— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 31/12/04 12:36

Til mín var beint athyglisverðri spurningu um daginn og ég gat ekki svarað henni. Þess vegna óska ég eftir hjálp ykkar vísindamanna og spyr: Hver er hraði myrkurs?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 31/12/04 13:55

Myrkur er 'ekkert' og því eigi unnt að tala um hraða. Í vissum skilningi er hraðinn þó ljóshraði því væri á þessu augnabliki á einhvern hátt slökkt á sólinni liðu rúmar 8 mínútur þar til það sæist, þ.e. sá tími er það tekur það ljós að berast til jarðar er lagði af stað augnabliki áður en slökkt var.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 31/12/04 14:08

‹Hugsar›

En mér skildist alltaf að ekkert fœri hraðara en ljós. Og ef myrkur er eiginlega 'ekkert', þá er myrkurshraði meiri en ljóshraði.

‹Starir þegjandi út í loftið›

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 31/12/04 14:15

En þá kann að skipta máli hverskonar 'ekkert' er hér á ferðinni. Er það 'ekkert' þar sem eigi er ljós, efni o.þ.h. en þar sem til staðar er tími og rúm ? Eða kannski 'enn meira ekkert', þ.e. 'ekkert' þar sem tími og rúm er eigi til staðar ?

‹Verður mjög þungt hugsi›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 31/12/04 14:19

Ef myrkur færi hægar en ljós hvert væri þá ástandið sem myndaðist frá því að ljósið fer og þar til myrkrið kæmi?

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 31/12/04 14:26

Það fer eftir því hverskonar myrkur og/eða 'ekkert' er um að ræða. Í versta tilviki gætu einhverjir hlutar alheimsins tímabundið hætt að vera til.

‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 31/12/04 16:22

Takk fyrir, þá veit ég þetta. Það slokknar sumsé jafn hratt á ljósaperunni og það kviknar á henni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 31/12/04 16:23

Djöfulsins myrkur er hérna hjá ykkur ‹kveikir á ljósaseríu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 31/12/04 16:24

Andsk.... hún átti ekki að blikka!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/12/04 17:20

Mig grunar að myrkur sé ekkert af því vídindamenn hafa ekki uppgvötað að myrkur sé eitthvað. Hver veit nema að eftir 50 ár muni menn uppgvöta að myrkur sé sannarlega til og sé eldsneyti ljóss.

Annars á þessi þráður frekar heima í Vísindaakademínunni held ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/1/05 00:10

Veit. Ég var edrú þegar ég hóf hann og bið friðargæsluliðann hérna að færa hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 2/1/05 20:05

Vá, Herra Haraldur og þið hin hér vakna margar spurningar, og flestar þeirra sennilega alveg út í hött, en ef maður ekki spyr verur maður alltaf heimskur.

1. Ef ekki væri til myrkur væri þá til ljós, og ef svo er þá myrkrið ekki farvegur ljósins.
2. Er ljósið ekki samansett úr einhverju sem kallað er ljóseindir hvað er á milli þeirra.
3. Hvað með svarhol er þar ekki á ferðinni ljósgleypið almyrkvað andefni, er hugsanlegt fræðilega að hægt sé að búa til myrkurgeisla.
4. Er ekki hægt að heimfæra að ef um andstæður er að ræða þ.e. myrkur og ljós, að það sé myrkrið sem flýji eða umbreytist í ljósið á umræddum hraða. og þessi blessaða ljóshraðamæling okkar sé í raun hraði umbreytingar myrkurs í ljós þ.e. hraði myrkurs.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/1/05 21:52

Sko. Þessum spurningum er erfitt að svara en ég skal reyna.

1. Ef ekki væri til myrkur, væri væntanlega bara ljós.
2. Ljóseindir eru heftaðar saman. Þess vegna er t.d. vont þegar skært ljós skín í augun á manni.
3. Svarthol er annað heimili Árna frænda míns Johnsen.
4. Þarna er talið að um sé ræða svokallaðan undankomuhraða myrkurs en hann er jafn hraða ljóssins. Ef svo væri ekki, myndu heftin í ljósinu gefa sig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/1/05 01:53

Helvítis birta er þetta! ‹Finnur slökkvara og slekkur ljósið› Strákar viliði draga fyrir!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 3/1/05 10:58

Þetta er ágæt spurning og best er, eins og með aðrar snúnar spurningar, að snúa út úr og svara með annarri spurningu. Nefnilega:
Hver er hraði auðra járnbrautarteina?
Nú má öllum vera ljóst að sá hraði sem járnbrautarteinarnir verða auðir er háður hraða lestarinnar sem um þá fer, það breytir því ekki að hraði teinanna sjálfra er enginn.
Sama á við um myrkur, hraði ljóss er mismunandi, hann er mestur í lofttæmi og minni í þéttari efnum. Þannig má segja að sá hraði sem heimurinn myrkvast sé háður hraða þess ljóss sem um hann ferðast á sambærilegan hátt og hraði lestanna ákvarðar með hvaða hraða lestarteinarnir verða auðir. Ég vil þó meina að hraði myrkurs sem slíks sé jafn hraða venjulegra lestarteina - nefnilega 0 km/klst.

Flækjum svo málið (og álpumst út á hálan ís).
Margir þekkja vel til andefnis, að eindir eigi sér sambærilegar and-eindir og að eind og sambærileg and-eind verða að hreinni orku þegar þær komast í tæri við hvor aðra. Þetta á þó til að valda smá ruglingi því það eiga ekki allar eindir sér and-eind, það eru t.d. ekki til and-ljóseindir (myrkur-eindir). Ljós eindir eru nefnilega annars eðlis heldur en efnislegar eindir og þegar efniseind og and-eind hennar breytast í hreina orku þá er þessi "hreina orka" einmitt á formi ljóseinda.
Ljóseindir eru ekki eiginlegt efni og því ekki neinn hluti and-Efnis sem svarar til þeirra. EF hinsvegar það er til and-ORKA líka (og þá er ég ekki að tala um dark-energy) þá væri hún væntanlega á formi öfugsnúinna ljóseinda, nokkurs konar and-ljóseinda. Nú er ekkert sem gefur vísbendingar um að slík orka sé til en væri hún til þá myndi hún væntanlega innihalda sitt eigið efni og andefni. Þegar and-orku ljóseindir (myrkeindir) kæmust svo í tæri við venjulegar ljóseindir þá myndu þær ekki umbreytast yfir í orku líkt og efni og and-efni gera heldur myndu þær einfaldlega eyða hvor annarri og hverfa úr alheiminum. Sumum kann að þykja þetta brjóta í bága við lögmál varmafræðinnar en það á þó ekki að vera þar sem samanlögð orka eindanna var alltaf 0, og menn verða að gefa sér að and-orka hafi neikvæða óreiðu og því sé ekki um minnkun óreiðu að ræða heldur.
Þegar þetta er haft í huga er í raun ekkert sem gefur til kynna að and-orka sé ekki til því ef hún er til þá væru and-orku hlutar alheimsins vandlega aðskildir af köldum, myrkum beltum þar sem orka og andorka mætist og verður að engu.
Ef and-orka væri því til er hægt að huxa sér að búa mætti til and-orku vasaljós (vasamyrkur þá væntanlega) sem myndi lýsa "myrkri", þ.e. and-ljóseindum sem myndu eyða ljóseindum í vegi sínum og varpa keilulaga skugga á sambærilegan hátt og vasaljós lýsir upp keilulaga svæði.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/1/05 11:32

Gvendur, þú ert svo sannarlega ljós í myrkri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 3/1/05 12:54

Gvendur Skrítni mælti:

...Þegar and-orku ljóseindir (myrkeindir) kæmust svo í tæri við venjulegar ljóseindir þá myndu þær ekki umbreytast yfir í orku líkt og efni og and-efni gera heldur myndu þær einfaldlega eyða hvor annarri og hverfa úr alheiminum...

Væri ekki miklu sniðugra að þær breyttust í efni? Það er betra fyrir varmafræðina. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 3/1/05 13:41

Wonko the Sane mælti:

Gvendur Skrítni mælti:

...Þegar and-orku ljóseindir (myrkeindir) kæmust svo í tæri við venjulegar ljóseindir þá myndu þær ekki umbreytast yfir í orku líkt og efni og and-efni gera heldur myndu þær einfaldlega eyða hvor annarri og hverfa úr alheiminum...

Væri ekki miklu sniðugra að þær breyttust í efni? Það er betra fyrir varmafræðina. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Það væri auðvitað alveg eðal, því þá myndi vera veggur sem myndi skilja að heima orku og and-orku og við fengjum loksins svar við "hvað er hinum megin við veggin við enda alheimsins" spurningunni...
En ég held að þessar tvær tegundir orku ættu í erfiðleikum með að koma sér saman um hvernig efni þær ættu að breytast í því báðar búa þær yfir sinni eigin tegun af efni og and-efni. (svona ef við leyfum okkur áfram að gefa hugarfluginu lausan tauminn)
Með því að leyfa sér þessa blautu óra um and-orku fáum við skemmtilegan og spennandi heim til að pæla í, t.d. má vel hugsa sér að heimurinn hafi upphaflega myndast sem gríðarleg misfella orku og and-orku og að heildar orka alheimsins hafi þannig haldist óbreytt því jafn mikil orka og and-orka varð til. Einnig má gera sér í hugarlund að alheimarnir tveir séu über-samhliða, þ.e. nákvæmlega eins að öllu leiti eins og gríðarlega stór tveggja laga þéttir þar sem við höfum annars vegar okkar eðlilega heim orku og hins vegar algjörlega samhliða, kvark fyrir kvark, negatífan heim and-orkunnar. Þannig væri samgangur á milli þeirra hindraður nema hugsanlega ef svarthol væru púnkteruð göt á milli þessara samhliða laga þannig að á móti okkar svartholum séu samsvarandi hvíthol í samhliða heimi and-orkunnar. Þar með er reyndar útséð með að koma nokkurn tíma höndum yfir Vasamyrkur en þetta er samt áhugaverð pæling.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: