— GESTAPÓ —
Flóðin við Indlandshaf
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 10:41

Já, nú er liðin rúm vika og fórnarlömb flóðanna orðin yfir 140 þús. Á slíkum hörmungartímum sem þarna eru, er ekki rétt að benda á sökudólga í því hvað fór úrskeiðis í að vara fólk við þessu og læt ég það vera. Vil ég aftur á móti benda á, eins og margir hafa gert hér áður, að styrkja hjálparstofnanir í þeirra viðleitni til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda og vil ég minna menn á að styrkja Rauða krossinn um 1000 kr, með því að hringja í síma 907-2020. Einnig er hægt að hringja í Hjálparstofnun kirkjunnar í síma 907-2002 (ef ég man rétt).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/1/05 10:47

Hitt er annað mál að það er undarlegt að menn skyldu ekki hafa gert ser grein fyrir hættunni. Það var þáttur í ríkissjónvarpinu fyrir ca. 1-2 árum um risaflóðbylgju sem færi þvert yfir Átlantshaf. Þetta er þekkt fyrirbrigði á Kyrrahafi. Hví hafa menn ekki spáð meira í þetta?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/1/05 10:57

Nákvæmlega. Man eftir all svakalegri flóðbylgju sem lenti t.d. á Mexíkóborg fyrir einhverjum 15-20 árum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 11:02

Jamm, ætlaði ekki að stofna þráð til að benda á sökudólg, en vissulega vissu menn af hættunni... það var reyndar rætt um annars konar flóðbylgju í þessum sjónvarpsþætti fyrir fáum árum, af völdum skriðu einhverskonar sem fallið gæti í sjó... hérna var um að ræða flóðbylgju af völdum jarðskjálfta og í sjálfu sér ekki hægt að segja til um hvenær hann yrði, en aftur á móti var nægur tími til að aðvara um flóðbylgjuna sem honum fylgdi, ef tækin hefðu verið í lagi á Tælandi... en fátækt og peningaleysi Tælendinga varð víst til þess að þeir uppfærðu ekki tækin sem bjargað hefði lífi þessara hundruð þúsunda manna... forgangsröðin er ekki alltaf í lagi í þjóðfélaginu...

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Níðhöggur 3/1/05 11:39

Tinni mælti:

Nákvæmlega. Man eftir all svakalegri flóðbylgju sem lenti t.d. á Mexíkóborg fyrir einhverjum 15-20 árum.

Það var jarðskjálfti sem hristi Mexicoborg 1986. Þar sem Mexicoborg stendur all-langt yfir sjáfarmáli kom flóðbylgja ekki inn í myndina þar, sem betur fer.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/1/05 16:58

Níðhöggur mælti:

Tinni mælti:

Nákvæmlega. Man eftir all svakalegri flóðbylgju sem lenti t.d. á Mexíkóborg fyrir einhverjum 15-20 árum.

Það var jarðskjálfti sem hristi Mexicoborg 1986. Þar sem Mexicoborg stendur all-langt yfir sjáfarmáli kom flóðbylgja ekki inn í myndina þar, sem betur fer.

Ég man a.m.k að jarðskjálfti neðansjávar á Kyrrahafi varð þess valdandi að mikil flóðbylgja skall á Mexíkó með einhverju manntjóni, en það getur svosum vel verið að borgin hafi sloppið en mannfallið var þó mikið, að mig minnir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/1/05 22:35

Þessar hörmungar verða vonandi til þess að vesturlandabúar sjá hvað Tailendingar eru í raun skipulagðir og duglegir við þessar aðstæður.
Verst að kirkjuaumingjarnir halda að þeir sjeu að bjarga einhverju. Sumir halda að þetta fólk sjeu eintómir þurfalingar, meðan við sjálf getum lært af þeim heilan helling!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 4/1/05 15:55

Kaffi blútur sendi þeom eitt tonn af Blút og 33333 tonn af humari af humari(þurfti að losna við allan þennan humar)‹Ljómar upp›

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 4/1/05 16:06

Hvað með restina af skötunni? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 4/1/05 16:21

Manstu ekki.‹Hvíslar að Galdra›Við borðunum hana.

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 4/1/05 16:32

‹Huxar sig um›Alveg rétt. Var búinn að gleyma þessu. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 4/1/05 17:03

hundinginn mælti:

Þessar hörmungar verða vonandi til þess að vesturlandabúar sjá hvað Tailendingar eru í raun skipulagðir og duglegir við þessar aðstæður.
Verst að kirkjuaumingjarnir halda að þeir sjeu að bjarga einhverju. Sumir halda að þetta fólk sjeu eintómir þurfalingar, meðan við sjálf getum lært af þeim heilan helling!

Bíðum við, var ekki verið að reka embættismann http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1119043 þar fyrir að vara ekki við flóðbylgjunni, hvað hann ekki gerði vegna þess að hann óttaðist afleiðingarnar fyrir ferðamannaiðnaðinn ef hann hefði á röngu að standa.......

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 4/1/05 17:33

bauv mælti:

Kaffi blútur sendi þeom eitt tonn af Blút og 33333 tonn af humari af humari(þurfti að losna við allan þennan humar)‹Ljómar upp›

Varlega drengir mínir. Það er best að grínast ekki með þessa hluti.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 4/1/05 18:16

Golíat. Jú yfirmanni veðurstofu Tailands var sparkað af því að hann gaf ekki út viðvörun eftir skjálftann um hugsanlega flóðbylgju. Var hræddur um að skaða ferðamannaiðnaðinn.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/1/05 22:19

Vamban mælti:

bauv mælti:

Kaffi blútur sendi þeom eitt tonn af Blút og 33333 tonn af humari af humari(þurfti að losna við allan þennan humar)‹Ljómar upp›

Varlega drengir mínir. Það er best að grínast ekki með þessa hluti.

Hjartanlega sammála og við skulum ekki hafa þessar hörmungar í flimtingum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/1/05 22:26

Schumi er maður með hjartað á réttum stað, 10 milljón dollara takk fyrir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 5/1/05 09:36

Akkúrat. Hef aldrei verið „hans maður“ en svei mér þá ef ég fer ekki að halda með honum eftir þetta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/1/05 10:16

Það þarf nú eitthvað talsvert meira til að ég fari að halda með Ferrari. En góðverk er þetta engu að síður. Leikstjórar og aðrir fúskarar í Hollywood hafa líka verið iðnir við peningagjafir. Gott hjá þeim!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: