— GESTAPÓ —
Opnunartími vínveitingastaða um jól
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 28/12/04 23:47

Veitingastaðurinn Núðlan í undirheimum er alltaf opinn, jafnvel um blájól..

‹Hengir upp auglýsingu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Milton Friedman 28/12/04 23:55

Ég fatta ekki hvernig fólk getur fallist á frelsisskerðingar á öðru fólki vegna þess að því sjálfu finnst það æskilegast að það væri að gera eitthvað annað.

Sú skoðun að það eigi að vera skyldu frídagar í lýðræðissamfélagi er ekki réttlætanleg, því hún felur í sér ráðstöfunar rétt meirihlutans á fólki útí bæ. Að sama skapi ætti ég ekki að mega ráðstafa ykkur, þar að segja ef þið viljið ekki vera ráðstafað af mér og ef þið viljið það þá eruði hvorsem er að ráðstafa sjálfum ykkur fyrir fullt og allt.

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 29/12/04 01:20

Limbri mælti:

Hexia de Trix mælti:

Fimbulfamb! ‹Stekkur hæð sína› Veit einhver hvar hægt er að eignast slíkan og þvílíkan dýrgrip?

Ég er einmitt svo heppinn að eiga slíkt spil. Þér er velkomið að kíkja í heimsókn, nóg er til af öli.

-

Má ég koma líka? Hexia er lítið fyrir ölið en ég er mikið fyrir það og mér finnst líka gaman að Fimbulfambi.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/12/04 06:48

Limbri heillar okkur alltaf með einhverjum gylliboðum, drengurinn býr í Danmörku!! Komdu heim Limbri og spilum öll fimbulfamb!!
Ég gæti reyndar fengið það "lánað" og haldið spilakvöld fyrir Hexíu mína og viðhengi. Ég bý nefnilega á ÍSLANDI og því er ódýrara að mæta í mín hús en Limbra, ölið yrðuð þið hins vegar að taka með ykkur því ekki fáum við það ódýrt eins og Limbri. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›
Segðu mér eitt Limbri minn, ferð þú yfir til Þýskalands að kaupa þetta öl á dönsku hálfvirði??

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/12/04 09:37

Auðvitað geri ég það. Kaupi það í kassavís. Ég á reyndar bara rúman 1 kassa eftir núna, maður þarf að fara að huxa sér til hreyfingar.
Einnig kaupir maður þýskt dósagos. Nokkrir kassar af Pepsi og 7-up voru keyptir í síðustu ferð.
Sælgæti og brennt vín er einnig töluvert ódýrara. Hægt er að gera fín kaup í Þýskalandi.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 29/12/04 13:26

Nornin mælti:

Limbri heillar okkur alltaf með einhverjum gylliboðum, drengurinn býr í Danmörku!! Komdu heim Limbri og spilum öll fimbulfamb!!
Ég gæti reyndar fengið það "lánað" og haldið spilakvöld fyrir Hexíu mína og viðhengi. Ég bý nefnilega á ÍSLANDI og því er ódýrara að mæta í mín hús en Limbra, ölið yrðuð þið hins vegar að taka með ykkur því ekki fáum við það ódýrt eins og Limbri. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›
Segðu mér eitt Limbri minn, ferð þú yfir til Þýskalands að kaupa þetta öl á dönsku hálfvirði??

Það væri ekki vitlaust að fimbulfamba einhvern tíman!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 29/12/04 13:34

Hexia de Trix mælti:

Golíat mælti:

Þessu er ég sammála, jólin eru hátíð fjölskyldunnar þar sem unglingar og fullorðnir spila Gettu betur, Pictionary, Fimbulfamb, Trivial Pursuit eða eitthvert annað skemmtilegt spil fram á rauðan morgun. Ekkert ölstofuhangs. Börnin hafa bara gott af að kynnast foreldrum sínum.
En hvað varðar afanganginn af ræðu Sívertsens þá sá ég mig knúinn að rita um málið félagsrit.

Fimbulfamb! ‹Stekkur hæð sína› Veit einhver hvar hægt er að eignast slíkan og þvílíkan dýrgrip?

Hexía, ég veit miklu betra ráð en að þvælast til Danmerkur að spila Fimbulfamb, þó heimboðið hjá Limbra sé höfðinglegt. Eigirðu orðabók Menningarsjóðs þá þarftu ekki fleira. Ég þekkti þennan leik sem Orðabókarleik löngu áður en Fimbulfambs-spilið var gefið út. Hann er spilaður á eftirfarandi hátt; þátttakendur fá allir (geta verið ca 4-7) pappírsörk og blíant. Einhver (Fambinn) byrjar með orðabókina og er snöggur að finna þar skemmtilegt orð sem hann kannast ekki við. Síðan gengur spilið eins og Fimbulfamb, orðabókin gengur hringinn (næsti maður getur farið að leita að orði um leið og hann er búinn að giska á skýringu í seinna skiptið). Útnefna þarf einhvern til að sjá um að skrá stigin sem reiknast eins og í Fambinu (einnig er hægt að nota hvaða spilaborð sem er, td einfalt Lúdó, til að árangur allra sé sýnilegri heldur en ef treyst er á misheiðarlega bókara).
Mér hefur fundist mörg orðin í Fimbulfamb-spilinu leiðinleg og erfitt að ná andanum á flug, öfugt við í gamla daga þegar maður spilaði Orðabókarleikninn.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 29/12/04 13:38

Golíat mælti:

Hexia de Trix mælti:

Golíat mælti:

Þessu er ég sammála, jólin eru hátíð fjölskyldunnar þar sem unglingar og fullorðnir spila Gettu betur, Pictionary, Fimbulfamb, Trivial Pursuit eða eitthvert annað skemmtilegt spil fram á rauðan morgun. Ekkert ölstofuhangs. Börnin hafa bara gott af að kynnast foreldrum sínum.
En hvað varðar afanganginn af ræðu Sívertsens þá sá ég mig knúinn að rita um málið félagsrit.

Fimbulfamb! ‹Stekkur hæð sína› Veit einhver hvar hægt er að eignast slíkan og þvílíkan dýrgrip?

Hexía, ég veit miklu betra ráð en að þvælast til Danmerkur að spila Fimbulfamb, þó heimboðið hjá Limbra sé höfðinglegt. Eigirðu orðabók Menningarsjóðs þá þarftu ekki fleira. Ég þekkti þennan leik sem Orðabókarleik löngu áður en Fimbulfambs-spilið var gefið út. Hann er spilaður á eftirfarandi hátt; þátttakendur fá allir (geta verið ca 4-7) pappírsörk og blíant. Einhver (Fambinn) byrjar með orðabókina og er snöggur að finna þar skemmtilegt orð sem hann kannast ekki við. Síðan gengur spilið eins og Fimbulfamb, orðabókin gengur hringinn (næsti maður getur farið að leita að orði um leið og hann er búinn að giska á skýringu í seinna skiptið). Útnefna þarf einhvern til að sjá um að skrá stigin sem reiknast eins og í Fambinu (einnig er hægt að nota hvaða spilaborð sem er, td einfalt Lúdó, til að árangur allra sé sýnilegri heldur en ef treyst er á misheiðarlega bókara).
Mér hefur fundist mörg orðin í Fimbulfamb-spilinu leiðinleg og erfitt að ná andanum á flug, öfugt við í gamla daga þegar maður spilaði Orðabókarleikninn.

Við vitleysingarnir þurfum að hafa eitthvað spjald og kall til að færa...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 29/12/04 14:32

Já, notaðu bara hvaða spilaborð sem er; lúdó, sjötíumínútnavitleysuna, gettu betur, útvegsspilið, söguspilið, trivíal eða hvað sem er og sykurmola með teiknuðum myndum af þátttakendum......

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 29/12/04 15:54

Aðeins aftur að jólunum, skemmtistöðunum og áfenginu. Ian Anderson (Jethro Tull) segir í texta sínum við ágætt jólalag, sem hann samdi:

"The Christmas spirit is not what you drink."

Þetta mætti útleggja:

Jólaandinn er ekki vínandinn, sem þú drekkur.

Svo ítreka ég bara þá skoðun mína að fólk eigi að halda sig heima með fjölskyldu og ættingjum á jólum.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 29/12/04 16:40

Ívar Sívertsen mælti:

Limbri mælti:

Hexia de Trix mælti:

Fimbulfamb! ‹Stekkur hæð sína› Veit einhver hvar hægt er að eignast slíkan og þvílíkan dýrgrip?

Ég er einmitt svo heppinn að eiga slíkt spil. Þér er velkomið að kíkja í heimsókn, nóg er til af öli.

-

Má ég koma líka? Hexia er lítið fyrir ölið en ég er mikið fyrir það og mér finnst líka gaman að Fimbulfambi.

Ég rúla í Fimbulfambi...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 29/12/04 16:56

Í Gísla sögu Súrssonar, Njálu og víðar í fornsögunum er talað um að "drekka jólin". Og ég er nokkuð viss um að þeir voru ekki með Malt og Appelsín. Það var eitthvað sterkara í krúsum og hornum. Forfeður vorir hafa því vitað hvernig ætti að halda jól, enda karlskrattinn hann Karl biskup ekki búinn að skemma jólagleðina fyrir þeim með þusi og tuði um "kærleiksboðskap kristinnar kirkju og mikilvægi fagnaðarerindisins"[orðin í gæsalöppunum lesist með þeim upphafna væluróm sem er vörumerki herra biskupsins og hann telur líklega vera til marks um meinta andlega og siðferðilega upphafningu hans sjálfs yfir pöpulinn].

Það er í raun ömurlegt til þess að vita hvernig kirkja þess meinta himnadraugs Jesúsar Jósefssonar hefur lagt undir sig jólin. Jólin eru hátíð sólarinnar hjá Germönum allt frá fornu fari. Og einnig héldu Rómverjar hinir fornu jól löngu áður en Jesú greyið var orðinn svo mikið sem hugmynd í kolli karls föður hans. En nú kemur biskupinn og segir að jólin séu hátíð fjölskyldunnar og talar í upphöfnum róm um fæðingarhátíð frelsarans og ég veit ekki hvað. Og ekkert má gera og enginn má gera neitt og allt verður að vera eins og herra biskupinn vill að það sé, Guðs kristni í heimi, bara af því Þjóðkirkjan frekjast og heimtar og krefst. Hvernig væri að Þjóðkirkjan færi á undan með góðu fordæmi og lýsti því yfir að þeir vildu að lög um frið á helgidögum Þjóðkirkjunnar yrðu afnumin. Trú er einkamál. Ef einhver trúir á meinta upprisu Jesú Jósefssonar frá krosspíningu og dauða og meint yfirnáttúrulegt faðerni hans og að hann sé þriðjungur af meintri þríeiningu með pápa sínum og einhverjum anda, þá hann um það. Ef hann vill halda upp á fæðingu hans, sem vel að merkja var mjög líklega ekki um vetur, þá getur sá hinn sami bara tekið sér frí. Ef ég trúi á Framsóknarflokkinn og vill halda upp á ártíð frelsarans Jónasar fra Hirflu 19. júlí ár hvert þá yrði ég bara að taka mér frí. Ég gæti ekki farið í fjölmiðla og mjálmað í upphöfnum gervihelgiróm eins og blessaður biskupinn. Þó svo Jónas frá Hriflu hafi gert mun meira fyrir ísland og Íslendinga heldur Jesú kallinn Jósefsson suður í Galileu fyrir tæpum 2000 árum.

Nei, ég mótmæli. Mótmæli allur. Niður með helgidagafrið Þjó[ð]kirkjunnar. Niður með herra biskupinn og heimtufrekju klerkastéttarinnar. Drekkum jólin að fornum sið. Höfum bari og öldurhús opin um jólin, það er hinn sanni jólaandi.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/12/04 17:05

Herbjörn Hafralóns mælti:

Aðeins aftur að jólunum, skemmtistöðunum og áfenginu. Ian Anderson (Jethro Tull) segir í texta sínum við ágætt jólalag, sem hann samdi:

"The Christmas spirit is not what you drink."

‹Fær -Songs from the Wood-plötu í heild á heilanum›

Voff segir nokkuð. Einu sinni í heimalandi landnámsmanna var hreinilega ólögulegt að brugga ekki til jóla. Mikið hefur Noregur versnað á allan hátt síðan þau lög voru gild.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 29/12/04 18:49

Ég get alveg fallist á þau rök að við höfum gott af því að verja jólunum saman og að sumir dagar séu heilagir. En mér finnst ekki rétt að þeir sem vilja fá sér viskítár með kaffinu eða bjórsopa með kunningjunum um hátíðirnar, á þar til gerðum kaffihúsum, séu bannfærðir sem skítapakk. Ungt fólk vill hittast, dansa og fá sér í glas. Það finnst mér eðlilegt langt því frá óæskileg hegðun. Kaffiboð hjá ömmum og frænkum fara einkum fram síðdegis og eru góð til síns brúks.‹Þrammar af stað í kröfugöngu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/04 19:04

Nornin mælti:

Limbri heillar okkur alltaf með einhverjum gylliboðum, drengurinn býr í Danmörku!! Komdu heim Limbri og spilum öll fimbulfamb!!
Ég gæti reyndar fengið það "lánað" og haldið spilakvöld fyrir Hexíu mína og viðhengi. Ég bý nefnilega á ÍSLANDI og því er ódýrara að mæta í mín hús en Limbra, ölið yrðuð þið hins vegar að taka með ykkur því ekki fáum við það ódýrt eins og Limbri. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›
Segðu mér eitt Limbri minn, ferð þú yfir til Þýskalands að kaupa þetta öl á dönsku hálfvirði??

Alveg skal ég vera til í að spila við þig Norna mín! Þó ég sé að fara til Danmerkur í vor þá efast ég um að ég geti troðið heimsókn til Limbra inn í þéttofna dagskrána. (Kærar þakkir samt, Limbri, fyrir gott boð)

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/12/04 19:04

Held að það sé nú samt dýrara að kaupa sér orðabók en að fá lánað spil
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/04 19:06

Ég á reyndar orðabók, en það er miklu skemmtilegra að fimbulfamba með spilið góða. Svo eru líka 17 ár frá útgáfu þessarar skruddu minnar
‹Þvertekur fyrir að vera svo gömul að geta átt 17 ára gamla orðabók, hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/12/04 19:08

Suss... þú hefur örugglega fengið hana á fornbókasölu... þú sem ert ekki degi yfir tvítugt!

Og já.. ég er sko meira en til í spila kvöld einhvern daginn
‹Ljómar upp og niður og fram og til baka›

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: