— GESTAPÓ —
Pólfærsla
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 30/12/04 13:07

Hvað var þetta með að jarðskjálftinn við Súmötru hafi orsakað að pólarnir hafi færst úr stað? Getur einhver frætt mig um þetta og hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á jörðina og okkur?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/12/04 14:27

Eyjarnar þarna í kring færðust um einhverja tugi metra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/12/04 16:22

Eyjan Súmatra, sem er 5. stærsta eyja heimsins, færðist um 34 metra í suðsuðaustur eftir þeim fréttum sem ég hef í höndunum. Áræðanleiki dana er þó svipaður og bragðgæði löngu útrunnins rjóma... svo við bíðum frekar fregna.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/12/04 16:28

Ef ég man rétt þá færðist jörðin um 2 cm frá fyrri möndulstöðu. Jörðin snýst líka hraðar fyrir vikið, líklega í krinum 3 milljónustu úr sekúndu hraðar. Annars er skynsamlegt að bíða eftir útskýringum vísindafróðra á borð við Vladimír Fuckov. Hann ætti að geta útskýrt þessi ósköp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/12/04 16:50

Já einmitt............og ennþá dúar hún eins og sápukúla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 22:21

Var það ekki það að vegna þess að massi færðist fjær miðju jarðar þá hægði á jörðinni eitthvað örlítið? Svona eins og þegar maður heldur á Ákavítisflösku og snýr sér í hring, þá fer maður hraðar ef hún er nær búknum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/1/05 22:26

Hakuchi mælti:

Jörðin snýst líka hraðar fyrir vikið, líklega í krinum 3 milljónustu úr sekúndu hraðar.

Þarf þá kannski að endurskipuleggja klukkur og dagatöl eitthvað fram í tímann? ‹klórar sér í höfðinu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 22:41

Hexia de Trix mælti:

Hakuchi mælti:

Jörðin snýst líka hraðar fyrir vikið, líklega í krinum 3 milljónustu úr sekúndu hraðar.

Þarf þá kannski að endurskipuleggja klukkur og dagatöl eitthvað fram í tímann? ‹klórar sér í höfðinu›

Þetta jafnar sig væntanlega með annarri tilfærslu á öðrum stað á jarðarkringlunni, en kannske er rétt að fara að draga fram vasareikninn...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/1/05 23:20

Skabbi skrumari mælti:

Var það ekki það að vegna þess að massi færðist fjær miðju jarðar þá hægði á jörðinni eitthvað örlítið? Svona eins og þegar maður heldur á Ákavítisflösku og snýr sér í hring, þá fer maður hraðar ef hún er nær búknum?

Nei, að vísu ekki, af því að vegna þess að flaskan þarf að fara í hring á sama tíma og líkaminn verður hún að fara hraðar.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 23:28

Skál fyrir því... ‹gengur ölvaður og ringlaður í burtu eftir að hafa prufað þetta nokkrum sinnum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/1/05 23:50

Hmm... ef eitthvað færist nær miðju jarðar eykst hraði möndulsnúningsins. Svipuð 'aðferð' er þekkt í listdansi á skautum (!), þ.e. að auka 'snúningshraða' með því að fara með áður útrétta handleggi upp að líkamanum (eða minnka snúningshraða með því að rétta út handleggina).
‹Veltir fyrir sér að bora mjög djúpa holu og henda þungum hlut ofan í hana›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/1/05 10:48

‹Veltir fyrir sér hvort þörf sé á því að loka Vladimir inni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/1/05 13:47

Vonandi er slíks eigi þörf meðan vér þekkjum undarleg innlegg vor frá þeim er eðlilegri teljast ‹Veltir fyrir sér hvort öll innleggin séu undarleg›. Vér bendum í því sambandi á að vér settum '(!)' aftan við listdans á skautum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 3/1/05 15:00

‹Ímyndar sér Vladimir í listdansi á skautum. Játar að slíkt er harla ósennilegt en skemmtileg ímyndun engu að síður.›

En þessar tilfæringar á möndulhalla eiga ekki að hafa nein áhrif á veðurfar eða annað er það?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/1/05 23:06

Veðurfræðingar spá því að svo verði ekki, en hvenær hafa þeir rétt fyrir sér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 6/1/05 23:09

Aldrei?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 7/1/05 09:37

Jú, jú. Þeir eru nokkuð seigir við að lýsa ríkjandi ástandi, þe veðurlýsingarnar eru oft réttar hjá þeim.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 8/1/05 23:30

Vladimir Fuckov mælti:

Hmm... ef eitthvað færist nær miðju jarðar eykst hraði möndulsnúningsins. Svipuð 'aðferð' er þekkt í listdansi á skautum (!), þ.e. að auka 'snúningshraða' með því að fara með áður útrétta handleggi upp að líkamanum (eða minnka snúningshraða með því að rétta út handleggina).
‹Veltir fyrir sér að bora mjög djúpa holu og henda þungum hlut ofan í hana›

Ætli þetta virki ekki vegna minni loftmótstöðu?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: