— GESTAPÓ —
Áramótaskaupið
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 1/1/05 15:43

Oss fannst skaupið í heild nokkuð gott, reyndar mjög lélegt í byrjun en það skánaði mikið er á leið. Atriðið með Davíð var hápunkturinn og óvænt. Vér urðum þess varir að sumir áttuðu sig eigi strax á að þetta var í raun og veru hann, a.m.k. af því fólki er í kringum oss var í gærkvöldi, svo óvænt var þetta.

Vér erum sammála því að Nylon hefði mátt fá á baukinn, þar var svo sannarlega af nógu að taka. Kristján Jóhannsson fékk hinsvegar illilega á baukinn og átti það svo sannarlega skilið. Rappatriðið með 'Davíð' og 'Ólafi Ragnari' var nokkuð fyndið, svo og Bjarni Fel.

Það er svo rétt er Mosa frænka bendir á varðandi viskíglas (eða eitthvað hliðstætt), a.m.k. innan hóflegra marka. En stærð og samsetning þess hóps er á skaupið horfir skiptir líka máli.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/1/05 17:33

Þetta skaup var mun betra en skaupið í fyrra, sem mér fannst vægast sagt ömurlegt. Þetta var bara nokkuð gott. En eins og Galdameistarinn bendir á var skaupið í hitteðfyrra langbest, nema það væri þá skaupið þaráður. Óskar Jónasson er auðvitað kómískt séní; það verður ekki skafið af honum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 1/1/05 18:14

Skaupið í ár kom á óvart eftir hryllinginn sem var í fyrra. Klapp á bakið. Vantaði þó að gera grín af eftirfarandi:
1. Nylon
2. Gittu-dúkkunni
3. Baggalút
4. Óla Palla
5. Bubba

eða eitthvað svoleiðis... bara æji veit ekki.. ég er þunnur...
‹ælir yfir sig allann og sofnar›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 1/1/05 18:16

Fremur þunnt skaup þótt einstaka atriði hafi verið ágætt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 1/1/05 18:33

Ég bar engar væntingar til skaupsins svo ég varð ekki óánægður.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Langbestu skaup allra tíma:
1) 1980/´81
2) 2001/´02
3) 1983/´84
4) 2002/´03
5-6) þegar skaupinu var stolið, man ekki hvort það var ´85 eða ´86, & einnig var gott skaup þar á undan eða eftir, man ekki alveg hvort heldur...

Önnur skaup hafa verið síðri, en hvað viðkemur skaupinu núna, þá var það e.t.v. vel yfir meðallagi, algerlega ásættanlegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/1/05 19:59

'84 var Rás84. Þemað snérist semsagt um Rás2 og var verið að gera grín að hressleika útvarpsfólksins. Þar voru einnig brandarar um verslunarmannahelgina í Viðey og fleiri skemmtilegir brandarar.

'85 var Skaupinu stolið.

'86 var Höfða fundurinn tekinn fyrir. Draugarnir í Höfða og margt annað sniðugt.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lokkur 1/1/05 22:19

Þetta er besta skaup á sem hefur komið í allavega ár

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 1/1/05 23:11

Skaupið var ferlega flott og fyndið. Tónlistaratriðin með því betra sem maður hefur orðið vitni að. Senan með Bjarna Fel og Quarashi var fjaðurmögnuð og á eftir að verða legend.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nutty Fruitcake 2/1/05 00:11

Það vantaði að láta Sveppa kveikja í dekkjahrúgunni... Annars fínt skaup miðað við mörg önnur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/1/05 01:10

Heldur slappt skaup, sérstaklega miðað við gullskaupið hans Skara Srípó hérna um árið. Þó voru nokkur fyndin atriði, í það minnsta fyndnari en í skaupunum frá 1987-2001 (sem voru öll svo ógeðslega léleg að maður gæti gubbað). Hins vegar var allt of mikið sungið í þessu en það var ekki við öðru að búast frá Spaugstofumönnum, þeir eru sönggjarnir. Allt of mikið af stórum málum var afgreitt með söngkjaftæði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 2/1/05 13:43

Skaupið eyðilagði áramótin. Ömurlega ljelegt og hugmyndasnautt og einungis til áminningar um hvað við erum að borga fyrir. Það ætti að breyta nafninu á því í "Blauta tuskan". Það væri fínt!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 2/1/05 17:51

Hr. Skrípó sá um 2 skaup ef mig minnir rétt, bæði 2001 og 2002, annaðhvort þeirra eða bæði verða líklegast valin besta skaup aldarinnar eftir 96 ár.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 2/1/05 20:49

hundinginn mælti:

Skaupið eyðilagði áramótin. Ömurlega ljelegt og hugmyndasnautt og einungis til áminningar um hvað við erum að borga fyrir. Það ætti að breyta nafninu á því í "Blauta tuskan". Það væri fínt!

Hjartanlega sammála hundingjanum !

Þetta skaup var drepleiðinlegt og leit út einsog einn langur Spaugstofuþáttur.

‹Fer í fýlu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 20:59

Hvah, var þetta skaupið... hélt þetta væri spaugstofuþáttur og slökkti því á því af gömlum vana...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/1/05 22:58

Óskupin öll eru allir neikvæðir! Mér fannst þetta bara hið ágætasta skaup og ekki verra við fleiri áhorf. Það bar einmitt nokkur Skara-merki, sérstaklega þau að leikarar fóru ekki með mörg hlutverk hver og að í mörgum atriðunum var hægt að gera grín að fleiri en einum hlut. Eins spaugstofulaust skaup og hægt var miðað við fyrirframgefnar aðstæður.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 23:13

jú, var reyndar aðeins að ýkja viðbrögðin, þetta var ágætt, viskíið yljaði mér um hjartarætur og ekki laust við að bros hafi færst yfir mann þegar Siggi frændi lá á gólfinu hlægjandi að sundlaugaratriðinu...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 2/1/05 23:45

Ég hló líka að sundlaugaratriðinu‹Flettir Sigga frænda hans Skabba upp í Íslendingabók›

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: