— GESTAPÓ —
Skaupið '85 - skaupinu var stolið!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 3/1/05 13:12

Þetta gullaldarskaup verður aldrei toppað svo sneisafullt af frösum að það hálfa væri nóg, hérna koma nokkrir sem rifjast upp. (kannski ekki orðréttir)
"2 árum seinna..."
Tollvörður/Rambo við farfuglana: "Heyrðu! Ég sagði STOPPA hérna!!"
"AAaaaa, godag, godag, godag. Hahahahaa"
"Kamakamakamakamakamakama kamarinn - er kominn uuundir hamariiinn"
"Ooooog þá er ekki eftir neinu að bíða... bíðum samt aðeins... "
"Veika löpp í vondum skó skó - þú ert svo veimiltítuleg og mjó mjó"
"Krakkar lokiði hurðinni!" - "Gerðu það sjálfur - Pabbi rabbi - Pabbi rabbi"
"Haaa, nei ég bað símann um að vekja mig"
"Pabbi kemur niður með prikinu elskan, pabbi kemur niður með prikinu"
"Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka."
"Slappaðu af mann andskoti!" - "Sla.. sla.. slabbe av?"
"ég þykist finna fnyk - já þetta'er engin smáfýla, nei þetta'er svita'og táfýla"
Magnús: "Mjaaa, biiiiilað"
"Snjó.. snjó ... mmmmppfh ... snjó..tippi!?"
"Það er orðið framorðið!" - "ha? já ég veit það, egum vi'ekki barað farað hætta 'essu"
"Og í næstu viku verður á dagskránni þátturinn Sjónvarp næstu viku, við skulum kíkja á brot úr þættinum"
"VEGNAÞESSVIÐERUMEKKIMEÐNEINNSÍMA!"

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 3/1/05 13:15

Yndisleg upprifjun ‹Hlær gríðalega› Ég alveg sammála þér þetta verður seint toppað‹lekur niður af hlátri yfir gömlum minningum›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/1/05 13:15

Almáttugur... ég man svo ekki eftir þessu. Veit ekki hvort um er að kenna ungum aldri mínum eða bara almennum minnisglöpum vegna ofneyslu alls.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›
Er hægt að kaupa skaup?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/1/05 13:17

Rámar samt eitthvað í þetta snjótittlingana....
‹fer að hugsa stíft›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 3/1/05 13:19

Ég held að það sé ekki hægt að kaupa þau, en það er ótrúlega margt fólk sem á þessi skaup á spólum. Ég sá þetta aftur fyrir nokkrum árum þá mundi ég ekkert sérstaklega eftir þessu skaupi en það rifjaðist upp þá.

Hafir þú séð þetta skaup einhvern tíman þá hlitir þú að muna eftir einhverjum af þessum frösum.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/1/05 13:22

Já ég lét frænda minn sem tekur alltaf upp skaupin, leita í sínum fórum en hann fann ekki 83-87 og ekki 2002.
Því miður fyrir mig.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/1/05 14:55

Það er orðið framorðið, það er eitthvað það alfyndnasta sem ég hef heyrt eða séð...............
Annars var þetta magnað skaup.
Var það ekki 2002 sem Sturla reyndi að selja símann? Það var óborganlegt atriði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 15:28

Ég man frasa alldrei orðrétt en hérna eru nokkrir sem ég held að séu úr áðurnefndu skaupi sem var það langbesta hingaðtil:

Siggi Sigurjóns sem Skonrokksþulur: „Það er ekki eftir neinu að bíða“.... ‹hikar› „bíðum þó“
Spyrill (Laddi) segir við túlkinn (Karl?) sem er að túlka fyrir leikstjórann (Örn): „Þakka ykkur fyrir komuna“... Karl: „Gott að þú minntist á konuna“.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 3/1/05 18:25

Skaupið ´81 var líka frekar sniðugt. Hérna eru nokkrir góðir frasar úr því:

"Ég keypti bara 24 jókerblys!"
"Takk fyrir að þrífa klósettið"
"Viltu ekki bara káfa á brjóstunum á mér!"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/1/05 18:43

Ætli það hafi ekki verið í því þar sem eftirfarandi kom m.a. fyrir ?:

„Þá tek ég líklega bara við fyrirtækinu hans pabba“
„Þú segir bara 'eigi skal höggva'“
„Blaðra til sölu, kostar 6 krónur“

Og svo munum vér eftir ótal atriðum án þess að muna frasana.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 3/1/05 18:56

Vladimir Fuckov mælti:

„Þá tek ég líklega bara við fyrirtækinu hans pabba“

‹Glottir eilítið en byrjar svo að flissa og endar í heljarinnar hláturskasti og hrynur í gólfið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 3/1/05 19:09

Já '85 skaupið var alveg magnað. Frummælandi nefndi helstu frasana, ég man í fljótu bragði ekki eftir fleirum (horfði samt á þetta skaup fyrir nokkrum vikum).

En muniði eftir "Gætt'að hvað þú gerir maður"? Það var stakur skemmtiþáttur sem er frá '83. Þar eru meðal annars tækifæris-hælarnir, "og svo puðrast þetta bara eitthvert út í loftið" að ógleymdri hinni einu sönnu "Fríðu Fennel" grænmetisætu.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 3/1/05 23:20

Það er eins og mig minni að "Viltu ekki bara káfa á brjóstunum á mér!" sé úr þeim þætti en ekki skaupinu.
Edda Björgvins, blindfull á Skóda. Eða var það eitthvað annað?
Allavega þá var þetta snilldar þáttur.
Bankaræninginn með skilríkin og Manbroddarnir.
"Villtu ýta aðeins, það vantar bara herslumuninn"

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 23:39

Í 85-skaupinu, var ekki alltaf innslag sem hét „hættur í eldhúsinu“ eða eitthvað því um líkt, þar sem Laddi lék húsmóður?

Djöfull er langt síðan maður sá þetta skaup, líklega ein 19 ár (lýg því reyndar, sá upptöku einhvern tíman fyrir um 15 árum)...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 4/1/05 00:22

Wonko: Jú, frasinn um brjóstin var víst í "Gætt'að hvað þú gerir maður"

Skabbi: Nei, ég held ég geti fullyrt að það voru engin slík innslög í '85 skaupinu. Hins vegar var eitt atriði þar sem Laddi ætlar að kaupa (að því er maður á að halda) eldavél, en í lok atriðisins kemur í ljós að hann og sölumaðurinn voru að tala um starfsstúlkuna sem var að vinna við eldavélina. (Eða kannski var Laddi sölumaðurinn...)

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Klaus Kinski mælti:

Skaupið ´81 var líka frekar sniðugt. Hérna eru nokkrir góðir frasar úr því:

"Ég keypti bara 24 jókerblys!"
"Takk fyrir að þrífa klósettið"
"Viltu ekki bara káfa á brjóstunum á mér!"

Já, þetta er að mínu viti ToppSkaup Allra Tíma. Það var Bessi Bjarnason sem klúðraði áramótum fjölskyldunnar, skaut t.a.m. flugeldi í sjónvarpið, svo ekki var hægt að horfa á skaupið þar á bæ. Þá þurfti hann að grípa til ýmissa ráða tilað skemmta heimilisfólkinu, m.a. með léttum leikjum & svo "hermdi" hann eftir Andrési Önd á ógleymanlega fyndinn máta.

‹Man einnig:›
"Eyvi skal höggva", "Ég veit það bar´ekkert svo obbosslega gjörla"
(Siggi Sigurjóns o.fl. - atriði í Snorralaug).
"Vilt´ekki bara fá að sjá á mér brjóstin? Eða mynd af mömmu?!" (Blindfull Edda Björgvins við Ladda í gervi lögreglumanns sem bað, ósköp kurteislega um að sjá ökuskírteinið hennar).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/1/05 00:35

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Klaus Kinski mælti:

Skaupið ´81 var líka frekar sniðugt. Hérna eru nokkrir góðir frasar úr því:

"Ég keypti bara 24 jókerblys!"
"Takk fyrir að þrífa klósettið"
"Viltu ekki bara káfa á brjóstunum á mér!"

Já, þetta er að mínu viti ToppSkaup Allra Tíma. Það var Bessi Bjarnason sem klúðraði áramótum fjölskyldunnar, skaut t.a.m. flugeldi í sjónvarpið, svo ekki var hægt að horfa á skaupið þar á bæ. Þá þurfti hann að grípa til ýmissa ráða tilað skemmta heimilisfólkinu, m.a. með léttum leikjum & svo "hermdi" hann eftir Andrési Önd á ógleymanlega fyndinn máta.

Var það skaupið þar sem hann fékk pípandi drullu... man lítið eftir því, var frekar lítill þá...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

uuu... reyndar held ég ekki, þetta með að "hreinsa klósettið" var bara einn af hinum vonlausu tækifæris-leikjum sem fjölskyldufaðirinn reyndi að "redda" gamlárskvöldinu með...

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: