— GESTAPÓ —
Opnunartími vínveitingastaða um jól
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 27/12/04 23:45

Hvað finnst ykkur um þessar ströngu reglur sem virðast gilda um opnunartíma skemmtistaða á jólum og páskum? Hver eru rökin fyrir því að banna skemmtanir á þessum tímum? Ég fullyrði að lang flestir vilja slaka á þessum reglum. Ég legg til að "ólöglegt" samráð sýslumanna á Íslandi verði stöðvað og pöbbarnir opnaðir á miðnætti 25. des.‹málar á spjöld og býr til barmmerki›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 28/12/04 00:12

Þetta er bara gamaldags moldarkofa hugsjón. Við hinir frjálsu hugsjónarmenn munum vinna að lokum!
‹Safnar eggjum›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 28/12/04 00:13

Já, ég er sammála þessu. Núverandi fyrirkomulag er ekkert annað en menningarlegur fasismi.

Jólin eru kærkomið frí frá vinnu, og slíku fríi er gott að verja í góðra vina hópi á góðri knæpu.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/12/04 00:20

Ég, aldrei þessu vant, er ósammála! Það á að halda í heiðri þessa daga til að menn geti kannski kynnst aðeins sínum nánustu! Ef knæpur verða opnaðar alla daga þá er ekki langt í að búðir verði opnar alla daga og svo verðum við öll að vinna alla daga. Það er útlit fyrir að sumardagurinn fyrsti verði færður á föstudag til hagræðingar og síðan tekinn af okkur líkt og 1. des hér um árið. Síðan á að færa 1. maí á fyrsta föstudag í maí (grínlaust) og síðan verður hann færður á laugardag og því er það frí líka farið. Ef fram heldur sem horfir og peningahyggjumenn sigra þá verðum við af öðrum í jólum, öðrum í páskum og öðrum í hvítasunni. Síðan verður frídagur verslunarmanna lagður af og sumarfríin stytt í 2 vikur. Þetta virðist vera vilji peningahyggjumanna. Ég segi nei!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 00:22

Ég er sammála Ívari. Ég hef sjálfur unnið á bar og ég tæki það ekki í mál að afgreiða ykkur, né aðra, aðfaranótt annars í jólum. Bara ekki í myndinni.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 28/12/04 00:38

Bara get ekki ætlast til þess að nokkur manneskja fari að vinna á jólunum til þess eins að ég komist á barinn. Að vísu halda ekki allir jól vegna þess að þeir eru ekki kristnir en frí er frí, sama hvaða trúar maður er. Og ég samþykki röksemdafærslu Ívars.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Afturhaldskommatittur 28/12/04 01:36

Hér stangast tvennt á. Annars vegar eru trúarbrögð vitanlega ópíum fólksins, og er kristni þar einna verst. Hins vegar er það réttur hins vinnandi manns að taka sér frí frá vinnu sinni á tilteknum dögum.

Ég tel að einfaldasta lausnin á þessu væri að afnema skyldubundna frídaga á jólum, og taka þess í stað upp þann sið að hafa árlegt, vikulangt frí sem hefst 1. maí ár hvert. Þema frísins verður sósíalísk hugmyndafræði og samkennd. Haldnar verða viðeigandi ráðstefnur og fundir, og vodka verður teygaður af stút. Þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aðalritari Kommúnistaflokks Baggalútíu • Öreigar allra landa sameinist! - Ísland úr NATO fyrst herinn fór burt! - Cuba si, Yankee no! - Fram þjáðir menn í þúsund löndum! - Hasta la Victoria siempre! - Og lifi byltingin, ávallt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 28/12/04 09:25

Ég er sammála Feminista! Verkin sýna merkin. Í Grindavík lokaði eini pöbbinn á miðnætti og lýðurinn mótmælti með því að þjófstarta áramótabrennunni. Ekki vildi ég að slíkt mundi henda fyrir hina árlegu brennu á 101 svæðinu...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 28/12/04 09:55

já, reiður múgur getur ekki haft rangt fyrir sér...

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 28/12/04 10:52

Ívar Sívertsen mælti:

Ég, aldrei þessu vant, er ósammála! Það á að halda í heiðri þessa daga til að menn geti kannski kynnst aðeins sínum nánustu! Ef knæpur verða opnaðar alla daga þá er ekki langt í að búðir verði opnar alla daga og svo verðum við öll að vinna alla daga. !

Þessu er ég sammála, jólin eru hátíð fjölskyldunnar þar sem unglingar og fullorðnir spila Gettu betur, Pictionary, Fimbulfamb, Trivial Pursuit eða eitthvert annað skemmtilegt spil fram á rauðan morgun. Ekkert ölstofuhangs. Börnin hafa bara gott af að kynnast foreldrum sínum.
En hvað varðar afanganginn af ræðu Sívertsens þá sá ég mig knúinn að rita um málið félagsrit.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 28/12/04 13:51

Mér er andskotans sama!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Númi 28/12/04 15:06

Ég er reyndar sammála því að fólk eigi að hundskast til að vera heima hjá sér með sínum nánustu sé það að halda jól á annað borð - hinsvegar er spurning hvort menn eigi ekki að fá að ráða því sjálfir hvort þeir hella í sig brennivíninu heima hjá sér eða á þartilgerðri búllu. Þeir sem það kjósa geta sosum staðið í reykpökkuðum troðknæpum á jólum eins og allar aðrar helgar - annars voru öldurhús opin langt fram á mánudagsmorgun að mér skilst. Það ætti nú að vera einhver sárabót fyrir þá sem verst hafa orðið fyrir barðinu á "menningarlegum fasisma".

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/12/04 17:37

En hvað með þá sem hlda ekki jól? Eiga þeir ekki rétt á að lifa sínu lífi án þess að þurfa að beygja sig í duftið fyrir einhverjum jólum. Fyrir suma þá var síðasta helgi bara eins og hver önnur helgi nema það voru engir barir opnir. Hvers á þetta fólk að gjalda?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 18:35

Eins og ég tók fram þá snýst andstaða mín við opnun á jólunum ekki um hvort menn trúi á hitt eða þetta heldur hvort það verði almennt að fólk sé látið vinna á þessum tíma. Ef það yrði almennt er hætt við að ég gæti sjálfur lent á vakt á þeim tíma og það þætti mér miður. Jah, meira en miður, mér þætti það svo slæmt að ég myndi líklega neyðast til að segja upp störfum.

Gallinn er bara sá að það er fullt af fólki sem hefur ekki efni á að vera með uppsagnarhótanir og yrði því þrælað út yfir jólin þegar það vill líklega sárlegast vera heima hjá sínu fólki.

Lögin ættu að vera slík að eingöngu skráðir eigendur mættu sinna störfum á skemmtistöðum yfir jólahátíðina. Við það gætu þeir sem endilega vilja sinna þessum markhóp bara drattast sjálfir á kránna og afgreitt ölþyrstan landann.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 28/12/04 21:00

Golíat mælti:

Þessu er ég sammála, jólin eru hátíð fjölskyldunnar þar sem unglingar og fullorðnir spila Gettu betur, Pictionary, Fimbulfamb, Trivial Pursuit eða eitthvert annað skemmtilegt spil fram á rauðan morgun. Ekkert ölstofuhangs. Börnin hafa bara gott af að kynnast foreldrum sínum.
En hvað varðar afanganginn af ræðu Sívertsens þá sá ég mig knúinn að rita um málið félagsrit.

Fimbulfamb! ‹Stekkur hæð sína› Veit einhver hvar hægt er að eignast slíkan og þvílíkan dýrgrip?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 28/12/04 21:13

Fyrr má nú vera skemmtanafíknin ef fólk þarf að rjúka að heiman um miðnætti að kvöldi jóladags til að komast á öldurhús.
Fólk á bara að vera heima hjá sér og þeir, sem þykjast vera meiri félagsverur en aðrir geta boðið til sín gestum ef fjölskyldan uppfyllir ekki þarfirnar um félagsskap. Munið að jólin eru fjölskylduhátíð.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 21:27

Hexia de Trix mælti:

Fimbulfamb! ‹Stekkur hæð sína› Veit einhver hvar hægt er að eignast slíkan og þvílíkan dýrgrip?

Ég er einmitt svo heppinn að eiga slíkt spil. Þér er velkomið að kíkja í heimsókn, nóg er til af öli.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 28/12/04 22:40

Svei!

Aldrei má hinn vinnandi lýður fá frí fyrir ykkur brennivínsþyrstu bavíönum! ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Ef þið þurfið endilega að skemmta ykkur þessa daga getiði keypt kassa af ákavíti 23. desember, eina plötu með Hemma Gunn og bara haldið ykkur heima við.
Látið okkur hin í friði! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: