— GESTAPÓ —
Kenningin um grunnstöðu MiklaHvells.
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 15:00

Margir eðlisfræðingar telja að ef menn vissu nákvæma grunnstöðu MiklaHvells (e. Big Bang) væri hægt, með einstaklega öflugri tölvu, að spá fyrir um alla hreyfingu alls efnis frá upphafi og um alla ókomna framtíð. Þetta myndi leiða það af sér að maður gæti flett upp á öllum mögulegum atburðum í tölvunni og séð þá jafnvel atóm fyrir atóm.

Engir glæpir gætu verið framkvæmdir án þess að hreinlega væri hægt að fletta upp hver gerði hvað, þar sem staða allra smæstu efniseinda alheimsins væri þekkt hverju sinni. Einnig væri hægt að lesa sig inn í framtíðina og athuga hvar heimurinn endar.

Galli væri kannski sá að ef þetta væri hægt myndi maður um leið átta sig á að örlög manns væru löngu skrifuð og mannlegur vilji væri ekki til staðar. "Framtíðin er skrifuð í stjörnurnar" væri ekki svo vitlaust lengur og örlagatrú yrði algjör.

Hvað finnst ykkur kæru Gestapóar ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/12/04 15:19

Vér sjáum eigi að þetta sé hægt. Upphafsstaða Miklahvells gæti t.d. leitt það af sér að tölvan gæti eigi sagt rétt fyrir um eitthvað (það er m.a.s. spurning hvort ekki hafi hreinlega verið sýnt fram á að þetta sé ekki hægt en vér munum það eigi).

Eða svo vér vísum í dálítið þekkt - hvernig brygðust þér við ef þetta kæmi frá tölvunni: „Einhverntíma innan 48 klst. munum vér hætta að virka rétt“.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 15:22

Ég yrði afar óhress og færi jafnvel að gráta. En ég er svosem enginn eðlisfræðingur.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/12/04 15:32

Mikli hvellur var ekki hvellur! Það berst ekkert hljóð í geimnum þannig að hér er um að ræða mikla „ “

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 15:48

Hljóðið barst um efni hans sjálfs.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 28/12/04 16:17

Það er ákaflega hæpið að ætla að herma alheiminn í einhverri tölvu, til þess er hann einfaldlega of flókinn. Ef við gerum okkur í hugarlund að skammtafræðilegar tölvur sem eru að stíga sín fyrstu skref þessi árin verði orðnar að almennum veruleika í framtíðinni og að reiknigetu fleigi þannig gríðarlega fram þá er samt ljóst að slíkur smánarlegur fjöldi kvarka mun aldrei duga til að herma stöðu allra kvarka alheimsins. Slík tölva gæti hugsanlega hermt stöðu allra himintungla innan ákveðins tímaramma, en varla meira en það.
Ein áhugaverð kenning er samt að þegar(ef) alheimurinn fellur saman þá munu myndast gríðarlega orkumiklar bylgjur og augnabliki fyrir endilokin munu þær hafa óendanlegt útslag/orku, með slíkri orku væri hægt að afrita ástand okkar veruleika og herma hann óendanlega langt fram í tímann og framlengja þannig vitsmunalífið. Hér er auðvitað verið að meina fræðilegan möguleika en ég hef ekkert heyrt um praktísku hliðina á hermuninni.
(þegar ég tala um okkar veruleika meina ég að herma ástand allra atóma á jörðinni og hugsanlega sólkerfinu en mun grófari hermun á fjarlægari hlutum, svo yrði heimurinn látinn dofna út í sirka 13 milljarða ljósára fjarlægð til að auðvelda útreikningana...)

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/12/04 16:42

búmm?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/12/04 18:17

Æ, ég er sífellt farinn að trúa meir þeirri kenningu að Big bang sé bara eitt stórt hoax. Gabb og vísindafals par excellence.

Skv. kenningu þessari er "Big bang" bara tilbúningur, fundinn upp af einmana háskólapróssorum og fræðimönnum við Háskólana í Bandaríkjunum til að búa til afsökun fyrir trylltum stóðmökum á campus. Þægileg afsökun að segja að það sé nauðsynlegt fyrir allar viðstaddar stúlkur að fara úr fötunum og koma upp í rúm með proffunum því til standi að rannsaka Big bang. Þannig sé nafnið komið. Big bang. Það sé engin tilviljun að hann heiti ekki The almighty explosion eða The premier detination of the universe. Þegar maður heyrir orðin Big bang dettur manni strax í hug gangbang.

Og ég spyr; hefur einhver séð Mikla-hvell? Hefur einhver heyrt í honum? Eru einhver vitni til sem upplifðu hann? Nei, nei og líka nei. Allar spurningarnar fá neikvætt svar. En þá gera fræðimennirnir sig bara fræðilega í framan og segja að Big bang komi bara fram sem einhvers konar litbrigði sem sýnir hvort stjarna sé að fjarlægjast eða nálgast eða þá sem sérstök geislun, bakgrunnsgeislun, sem ekki verður skýrð með öðru. Já já. Við þessu er til einfalt svar. Eitt sinn héldu færustu spekingar að hjartað væri miðstöð tilfinninganna og að jörðin væri flöt. við vitum núna hversu "rétt" þetta var hjá þeim. Rauðvik og blávik eru það algeng að ekki er hægt að draga neinar almennar ályktanir út frá þeim. Það er líka þannig að sumar stjörnur nálgast okkur meðan aðrar fara í burtu. Hvernig skýra menn það? Ekki geta verið margir Big bangar? Einn fyrir hverja árstíð eða hvað? Og bakgrunnsgeislun getur átt sér aðrar og einfaldari skýringar en bara einhverja óútskýranlega sprengingu úr "engu" sem enginn veit hvað triggeraði. Kannski er bakgrunnsgeislun afleiðing af eða ein tegunda af eðlilegu ástandi alheimsins? Maðurinn geislar frá sér við það eitt að vera lifandi. Geislavirk efni gefa frá sér geislun. Hví skyldi annað gilda um alheiminn? Og hver veit kannski er bakgrunnsgeislunin bara kraftbirting á sálum þeirra sem hafa yfirgefið þessa jarðvist? Kannski var dr Helgi Pjeturs á réttri leið. Kannski fara sálirnar út í geim en eru ekki að flækjast á einhverjum stjörnum eins og hann hélt fram?

‹Setur upp spekingssvip þambandi malt›

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 18:26

Varðandi þessa tölvu sem ég talaði um í fyrsta innleggi þessa þráðar.

Auðvitað er ég hér að tala um ímyndaða tölvu, ekki byggða á þeirri tækni sem við höfum í dag. Öll þessi kenning, eða réttara sagt hugmynd, er byggð mun frekar á heimspekilegum hugleiðingum sem vissir eðlisfræðingar hafa svo tekið upp á sína arma og leikið sér með.

Hlutverk vísindana er að afsanna sjálf sig og útskýra betur heiminn með því.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 29/12/04 00:37

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé fræðilega hægt að því gefnu að allt efni alheimsins hafi tekið þátt í miklahvelli.
Gæti það ekki hugsast að mikluhvellirnir hafi verið fleiri en einn og efni frá þeim eigi eftir, eða sé búið, að mætast.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 29/12/04 00:47

ekki ef efnið fær sjálfstæða hugsun til að gera það sem það vill eins og í okkar tilfelli..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/12/04 01:59

Ertu nú alveg viss um það, Kolfinnur?

‹Glottir lymskulega›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/12/04 02:02

kolfinnur Kvaran mælti:

ekki ef efnið fær sjálfstæða hugsun til að gera það sem það vill eins og í okkar tilfelli..

En er það ekki einmitt vangaveltan, allt er fyrirfram ákveðið vegna orsaka og afleiðinga. "Það að þetta rafboð fór á þennan stað í heilanum ákvarðaðist af þessu sem ákvarðaðist af þessu o.s.fr.v. allt aftur til MiklaHvells" ? Sjálfstæður vilji er bara blekking sem við verðum fyrir vegna orsaka rafboða sem eru ákvörðuð af efni. Efni sem varð til við MiklaHvell.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 29/12/04 11:25

Wonko the Sane mælti:

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé fræðilega hægt að því gefnu að allt efni alheimsins hafi tekið þátt í miklahvelli.
Gæti það ekki hugsast að mikluhvellirnir hafi verið fleiri en einn og efni frá þeim eigi eftir, eða sé búið, að mætast.

vandamálið er að hvernig ætlarðu að reikna þetta, skammtatölvur/kvarkatölvur eru öflugustu tölvur framtíðarinnar. Alheimurinn er ekkert annað en ein brjálæðislega stór kvarkasúpa/tölva og því væri aldrei hægt að herma hann nema með öðrum samhliða alheimi með jafn marga kvarka. Síðan er ég ekki einu sinni byrjaður að tala um hulduefni og hulduorku. Það þyrfti að hafa það í líkaninu líka. Svo er til ákveðinn faktor sem kallast óvissulögmálið sem segir að orsakasamhengið gildir ekki í öllum tilvikum. Gott dæmi um hvar svona útreikningar myndu brotna er í kringum svarthol. Efnispör (efni og andefni) eru stöðugt að myndast og eyðast í geimnum, þetta gera þau á "lánaðri orku" þ.e. orkan sem fer í að mynda parið er tekin á krít svo að segja, þessi pör eru skammlíf því eindirnar sleppa aldrei langt frá hvor annarri og umbreytast aftur yfir í orku. Sú orka fer í að borga upp "orkureikninginn" sem tekið var út á krít til að mynda parið. Þessar eindir myndast semsagt löngu eftir miklahvell og yrðu því til vandræða við þessa reikninga því þó nánast allar eyðist fljótt og hafi ekki áhrif í umhverfinu þá slitnar parið einstaka sinnum í sundur, sérstaklega á mörkum svarthola.
Varðandi miklahvell þá er ákveðinn möguleiki að hann hafi orðið til úr engu með svipuðum hætti en það er þó ekki hluti af miklahvells kenningunni, hún setur engar strangar skorður um hvort heimurinn varð til úr engu eða ekki. Hún tilgreinir bara að allur alheimurinn hafi orðið til í mikilli sprengingu og hafi þanist út frá ákaflega afmörkuðu svæði (ekki endilega engu). Enda heitir kenningin bara "Big Bang Theory" og ekki "Big Creation theory" hennar viðfangsefni er bara hvellurinn ekki hvað olli honum og er sem slík bara kenning. Hér er ekki um lögmál eða staðreynd að ræða, einungis kenningu sem vill svo til að er okkar skásta kenning þessa stundina (okkar flata jörð líklegast)
Hér eru svo nokkrar áhugaverðar bækur sem ég á(sumar hef ég þó ekki lesið ennþá):
Mr. Tompkins in paperback (reglulega einföld bók sem útskírir og hjálpar manni að hugsa samkvæmt afstæðiskenningu og skammtafræði)
A Brief history of Time (Stephen Hawking)
The elegant Universe
Billions and Billions (Carl Sagan)
Fabric of Reality
The Great Mambo Chicken

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/12/04 11:35

Svo er annað vandamál: Sé gert ráð fyrir að þetta sé hægt leiðir það af sér að tölvan gæti sagt fyrir um hvað hún sjálf muni segja hvenær sem er í framtíðinni. Oss minnir að það hafi verið sýnt fram á að slíkt sé einfaldlega ekki hægt en vegna þess hve langt er liðið munum vér þetta eigi með fullkominni vissu ‹Bölvar því að hafa eigi jafn óbrigðult minni og tölvur›.

PS Við bókalistann að ofan getum vér bætt Black Holes and Time Warps eftir... ‹Arrgghhh, hvað hét hann aftur... hugsar› ... Kip Thorne

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 29/12/04 12:03

já þetta er auðvitað hárrétt, þegar tölvan er að reikna sitt eigið ástand í framtíðinni verður hún að reikna út allt sem hún mun reikna út fram að þeim tímapunkti, þar á meðal svarið við eigin ástandi í framtíðinni. Setjum þetta skírar upp.

1.jan 2005:
A: Tölvan ætlar að reikna eigið ástand þann 31. des 2005
til að reikna það þarf hún að fylgja orsakasamhengi frá 1. jan til 31. des
Hún þarf semsagt að vita stöðu allra atóma og kvarka í sjálfri sér á þeirri stundu þegar hún uppgötvar svarið við A: eigin ástandi þann 31.des (sem ætti að gerast eftir mínútu)
Hún þarf því ekki að framkvæma útreikningana til 31. des, heldur þarf hún bara að reikna út sitt eigið ástand eftir um mínútu (á þeim tímapunkti sem hún uppgötvar svarið við A:)
Þetta á svo við um alla hluti:
B: nú ætla ég að reikna út hvert ástand alls alheimsins verður eftir 800 milljón ár
En í staðinn fyrir að reikna það út beint þá er auðvitað miklu einfaldara að reikna út ástand tölvunnar á þeim tímapunkti þegar hún er búin að reikna út ástand alheimsins, tölvan er bara örfáir kvarkar, svo það er miklu einfaldara að að reikna út ástand hennar heldur en allra kvarka alheimsins. Þetta er því nokkurskonar infinite improbability drive sem við hefðum í höndunum, apparat sem þarf í raun aldrei að gera neitt að viti heldur reiknar bara út sína eigin stöðu þegar hún uppgötvar svörin!
Málið er auðvitað ekki svona einfalt, til að reikna eigin stöðu þegar hún uppgötvar stöðu alheimsins þarf tölvan auðvitað fyrst að reikna út stöðu alheimsins eftir 800m ár og SVO getur hún byrjað að reikna hver hennar eigin staða verður eftir 1 min. þegar hún uppgötvar svarið.
Það sem gerist svo þegar hún ætlar að reikna sína eigin stöðu er að hún lendir í óendanlega djúpri endurkvæmni, því hún er að reikna út hver staða hennar er þegar hún er að reikna út hver staða hennar er þegar hún er að reikna út hver staða hennar er þegar hún er að reikna út hver staða hennar er þegar hún er að reikna út hver staða hennar er þegar ... þið skiljið, frekar svipað tvemur speglum sem snúa nákvæmlega móti hvor öðrum og eru að ákvarða hvað sést í hinum, þetta endar bara í móðu og ekkert nákvæmt svar fæst þegar kemur að kjarnanum.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/12/04 12:24

Og þarmeð er kominn botn í þessa kenningu/hugmynd. Fallið með 4,44.

En mikið lifandi ósköp hafði ég gaman að þessu, ég þarf greinilega að finna fleiri löngu afsannaðar kenningar og skella þeim fram eins og þær væru ennþá í fullu gildi.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/12/04 14:39

Ég er geimvera.

     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: