— GESTAPÓ —
Skaupið '85 - skaupinu var stolið!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/1/05 16:09

Man einhver símaatriði Magnúsar orðrétt?
Það var einhvernveginn þannig að fréttamaðurinn spyr hvort margir hringi í þá og Magnús segir að það hringi enginn í þá. Fréttamaðurinn verður forviða og spyr afhverju skildi nú standa á því... Magnús segir þá með þjósti: „Af því við erum ekki með síma“...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 13/1/05 16:14

Er ekki bara málið að leigja sal og glápa á skaupið?

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/1/05 16:14

Eru þeir ekki að tala um einangrunina („það fór t.d. assgoti mikið í þennan vegg þarna“):

Ómar: Og eruð þið þá ekki með neinn síma?

Eyjólfur: Nei blessaður vertu, það hringir aldrei nokkur kjaftur í okkur

Ómar: Nú afhverju segiðru það?

Magnús: Vegna þess að við erum ekki með neinn síma

(Þetta er NB í eina skiptið sem Magnús segir e-ð í þessu skaupi og er með allt aðra rödd en þessa háu „Þa bilað!“ rödd sem síðar festist við hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 16:21

Enter, þúrt dullegur drákur!
Þetta var akkúrat framhaldið held ég, en nú vantar fyrripartinn. Ég man í svipinn eftir þessu:

Ég þykist finna fnyk!
Hann færist nær og nær.
...
þetter engin smáfýla!
Nei þetter svitogtáfýla!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/1/05 16:25

Já, einmitt:

Ég þykist finna fnyk!
Ég þykist finna fnyk!
Ég þykist finna fnyk! Hann færist nær og nær.
Ég þykist finna fnyk! Svo fyrir brjóst mér slær

Hann þykist finna fnyk svo fyrir brjóstið slær.

Já. Þetter engin smáfýla!
Nei þetter svitogtáfýla!

Táfýla! Táfýla! TÁFÝLA!!!

Við þetta bætist svo innblásin inngangsaría Sigga Sigurjóns.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 16:27

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›
Þetta vildi maður fá!

Annars er ég alltaf til í að fá undir okkur sal til að horfa á þessa gersemi. Það jafnast ekkert á við að horfa á svona klassíker með svona góðu fólki.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 13/1/05 16:34

Svo væri gaman að hafa fordrykk líka

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/1/05 16:35

Hvílíkur unaður yrði það... þ.e. að horfa á þetta skaup með fleirum sem hafa gaman af... og ekki myndi fordrykkur spilla...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 16:39

Ókei, ég á skaupið, vill einhver annar redda sal?

‹Varpar ábyrgðinni yfir á aðra›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ívar Sívertsen mælti:

Hérna... áttu þetta nokkuð á einhverjum gagnlegum og afritanlegum miðli?

Nei... ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›
...ég er hræddur um að þetta sé að eilífu glatað... (þ.e. ´80-´81 skaupið)
‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hexia de Trix mælti:

Ókei, ég á skaupið, vill einhver annar redda sal?

‹Varpar ábyrgðinni yfir á aðra›

‹Víkur sér undan ábyrgðarvarpi Hexíu›

Ég bý nú reyndar svoltið afskekkt & á ekki vídeótæki.
Myndi annars bjóða uppá stofuna heimahjámér, sem er ansi hreint rúmgóð...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/1/05 16:51

Man einhver hvaða áramótaskaup það var (eða var það spaugstofuþáttur), þar sem gert var grín að gettu betur og allar hraðaspurningarnar höfðu svarið pass... hehe

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 17:06

Var þetta ekki útvarpsþáttur í árdaga Spaugstofunnar?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hexia de Trix mælti:

Var þetta ekki útvarpsþáttur í árdaga Spaugstofunnar?

Jú, en svipuðum sketch-um hefur reyndar skotið upp í ýmsum áramótaskaupum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 13/1/05 18:14

Ég held að Pass-keppnin sé á plötu sem Spaugstofumenn gáfu út stuttu áður en Spaugstofuþættirnir byrjuðu í Sjónvarpinu. ‹klórar sér í höfðinu› jól '85 ?
Ég man ekki nafnið en ef ég man rétt eru Karl, Örn og Siggi í hvítum buxum og pastellitum bolum framan á henni.

Einhvers staðar á ég hana nú, og hananú! ‹Brestur í óstöðvandi grát yfir að eiga ekki plötuspilara›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/1/05 22:53

Sama og þegið hét platan og þættirnir í útvarpinu. Pass sketsinn kom í spaugstofuþætti 1989 - 1990 þar sem Randver lék spyrilinn.

En ég væri meira til í að halda svona Skaupaþon þar sem horft væri á nokkur góð skaup með for- og millidrykkjum. Síðan þegar menn væru orðnir verulega ölvaðir væri hægt að setja slakari skaupin í tækin.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 13/1/05 23:10

Ívar Sívertsen mælti:

Sama og þegið hét platan og þættirnir í útvarpinu. Pass sketsinn kom í spaugstofuþætti 1989 - 1990 þar sem Randver lék spyrilinn.

Einmitt - gott ef platan var ekki "best of" úr þáttunum með einhverju nýju efni inni á milli. Mig minnir þó að sketsinn hafi upprunalega verið í Sama og þegið, og síðan endurunninn á spaugstofunni.

Ívar Sívertsen mælti:

En ég væri meira til í að halda svona Skaupaþon þar sem horft væri á nokkur góð skaup með for- og millidrykkjum. Síðan þegar menn væru orðnir verulega ölvaðir væri hægt að setja slakari skaupin í tækin.

Ég er til í það líka. Á sjálfur '84-6 á Beta (tækið virkar enn) og næstu 5-10 árgangar ættu að vera til á VHS hjá gamla settinu ef vel er að gáð. Húsnæði fyrir 5-10 í miðbænum getur fylgt ef þið biðjið fallega.
Á einhver '83 og eldra?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 14/1/05 08:42

Hér virðast vera á ferð miklir skaup-spekingar, svo mig langar að varpa fram spurningu...í hvaða skaupi var sketsinn þar sem Jón Baldvin syngur texta við tannlæknalagið úr Litlu hryllingsbúðinni?

Í bernsku minni var ég Vestfirðingur
það var oft erfitt að vera þar kjur
ég varð að leggja á mig langan gang
um Langatanga, í fanginu þang...
‹hugsar stíft...orðið "fjöllin" poppar upp í hugsanablöðru, en hverfur jafnskjótt›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: