— GESTAPÓ —
Týndir kviðlingar
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 11/1/05 17:35

Þegar ég var lítið skrímsl sat ég oft í myrkvaðri kjallaraíbúð afa míns þar sem ægði saman stöflum af Þjóðviljanum og Tímanum í bland við þjóðlegan fróðleik og mandarínur. Eitt af því sem afi þuldi yfir mér í þá daga var þula sem ég hef hvergi rekist á síðan. Svo illa vill til að ég man aðeins brot úr henni og leita því á náðir fróðra Bagglýtinga um úrlausn. Kann einhver þessa þulu? Hún er líklegast upprunnin í Árnessýslu en hversu gömul hún er veit ég ekki.

Tíkin hennar Leifu
tók hún frá mér margt.
Skyr og skaflaskeifu
skinn og vaðmál svart.
Níu álna langan naglatein
nú er hún komin á vísnagrein,
tíkin sú var ekki ein
því Óðinn var með henni.
Tíkin gleypti tuttugu hafra
tröllin öll og ljá í orfum.
Reif hún í sig Rangárvelli
Ingólfsfjall og allan Flóa
aftur lét hún kjaftinn mjóa
...en þó hafði hún ekki hálfan kvið.

Kannast einhver við þessa þulu?[/s]

Víólskrímsl - fréttaritari Ríkisútvarpsins frá fyrir neðan sjávarmál - Undirróðursráðherra Baggalútíu - meistari dulargervanna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/1/05 17:36

Ekki kannast ég við þetta, en ég heyrði aftur á móti eitthvað álíka rétt fyrir jól í útvarpinu, eftir Þórarin Eldjárn ef ég man rétt... ætli það sé eitthvað skylt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 11/1/05 17:41

Nei þetta er miklu eldra. Afi var fæddur 1896 og mundi eftir þessu úr sínu ungdæmi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/1/05 09:38

Þetta er greinilega eitthvað óljóst, en ég sá upphaf þulunnar á heimasíðu þjóðminjasafnsins, en þeir eru að biðja menn að skrifa niður þær þulur sem þeir muna, kannske eiga þeir þessa þulu nú þegar ef þú hefur ennþá áhuga:
http://www.natmus.is/thjodminjar/thjodhaettir/spurningalistar/nr/200

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 3/2/05 14:18

Þakka þér fyrir, blessaður karlinn!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/2/05 14:29

Kíkti á ofangreinda síðu. Þótti mér það furðu sæta að ekki voru birtar neinar þulur í heild sinni, heldur bara upphafslínur. Sárnaði hálfpartinn............

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 3/2/05 14:35

Kannske ég reyni enn og aftur að finna rætur kvæðis sem móðir mín söng fyrir mig í æsku...

Kvæði:

Stígur hægt við heiðarbrún
Hljóða stjörnu vekur
Norðurljósa linda húm
Langa þráðu rekur
Sviptir blæju af mánamynd
Málar svellin rósum
Björtum jökli, bláum tind
Bindur krans af ljósum

Logabjarta langa nótt
Linaðu sjúkra þrautir
Gefðu lúnum líf og þrótt
Leggðu nýjar brautir
Ef að sérðu sáran stað
Sviðann láttu flýja
Berðu þreyttu brjósti að
Bjarta von og nýja.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: