— GESTAPÓ —
Jólin
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 24/12/04 17:14

Já þau eru efsta á baugi, því verður ekki neitað. Nú hafa Baggalýtingar bæði sent jólakveðjur í töluðu og rituðu formi og engu við það að bæta, nema jú mínum þökkum til allra þeirra sem sendu mér kveðju og sendi ég kveðju til baka til allra, líka ljótukallafélagsins.

Vonandi fá allir sem það vilja of mikið að borða og of mikið af gjöfum, vonandi verða jólin hreinlega betri en þið þorðuð að vona.

Kær kveðja frá Órækjuheimilinu.

En svo ég snúi mér nú að einhverju sem hægt er að ræða um, eru pakkahrúgurnar að stækka, eru börnin að verða gráðugri, er steikin að verða feitari, var maturinn ekki betri hjá mömmu í gamla daga og hver fékk nú flottustu gjöfina?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 24/12/04 17:31

Pakkahrúgan hérna heima er svo stór að hún kaffærir næstum veslings litla jólatréð...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/12/04 17:34

Sama hér. Pakkahrúgan lyftir trénu og nær út á gólf. Innan tíðar bætist önnur fjölskylda við hópinn og mun þá jólaflóðið slá allt út.

Ilmurinn af Hamborgarahryggnum (snobbhænsn kalla það Hamborgarhrygg) er farinn að vekja upp matarlystina. Ó þetta verður dýrðarkvöld.

Gleðileg jól.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 24/12/04 17:58

Ég fékk meira að segja pakka sem komst varla undir jólatréð!
Hann er svo stór að hann stendur útundan báðu megin!
‹Iðar í skinninu eftir að fá að opna›

Gleðileg jól öllsömul!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 24/12/04 18:00

nú er ein mínúta í jólin
‹skríður undir rúm›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 24/12/04 18:11

Gleðileg jól púkarnir mínir, og megi þau reynast fleiri í nánustu framtíð! Hér um slóðir er pakkahrúgan svo há að við ákváðum að selja jólatréð, til að eiga fyrir fleiri pökkum!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/12/04 21:44

Nú er ég búinn að opna gjafir og éta mikið magn af alls kyns góðgæti. Ég vona að þið hin hafið gert hið sama, því að þetta tvennt saman er hinn sanni jólaandi.

Ég óska ykkur öllum hér með gleðilegra jóla!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 24/12/04 23:23

Aðfangadagurinn að mestu afstaðinn og að sjálfsögðu var innihald eins pakkans bókin Sannleikurinn um Ísland. ‹Stekkur hæð sína í fullum herklæðum›

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 25/12/04 00:22

Goggurinn mælti:

Aðfangadagurinn að mestu afstaðinn og að sjálfsögðu var innihald eins pakkans bókin Sannleikurinn um Ísland. ‹Stekkur hæð sína í fullum herklæðum›

já loksins er maður búið að fá hana

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 25/12/04 01:19

Ég fékk nú ekki eins margar gjafir þessi jól og undanfarin þar sem fækkaði um helming í "fjölskyldunni" í kjölfar skilnaðar míns. Það var kannski bara ágætt, var alltaf með bullandi samviskubit yfir öllu pakkafarganinu sem ég var vön að fá.
En ég fékk dýrustu jólagjöf sem ég hef fengið á æfinni, nefnilega sjónvarp og fékk peninga sem sagt er að eigi að vera fyrir DVD spilara.
Voðalegar áhyggjur virðist familían hafa af því að mér leiðist!!
Vita þau ekki að ég á tölvu??
‹Ljómar upp›
Ég er kát og sátt við jólin, fékk góðann mat og dýrindis eftirrétt, gott kaffi og svo mikið súkkulaði að mér varð hálf illt!
Svo var farið í heimsókn til vinafólks og spilað sequence í nokkra tíma!
‹ljómar og ljómar›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 25/12/04 01:21

ég fékk líka Sannleikann um Ísland! Það jaðrar við að ég grípi til þess að nota svokallaða "broskalla" slík er gleði mín!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 25/12/04 12:05

Gleðileg neyslu-jól öll sömul.

Ég var svo heppinn að áskotnast mp3 spilara yfir þessi jól. Það er sannkallað hvalrek á fjörur mínar þar sem ég þarf oft á tíðum að eyða töluverðum tíma í strætisvögnum.

En enga fékk ég bókina um Sannleikan um Ísland. Tel ég að of hátt verð á tvöföldum gin í tónik ráði þar öllu um. Þó á ég ennþá eftir að eiga afmæli á þessu ári svo ég er vongóður um að fá hana þá. (Þar sem afmæli mitt er að sjálfsögðu töluvert mikilvægari dagur en aðfangadagur.) Eina fékk ég þó bókina sem á eftir að verða marg lesin og það er „The everything winebook“. Bókin er reyndar á útlensku en ég er ákveðinn í að láta það ekki stoppa mig. Ég get ábyggilega fundið eitthvað út úr þessu.

En já jæja, vonandi fengu flestir það sem þeir óskuðu sér og vonandi fengu flestir eitthvað gott að borða. Ég veit að ég er ánægður.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 25/12/04 12:21

Neyslu jól já, á mínum bæ var víst neyslan ansi mikil. Svín eru líklega í útrýmingarhættu sem og peningar. En allir eru glaðir, enþá. V0nandi vinnur einhver sem ég þekki í lottó áður en vísareikningarnir koma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 25/12/04 15:38

Ættingjar mínir höfðu enga hugmyndir um hvað þeir eiga að gefa mér, þannig ég fékk reiðinnar býsn af gjafakortum og reiðufé, náttföt og tvær bækur(Sannleikurinn um Ísland, DaVinci lykillinn).

Er alltént sáttur, vantaði peninga fyrir bensíni.
‹Tekur heljarstökk af gleði›

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 25/12/04 15:52

Ég fékk sannleikann um Ísland. Það dugar mér ‹Ljómar upp›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 26/12/04 06:44

Galdrameistarinn mælti:

Ég fékk sannleikann um Ísland. Það dugar mér ‹Ljómar upp›

‹Verður ákaft sammála Galdrameistaranum›

.
‹Endar jólin með miklum hálsríg og blótar Galdrameistaranum til heitari staða›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 26/12/04 07:01

‹Glottir skelmislega›Svo er hægt að hlusta á jólakveðjurnar eitthvað áfram, amk virkaði það í nótt. ‹Ljómar upp›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/12/04 16:30

Lengi lifi kristsmasið!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: