrar yfir kirkjunni
kolsvartur hrafn.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/1/05 23:42

Ég vil nú rassakyssa smá og rifja upp eitt eftir Enter.

Gott er og gaman að pissa,
gjálífistuðru að kyssa,
held ég hún yrði nú hissa,
held ég hún færi að flissa,
sú útriðna hiklausa hryssa,
ef á hana myndi ég pissa.

Ég reyndar man ekki alveg öll erindin. Gaman væri ef einhver gæti klárað þetta (og leiðrétt ef eitthvað er rangt hjá mér).

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 19/1/05 16:59

Þetta áhrifamikla ljóð Davíð Stefánssonar hefur fylgt mér frá því ég las það fyrst sem unglingur.

Útburðurinn

Ég fæddist um niðdimma nótt.
Minn naflastreng klerkurinn skar,
og kirkjunnar rammasta rún
var rist á þann svip, er hann bar.
Ég grét undir hempunni hans,
uns háls minn var snúinn úr lið.
Ég er barnið, sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.

Í brjósti mér leyndist þó líf,
er lagður í skaflinn ég var,
og gusturinn hvæsti og kvað
og kvein mín til himnanna bar.
öll blíða og barnslund mín hvarf,
og brjóst mitt varð nístandi kalt.
Ég er barnið sem borið var út,
sem bað, - en var synjað um allt.

Og vindurinn vældi yfir mér
í vertarins skammdegishöll.
úr klaka var hvíla mín gerð,
en klæði mín saumuð úr mjöll.
Og veturinn kyssti mig kalt
og kenndi mér útburðardans.
Ég kneyfði kynnginnar mjöð
úr klakabikarnum hans.

Í vetrarins helköldu höll
ég hertist og dafnaði vel.
Ég nærðist við nornanna brjóst,
og nú er ég blár sem hel.
Í vindinum væli ég hátt
og vek hina sofandi þjóð.
Hugur minnn brennur af hefnd,
og hjartað - þyrstir í blóð.

Ég sé gegnum sorta og nótt,
og sjái ég einhvern á ferð,
þá skelf ég af hatri og heift
og hamslaus af þorstanum verð.
Ég væli og villi honum sýn,
sem vargur á bráð mína stekk.
Ég bít hann á barkann og hlæ
og blóð hans við þorstanum drekk.

Og sælt er að sjúga það blóð,
er sauð við nautnanna bál,
í brjósti hins bölvaða manns,
sem bannfærði óskírða sál,
sem barnið sitt bar út í skafl
til að bjarga tign sinni og kjól,
sem glitrar við altari guðs
í geislum frá lyginnar sól.

Ég var laufsproti á lífsins eik,
sem lygarinn burtu hjó.
Ég var gneisti af eldi guðs,
sem var grafinn í ís og snjó.
Ég var svanur, en heiðingjans hönd
dró hálsinn minn hvíta úr lið.
Ég er barnið sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 19/1/05 20:21

úff.......það setur að manni hroll

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 20/1/05 00:14

feministi mælti:

Ég er barnið sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.

Bara þessi setning lætur mig fá hroll upp og niður.. og tár í augun... en ég er náttúrulega bara svo voðalega viðkvæm svona innst inni....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/1/05 00:23

Já...útburðurinn er kraftmikill, tala nú ekki um ef maður heyrir Hörð Torfa flytja hann...það er ekta hrollur.

Hve glöð er vor æska, hve létt er vor lund,
er lífsstríð ei huga vorn þjáir;
þar áttum vér fjölmarga indæla stund,
er æfi vor saknar og þráir,
Þvi æskan er braut og blómin dauð,
og borgirnar hrundar og löndin auð.

-Þorsteinn Erlingsson

Hefur lengi verið eitt af mínum uppáhaldsljóðum, og fer það alltaf jafn mikið í mínar fínustu taugar þegar uphafslínan er notuð sem eitthverskonar "jolly good time" lýsing eða fyrirsögn.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 17:30

Nafni mælti:

úff.......það setur að manni hroll

Sammála.. magnað ljóð.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 20/1/05 17:56

Nornin mælti:

feministi mælti:

Ég er barnið sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.

Bara þessi setning lætur mig fá hroll upp og niður.. og tár í augun... en ég er náttúrulega bara svo voðalega viðkvæm svona innst inni....

Ertu á túr ‹Forðar sér›

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: