— GESTAPÓ —
Frídagar- félagsrit Golíats
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 10:09

Þetta félagsrit fékk ekki þá athygli sem það þurfti að mínu mati og því hendi ég því hér inn, vonandi er Golíat sama...

Golíat mælti:

Það er kunnara en frá þurfi að segja að almennum frídögum er ekki dreift mjög skynsamlega yfir árið hér á Íslandi. Fríavertíðin er seinni part vetrar og fram á sumar, hefst í dimbilviku og stendur til 17. júní. Þetta er með öðrum orðum uþb 3 mánaða törn. Á þeim tíma eru eftritaldir frídagar; skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, fyrsti maí (bar upp á laugardag í ár), uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og 17. júní. Árið 2004 eru aðeins samtals 3 frídagar að auki; nýársdagur (fimmtudagur), frídagur verslunarmanna og hálfur aðfangadagur og hálfur gamlársdagur. Á næsta ári verða almennir frídagar eins fáir og mögulegt er; nýársdagur er laugardagur, 1. maí er sunnudagur, aðfangadag ber upp á laugardag og þar af leiðandi gamlársdag líka. Af þessu leiðir að almennir frídagar utan vertíðarinnar eru tveir, frídagur verslunarmanna og annar í jólum, tveir góðir mánudagar.
Frá mínum bæjardyrum ætti það að vera forgangsmál hjá hvorum tveggja atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni að koma meiri "frídagajöfnuði" á, milli árstíða/hluta og milli ára.
Þeir frídagar sem alltaf ber upp á fimmtudaga og eru einir sér, þe sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur mættu gjarnan færast yfir á haustið td einn í október og annar í nóvember og færu þar best á föstudögum. Gaman verður að finna þjóðleg og skemmtileg nöfn á þessi október- og nóvemberfest. Síðan ætti verkalýðshreyfingin að fara fram á í skiptimynt að lágmark verði sett á amk 1 frídag um jól, þe jól svona atvinnurekendajól eru eins og í dag þá fá launþegar hálfan aukafrídag sem menn geta samið um hvort sé fyrri hluti aðfangadags eða þriðja í jólum.
Ég er fullur bjartsýni og held að allt sé hægt í frjálsum samningum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda eftir sjómannasamningana frá í haust, þó auðvitað sé enn ekki búið að samþykkja þá í félögunum.
Að lokum vil ég óska öllum árs og friðar.

Breskir hafa svokallað Bank-Holliday þá mánudaga sem frídagar hitta á helgi... þannig að ef nýársdagur er á laugardegi eins og var nú, þá er frí á mánudeginum þar á eftir... aldeilis góð hugmynd það...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/1/05 10:58

jÁTS..............

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/1/05 11:55

Drullusama.......

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/1/05 12:32

Ég held þetta Félagsrit hafi nú fengið, beint og óbeint, næga athygli. Um innihald þess var rætt á víð og dreif um Gestapó. En sæmilegt Félagsrit, þó mér þyki voðalega tilgangslítið að kvabba yfir frídaga-tímasetningum.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 3/1/05 14:00

Útlendingur!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/1/05 14:37

Persónulega fannst mér athyglin rýr, en svona er það væntalega með þá sem þjást af athyglissýki þeir fá aldrei nóg af henni.
Vitiði annars hvernig þið getið áttað ykkur á því hvort þið þjáist af athyglissýki? Ef þið flettið myndaalbúmum í þeim tilgangi einum að leita að myndum af ykkur sjálfum þá er eitthvað að.....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 15:19

Jæja, fólk hefur greinilega ekki mikinn áhuga á frídögum, en það hef ég aftur á móti... þriggja daga helgi í hvern mánuð og aukafrídagur ef lögbundnir frídagar eru um helgi... segi ekki meira...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/1/05 15:27

Mér finnst að við eigum að hafa alla frídaga á föstudögum til að fá langa helgi. Bara að skella þeim á þann föstudag sem næst kemur.
þá væri 1. maí t.d. 29 apríl á þessu ári.
Sumardagurinn fyrsti væri 22. apríl.
Uppstigningardagur væri 6. maí.

Þetta væri náttúrulega mikil snilld.

Aðfangadagur ætti svo alltaf að vera á miðvikudegi. Sama hver dagsetningin væri. Hann væri þá 21. des þetta árið.

Getur maður ekki gert eitthvað í þessu? Skrifað biskupi bréf eða eitthvað?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 3/1/05 16:42

Ekki gleyna þá að færa til líka Páskadag og Pálmasunnudag líka, það er vonlaust að vera með þessa hátíðisdaga á sunnudögum.
Já og ekki má gleyna að hafa afmælisdaginn minn alltaf á laugardegi, eða gera hann að almennum frídegi.
Svo mætti ger miðvikudaga að almennum frídegi líka svon í tilefni að því að aðfangadagur er alltaf miðvikudagur. Þá kemur upp það vandamál að það er ekki hægt að hafa aðfanga dag á almennum frídegi þannig að það verður að færa hann. ‹Strýkur svitann af enninu› er ég ekki örugglega komin í hring, held að ég hafi borðað of mikinn snjó.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Níðhöggur 6/1/05 14:10

Nornin mælti:

Mér finnst að við eigum að hafa alla frídaga á föstudögum til að fá langa helgi. Bara að skella þeim á þann föstudag sem næst kemur.
þá væri 1. maí t.d. 29 apríl á þessu ári.
Sumardagurinn fyrsti væri 22. apríl.
Uppstigningardagur væri 6. maí.

Þetta væri náttúrulega mikil snilld.

Aðfangadagur ætti svo alltaf að vera á miðvikudegi. Sama hver dagsetningin væri. Hann væri þá 21. des þetta árið.

Getur maður ekki gert eitthvað í þessu? Skrifað biskupi bréf eða eitthvað?

Eins og biskup lét við okkur heiðna menn á 1000 ára afmæli kristnitökunar, þá stórlega efast ég um að biskup vilji nokkuð með okkur hafa nú sem endranær.

Níðhöggur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 6/1/05 16:58

Golíat mælti:

Persónulega fannst mér athyglin rýr, en svona er það væntalega með þá sem þjást af athyglissýki þeir fá aldrei nóg af henni.
Vitiði annars hvernig þið getið áttað ykkur á því hvort þið þjáist af athyglissýki? Ef þið flettið myndaalbúmum í þeim tilgangi einum að leita að myndum af ykkur sjálfum þá er eitthvað að.....

Hva? Má maður ekki dáðst að sjálfum sér?
‹Leggst fyrir framan spegil og stynur af ánægju›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Níðhöggur mælti:

Eins og biskup lét við okkur heiðna menn á 1000 ára afmæli kristnitökunar, þá stórlega efast ég um að biskup vilji nokkuð með okkur hafa nú sem endranær.

Það var ekki ég, enda ekki búinn að taka við embættinu á þeim tíma.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 7/1/05 09:33

Tigra mælti:

Golíat mælti:

Persónulega fannst mér athyglin rýr, en svona er það væntalega með þá sem þjást af athyglissýki þeir fá aldrei nóg af henni.
Vitiði annars hvernig þið getið áttað ykkur á því hvort þið þjáist af athyglissýki? Ef þið flettið myndaalbúmum í þeim tilgangi einum að leita að myndum af ykkur sjálfum þá er eitthvað að.....

Hva? Má maður ekki dáðst að sjálfum sér?
‹Leggst fyrir framan spegil og stynur af ánægju›

Jú, alveg sjálfsagt. Þetta er frekar spurning um að menn (og dýr) séu meðvituð um eigin eðli. Sjálfum finnst mér að gildi þeirra albúma sem ég finn myndir af sjálfum mér talsvert meira en hinna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/05 10:56

Hvern á ég að banka núna?
‹fer í banka að leita frídaga›
fór í banka, ekki banka

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 8/1/05 23:44

Nornin mælti:

Mér finnst að við eigum að hafa alla frídaga á föstudögum til að fá langa helgi.

Er það þá eigi löng helgi þegar 3 dagar eru fríir í röð og sá síðasti mánudagur?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 9/1/05 22:27

Fergesji mælti:

Nornin mælti:

Mér finnst að við eigum að hafa alla frídaga á föstudögum til að fá langa helgi.

Er það þá eigi löng helgi þegar 3 dagar eru fríir í röð og sá síðasti mánudagur?

Jú, svei mér þá ef slík helgi er ekki álíka löng, jafnvel lengri, það er jú oftast komin helgi eftir hádegi á föstudögum.....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/1/05 22:30

Eigi sjáum vér betur en að einfaldast væri að hafa frí á bæði föstudögum og mánudögum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 10/1/05 17:41

Vladimir Fuckov mælti:

Eigi sjáum vér betur en að einfaldast væri að hafa frí á bæði föstudögum og mánudögum.

Mér lýst vel á það!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: